Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 14.12.2007, Qupperneq 12
12 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR ÞÝSKALAND, AP Hinn nýi Evrópu- samvinnusinnaði forsætisráð- herra Póllands, Donald Tusk, og þýski kanslarinn Angela Merkel tóku á þriðjudag saman fyrstu skrefin að því bæta samskipta grannríkjanna tveggja. Samskipt- in höfðu stirðnað mjög í valdatíð síðustu ríkisstjórnar í Varsjá, sem lét harða þjóðernisstefnu bitna á tengslunum. Þrátt fyrir hlýleg orð í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Berlín miðaði lítið í samkomulags- átt í nokkrum þeim málum sem mestur ágreiningur hefur verið um. Svo sem um áformað safn um örlög þeirra milljóna Þjóðverja sem flæmdar voru frá þeim hér- uðum sem gefin voru Póllandi eftir stríð, eða um áformaða lagn- ingu gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands eftir botni Eystrasalts, framhjá Póllandi. - aa Donald Tusk fundar með Angelu Merkel í Berlín: Ætla að bæta tengsl VINIR Grannþjóðaleiðtogarnir báru lof á vináttuna milli þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÁTTÚRA Sérfræðingar Veður- stofunnar fylgjast grannt með skjálftahrinu við Upptyppinga, um 20 kílómetrum austan við Öskju, en hrinan hefur staðið frá síðastliðnum föstudegi. Þar til skjálftarnir verða grynnra í jarð- skorpunni og sterkari er ekki talin mikil hætta á eldgosi á svæðinu. Hundruð skjálfta hafa orðið í hrinunni, og nálgast óðfluga þús- undið, segir Sigþrúður Ármanns- dóttir, landfræðingur hjá Veður- stofu Íslands. Skjálftarnir eru taldir tengjast kvikuhreyfingum undir yfirborðinu. Í gær hafði held- ur dregið úr skjálftunum en óvíst hvort það er tímabundið ástand. Flestir skjálftarnir hafa orðið á 13 til 15 kílómetra dýpi, og segir Sigþrúður að hætta á eldgosi muni aukast ef upptök þeirra verði innan 10 kílómetra frá yfirborði. Svæðið norðan Vatnajökuls er eldvirkt, en ekki hefur orðið gos við Upptyppinga síðasta árþúsundið, segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlis fræði við Háskóla Íslands. Þó hafa orðið gos annars staðar á svæðinu, til dæmis í Öskju frá því land byggðist. „Við vitum ekkert um það hvort þetta er einhver vísbending um að þarna muni gjósa í náinni framtíð. Menn segja hins vegar að ekki sé heldur hægt að útiloka það,“ segir Magnús Tumi. Jarðfræðingar hafa því engar upplýsingar um það hvernig skjálftavirkni var síðast þegar gaus, sem þýðir að afar erfitt er að spá fyrir um framhaldið, hvort stefni í eldgos eða ekki. Magnús Tumi segir líklegast að ákveðnir fyrirboðar muni sjást áður en eldgos við Upptyppinga hefst þegar skjálftar færist ofar í jarðskorpuna. Þó að talsvert sé um ferðamenn á svæðinu yfir sumartímann búi enginn í nágrenni við Upptyppinga, og því ættu ekki að þurfa að verða nein skakkaföll af eldgosi á þessum slóðum. Þó sé mikilvægt að vakta svæðið vel. brjann@frettabladid.is Ekki gos síðan land byggðist Jörð skelfur enn við Upptyppinga og hefur skjálfta- hrina staðið í viku. Ekki er útilokað að eldgos verði þar á næstunni en jarðeðlisfræðingur segir líklegt að frekari fyrirboðar sjáist áður en gos hefst. ASKJA Í DYNGJUFJÖLLUM Ekki hefur orðið eldgos við Upptyppinga síðasta árþúsund- ið, en nokkrum sinnum hefur gosið í Öskju í Dyngjufjöllum og nágrenni frá því land byggðist. MYND/SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON SJÁVARÚTVEGUR Afli erlendra ríkja við Ísland minnkaði úr 114 þús- und tonnum 2005 í rúmlega 54 þúsund tonn 2006. Uppistaða aflans var sem fyrr loðna. Fær- eyingar veiddu mest erlendra þjóða hér við land 2006 en Norð- menn árið 2005. Þetta kemur fram í ritinu Afli erlendra ríkja við Ísland 2006 og heimsaflinn 2005. Heimsaflinn var 93 milljónir tonna árið 2005 og minnkaði um 1,1 milljón frá árinu 2004. Kyrra- hafið gaf mestan afla og stærsta einstaka fisktegundin var Perú- ansjósa. Kínverjar veiddu mest árið 2005 en Íslendingar voru í 14. sæti listans, í öðru sæti fisk- veiðiþjóða á Norðaustur-Atlants- hafi og í áttunda sæti veiðiþjóða á Norðvestur-Atlantshafi. - shá Afli erlendra ríkja minnkandi á Íslandsmiðum: Færeyingar veiddu mest erlendra þjóða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.