Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 13
FÖSTUDAGUR 14. desember 2007
SVISS, AP Christoph Blocher,
leiðtogi svissneskra þjóðernisein-
angrunarsinna í flokknum SVP,
missti í gær sæti sitt í ríkisstjórn
Sviss er keppinautur úr hans
eigin flokki þáði kjör til þess
sætis sem hann vermdi.
Eveline Widmer-Schlumpf úr
hófsamari armi SVP hafði betur
en Blocher í atkvæðagreiðslu á
þingi í fyrradag, með 125
atkvæðum gegn 115. Widmer-
Schlupf var teflt fram með
stuðningi tveggja annarra flokka.
Eftir ósigurinn sagðist lýð-
skrumarinn Blocher nú munu tala
tæpitungulaust á ný, eftir að hafa
þurft að hemja sig svo lengi sem
hann sat í fjögurra flokka
þjóðstjórninni. - aa
Stjórnmál í Sviss:
Blocher felldur
úr ríkisstjórn
VÍKUR Christoph Blocher talar á þinginu
í Bern í gær. NORDICPHOTOS/AFP
SLYS Þrettán hreindýr urðu fyrir
bíl og drápust á Fljótsdalsheiði í
gær.
Dýrin hlupu í veg fyrir jeppa og
náði ökumaður hans ekki að hemla
í tæka tíð. Ökumaður og farþegi
hans sluppu ómeiddir og bíllinn
skemmdist ekki mikið.
Að sögn lögreglu er ekki óvana-
legt að ekið sé á hreindýr á þess-
um slóðum. Það er hins vegar
óvenjulegt að svo mörg dýr verði
fyrir bíl í einu.
Flest dýrin drápust strax af
sárum sínum en aflífa þurfti þrjú
þeirra. Lögregla segir ekkert
benda til þess að þarna hafi hrein-
dýr jólasveinsins verið á ferð. - þo
Slys á Fljótsdalsheiði:
Ekið á þrettán
hreindýr
Slys við Héðinsfjarðargöng
Karlmaður sem starfar við gerð Héð-
insfjarðarganga slasaðist illa á hendi
á miðvikudag. Maðurinn klemmdi
höndina í steypubíl. Hann var fluttur á
sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann
gekkst undir aðgerð og er á batavegi.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Lögregla leitar að skjávarpa
Lögreglan á Vestfjörðum leitar Arpro-
skjávarpa sem stolið var úr Mennta-
skólannum á Ísafirði um síðustu
helgi. Brotist var inn um glugga á
kjallara skólans og skjávarpanum,
sem var festur í loftfestingu í einni
kennslustofu skólans, stolið.
Gott í skóinn
395,-
BARNSLIG APA mjúkdýr L25 cm
Opið til 22:00 fram að jólum www.IKEA.is
SÖT BARNSLIG mjúkdýr
ýmsar tegundir 50,-/stk.
KLAPPAR GIRAFF
mjúkdýr brúnt 495,-
KOJA tjald
120x120x95 cm 595,-
MÅLA tússpenni/stimpill
6 stk. ýmsir litir 95,-
KLAPPAR BOLL
mjúkur bolti
ýmsir litir 95,-/stk. MINNEN RÅTTA mjúkdýr
L23 cm 395,-
KLAPPAR TEATER brúðuleikhús 195,-
KLAPPAR VILD handbrúður
ýmsar tegundir 295,-/stk.
KORALL HAJ mjúkdýr
L62 H16 cm 495,-
KLAPPAR MASKERAD
gríma m/spöng
ýmsar tegundir 295,-/stk.
TITTA fingraleikbrúður
10 stk. ýmsir litir 495,-
KLAPPAR PANDA
mjúkdýr L32 cm 695,-
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
7
–
2
0
2
9
* Ef keypt er fyrir 3.000 kr. eða meira á meðan birgðir endast.
Framtíðarreikningur Glitnis
– fyrir káta krakka með stóra drauma
• Bestu vextir sparireikninga bankans • Verðtryggður reikningur
• Auðvelt og þægilegt að spara reglulega • Bundinn þar til barnið verður 18 ára
Gefðu inneign á Framtíðarreikning
Glitnis og fáðu fallega Latabæjarderhúfu
í Latabæjaröskju í kaupbæti.*
Framtíðarreikning færðu í næsta útibúi
Glitnis. Það er líka sáraeinfalt að ganga
frá málinu á www.glitnir.is og fá
glaðninginn sendan beint heim.