Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 18
 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR LISSABON, AP Leiðtogar Evrópusam- bandsríkjanna 27 söfnuðust saman í Lissabon, höfuðborg Portúgals, í gær til að undirrita formlega endanlega útgáfu umbótasáttmál- ans svonefnda, sem hér eftir verður kenndur við Lissabon. Að sögn leið- toganna gerir nýi sáttmálinn þeim meðal annars kleift að bregðast með skilvirkari hætti fyrir hönd sambandsins við heimsmálunum. Leiðtogarnir komu sér saman um nýja sáttmálann fyrir tveimur mánuðum, en með honum vonast þeir til að binda enda á þá „stjórnarskrárkreppu“ sem höfnun kjósenda í Frakklandi og Hollandi snemmsumars 2005 á stjórnar- skrársáttmálanum svonefnda steypti sambandinu í. Lissabon- sáttmálinn mun taka gildi er öll aðildarríkin hafa lokið við að full- gilda hann, en stefnt er að því að því verði lokið snemma á árinu 2009 svo að hann geti tekið gildi fyrir næstu kosningar til Evrópu- þingsins, sem að öllu óbreyttu eiga að fara fram í júní 2009. Það spillti þó lítið eitt fyrir hátíð- legu andrúmsloftinu við undirritun- arathöfnina í gær að uppi eru mis- háværar kröfur um að sáttmálinn verði borinn undir þjóðar atkvæði í fleiri löndum, en að óbreyttu er aðeins áformað að gera það á Írlandi. Umhverfisverndar sinnar gagnrýndu leiðtogana ennfremur fyrir að fljúga sérstaklega til Lissa- bon til að taka þar þátt í tveggja tíma undirritunarathöfn. Þeir munu síðan halda hinn eiginlega misseris- lokafund sinn í Brussel í dag. Nýja sáttmálanum má lýsa sem metnaðarminni útgáfu af stjórnar- skrársáttmálanum. Nokkur af umdeildustu atriðum hins síðar- nefnda hafa verið skorin frá og nýjar málamiðlunarlausnir fundnar. Sáttmálinn breytir ákvarð- anatökukerfi sambandsins. Hér eftir verða langflestar ákvarðanir teknar með vegnum meirihluta, það er þeim sviðum fækkað enn þar sem þarf samhljóða samþykki. Þá breytist líka atkvæðavægi hvers aðildarríkis, þannig að meira tillit verður tekið til íbúafjölda þeirra. Hin mikla fjölgun aðildarríkja kallaði á þessar breytingar. Þá á leiðtogaráð sambandsins að fá varanlegan forseta, sem stýrir fundum þess. Hann er kjörinn til tveggja og hálfs árs í senn. Með þessu á að afleggja þann sið, að aðildarríkin skiptist á um að gegna ESB-formennskunni í hálft ár í senn. Þá á að fækka meðlimum framkvæmdastjórnar ESB úr 27 í 17. Loks fær Evrópuþingið völd sín aukin enn, auk þess sem þjóðþing aðildarríkjanna fá virkara hlutverk í ESB-kerfinu. „Sambandið var lamað og vissi ekki hvernig það ætti að komast út úr kreppunni; við fundum lausnina með þessum sáttmála,“ sagði Jose Socrates, forsætisráðherra Portú- gals og gestgjafi athafnarinnar. „Með því að leysa stofnanamál sín er Evrópa [les: Evrópusambandið] að búa sig í stakk til að takast á við vandamál heimsins,“ sagði José Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB. audunn@frettabladid.is DANIR MEÐ Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra og Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, takast í hendur eftir að hafa skráð nöfn sín á sáttmálaskjalið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Lissabon-sáttmálinn leysir úr kreppu ESB Leiðtogar Evrópusambandsins flugu til Lissabon í gær til að undirrita nýja upp- færslu stofnsáttmálans, sem kemur í stað stjórnarskrársáttmálans strandaða. Sáttmálinn á að taka gildi árið 2009, án þjóðaratkvæðagreiðslu nema á Írlandi. © GRAPHIC NEWS SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 39 98 6 12 /0 7 Brettapakkar 20% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.