Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 24

Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 24
24 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR Vegirnir í gömlu Austur- Barðastrandarsýslu hafa verið nefndir af ráðherrum sem verstu vegir landsins og vegleysa. Jón Sigurður Eyjólfsson ákvað þó að leggja í hann en tók fyrst hús á sveitungum sem búa við vegleysuna. Þeir sögðu honum sögur, sýndu honum kartöflubyssur og gáfu holl ráð við holunum. Kristján L. Möller samgönguráð- herra sagði á Alþingi fyrr í þessum mánuði að líklegast væru vegirnir í gömlu Austur-Barða strandar- sýslu verstu vegir landsins. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra gekk öllu lengra og kallaði veginn vegleysur enda sjálfsagt orðinn þreyttur á að hossast á honum á leið sinni heim til Bolungarvíkur. En vegleysurnar hafa haft mikil áhrif á líf þeirra sem nálægt þeim búa. Blaðamaður ákveður að taka hús á nokkrum þeirra áður en haldið er yfir Klettsháls sem bíður eins og kónguló, tilbúin að festa vegfarendur í hvítum og ólgandi vef sínum. Það er ekki snjóþungt en kafaldsbylur hylur hæð og lægð. Úti í hríðinni á stuttermabolnum Fyrsti áfangastaðurinn á ferðinni um þennan veg er á Brekku þar sem Theódór Guðmundsson býr. Hann vann við vegavinnu frá því 1985 og þar til hann fór á eftir- laun fyrir þremur árum. En þótt hann sé hættur að hrófla við veg- leysunni er hann enn til þjónustu reiðubúinn fyrir þá sem um þær fara. Þegar blaðamann bar að garði voru nágrannar hans frá Múla í Kollafirði í heimsókn; hjónin Magnús Helgason og Ingrid Odds- dóttir. „Þau eru að fara suður en hundurinn þeirra, hann Spori, verður hjá mér á meðan,“ segir Dóri eins og hann er oftast kallað- ur meðan hann klappar svörtum og hvítum hundi. En það eru ekki aðeins ferfætl- ingar sem fá að halla höfði á Brekku. „Það er venjulega mjög gestkvæmt hérna og margir hafa það fyrir venju að hringja í mig áður en þeir leggja í hann á þess- um árstíma þegar oft er óvíst um færð,“ segir Dóri. „Nú og svo koma þeir við á leiðinni og þiggja kaffisopa. Og ef vegurinn er ekki álitlegur þá fá þeir bara að gista. Það gerist nú kannski ekki svo oft nú orðið enda er þetta ekkert miðað við það sem áður var þegar allt fór á kaf undir snjó en Kletts- hálsinn getur enn þá reynst mönn- um erfiður yfirferðar.“ Það er engu líkara en Dóri sé sífellt á vakt við veginn þótt minna reyni á þjónustulund hans nú en áður. „Maður fór oft upp um miðja nótt til að draga menn sem sátu fastir. Það eru ekki svo mörg ár síðan að mæðgur urðu næstum því úti á heiðinni þegar bíllinn sat fastur um miðja nótt en þau komust köld og hrakin gangandi á næsta bæ. Svo eru aðeins nokkrir dagar síðan ég kom einum til hjálpar því það hafði tekið niður hjá honum. Ég verð líka var við sífellt fleiri útlendinga á sumrin og þetta er eflaust afar erfiðar aðstæður fyrir þá og það skoppar alltaf einn og einn útaf sem þarf svo að draga upp á veg aftur.“ Það er engu líkara en þeir sem fari um veginn reglulega hafi lært á leyndardóma hans. „Ég man til dæmis eftir honum Bía heitnum á mjólkurbílnum, hann lét ekkert stoppa sig. Hann sat kannski fastur smástund en þá fór hann bara út á stuttermaboln- um í hríðinni með skófluna og bjargaði málunum.“ Hlaupið reyndist vel í holunum Ragnheiður Katrín Ólafsdóttir og maður hennar, Hallgrímur Valgeir Jónsson, ráku lítið útibú frá Kaup- félaginu skammt frá heimili sínu á Skálanesi. Það hefur eflaust verið kærkomin hvíld fyrir margan ferðalanginn að koma við í Kötu- búð eins og þetta litla Kaupfélag var oftast kallað eftir að hafa hoss- ast í holunum. Enda var Kata, eins og hún er oftast kölluð, með ráð undir rifi hverju. „Jú, það kvörtuðu margir út af veginum sem getur verið ein- staklega holóttur þó allt sé þetta að skána,“ segir hún. „En ég var með þykkt og mikið hlaup til sölu sem ég ráðlagði mönnum að hafa upp í sér meðan þeir færu yfir hol- urnar svo þeir skelltu ekki tönnum,“ segir hún og hlær við. En fleira var hægt að kaupa og gera sér til gamans í Kötubúð. „Það voru margir hrifnir af óbarna harðfisknum sem ég var með. Svo fóru þeir með hann að steini einum fyrir ofan veginn og börðu hann sjálfir með hamri sem þeir fengu lánaðan hjá mér.“ Nágrannar sem blaðamaður talaði við sögðu marga sakna reykta rauðmagans sem góður rómur var gerður að í Kötu- búð. Hallgrímur hefur síðan komið mörgum vegfarandanum til hjálp- ar eftir að vegleysan var búin að jafna um fararskjótana. Gunni Kalli kokkur og kartöflu- byssan Í vegavinnuskálunum á Skála- nesi, rétt við túnfót þeirra Kötu og Hallgríms, halda til vaskir vegavinnumenn þær fáu frístund- ir sem þeir hafa. „Við erum hérna ellefu daga en fáum svo þrjá daga í frí,“ segir Ottó Valdimarsson þegar blaðamaður náði á þá í kaffitímanum. „Við vinnum 12 tíma á dag sem er fínt, maður hefur ekkert betra að gera þegar maður er hérna en að vinna.“ En af uppátækjum Gunnars Karls Garðarssonar að dæma er engu líkara en hann hafi nokkurn tíma aflögu. Hann vann áður í vegavinnuhópnum en hefur nú hlaupið í skarðið fyrir kokkinn sem hélt til annarra starfa fyrir skömmu. „Kíktu á þetta,“ segir hann meðan blaðamaður hnýtir skóþveng sinn. Hann dregur fram allsvakalega byssu og leiðir blaða- mann út á hlað. „Þetta er kart- öflubyssa sem ég hannaði. Ég set kartöfluna hérna í hlaupið svo sprauta ég svolitlu af gasi úr þessum hárspreybrúsa sem ég keypti hjá henni Guðbjörgu á Bíldudal og svo hleypi ég bara af.“ Við það þýtur kartaflan eina 300 metra en mikill hvellur dynur við. „Já, það er hávaði í þessu. Einu sinni laumaðist Ottó með hana inn í sjónvarpsherbergi og hleypti af, öllum af óvörum. Menn segja að verkstjóranum hafi brugðið svo að hann hentist upp í metrahæð þar sem hann lá í hægindastólnum.“ Gunni Kalli, eins og hann er kallaður, á það sjálfur til að hrekkja félaga sína. „Eitt sinn tók ég leirköggul og setti inn á gólfið á salerninu og síðan klíndi ég smá úr honum á setuna. Það leit út eins og einhver hefði ekki hitt alveg í klósettskálina. Þeir urðu alveg vitlausir þegar þeir komu inn og ætluðu að gera þarfir sínar,“ segir Gunni Kalli og skellir upp úr. Áður en blaðamaður verður að fórnarlambi hrekkjóttra vega- vinnumanna ákveður hann að etja heldur kappi við kafaldsbylinn á Klettshálsi. Ef hann lætur í minni pokann í þeirri viðureign þá má alltaf leita til sveitunga, kaldur og hrakinn, með skottið milli lappanna. Til þess kom þó ekki, þökk sé vel búnum bíl og vest- firskri þrjósku. jse@frettabladid.is Hið besta fólk við verstu vegi landsins THEÓDÓR MEÐ HJÓNUNUM FRÁ MÚLA Það var gestkvæmt hjá Dóra á Brekku þegar blaðamann bar að garði. Það er reyndar ekkert nýtt enda þurfa margir að leita skjóls hjá honum þegar ófærð klekkir á vegfarendum. Þau hjón Magnús og Ingrid, sem sitja við borðið, voru hins vegar ekki föst í ófærð heldur voru þau að koma með hundinn Spora í pössun. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR KATA OG HALLGRÍMUR Eflaust sakna margir Kaupfélagsins á Skálanesi þar sem Kata réð ríkjum. Hún lumaði líka á mörgum góðum ráðum sem auðvelduðu mönnum ferðina eftir holóttum veginum. Hallgrímur kom mörgum til hjálpar sem sprengt höfðu á dekkjum eða fengið gat á pönnuna. GUNNI KALLI KOKKUR MEÐ KARTÖFLUBYSSUNA Það eru margir hrekkjalómar í vegavinnuskálanum á Skálanesi. Þessi kartöflubyssa hans Gunna Kalla hefur reynst ágætlega við að stytta mönnum stundir, stundum á kostnað annarra. En ég var með þykkt og mikið hlaup til sölu sem ég ráðlagði mönnum að hafa upp í sér meðan þeir færu yfir holurn- ar svo þeir skelltu ekki tönnum. RAGNHEIÐUR KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR SKÁLANESI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.