Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 28

Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 28
28 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur 63707684 2000 2002 2004 2006 FRÉTTASKÝRING MAGNÚS HALLDÓRSSON magnush@frettabladid.is > Fjöldi togara á árunum 2000 til 2006 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokksins fór fyrir umræðu um kristni og þjóðkirkjuna á Alþingi í fyrradag. Sigurður Hólm Gunnarsson er stjórnarmaður í Siðmennt. Á Alþingi að fjalla um trúmál? Það sem mér fannst undarlegt við umræðuna er hvað mörgum þótti mikilvægt að við hefðum kristin gildi og værum kristin þjóð. Ég er þeirrar skoðunar að þeir sem eru á Alþingi ættu að vernda réttindi allra, alveg óháð trúarskoðunum. Vantar málsvara trúfrelsis á þing? Ég veit að einhverjir á þingi eru stuðningsmenn aðskilnaðar ríkis og kirkju, en ég hugsa að þeir þori bara ekki að tjá sig mikið. Ef einhver seg- ist vilja aðskilnað er ýjað að því að viðkomandi sé á móti trúarbrögðum. Er ekki meiri hluti þjóðarinnar kristinn? Það er alveg ótrúlegt að sjá sjóaða þingmenn tala um trúfrelsi út frá meirihlutaræði. Meirihlutaræði á aldrei að ná til borgaralegra réttinda, til dæmis trú- eða tjáningarfrelsis eða réttinda óháð kyni eða kynþætti. SPURT & SVARAÐ UMRÆÐA UM KRISTNI Á ALÞINGI Eiga að verja rétt allra SIGURÐUR HÓLM GUNNARSSON Stjórnarmaður í Siðmennt. Heimavarnaráðuneyti Bandarírkjanna eða, The United States Department of Homeland Security, eins og það heitir á frummálinu, var stofnað að frumkvæði George Bush forseta Bandaríkjanna í kjölfar árásanna sem gerðar voru 11. september 2001. Stofnuninni er ætlað að vernda Bandaríkin gegn árásum hryðju- verkamanna og bregðast við náttúruham- förum. Yfir 200 þúsund starfsmenn starfa við ráðuneytið. Hafa aðgerðir þess skilað árangri? Rannsókn sem unnin var af starfsmönnum samtakanna The Transactional Records Action Claims og birt var fyrr á árinu sýndi að innan við 0,01 prósent þeirra mála sem ráðuneytið hafði höfðað fyrir innflytjenda- dómstólum í landinu á síðustu árum tengd- ust hryðjuverkastarf- semi en stofnunin var stofnuð til að vernda Bandaríkin gegn hryðjuverk- um. Forsvarsmenn heimavarnaráðu- neytisins fullyrtu þó að starf þeirra hefði gert hryðjuverka- mönnum erfiðara um vik að komast inn í landið. Helsta gagnrýni? Gagnrýniraddir á störf heimavarnaráðuneyt- isins hafa verið fremur háværar. Helst hefur hún beinst að því að ráðuneytið þykir brjóta á friðhelgi og mannréttindum borgaranna í skjóli ótta þeirra við ógnarverk. Mikil óánægja ríkir einnig meðal starfsmanna þessarar stofnunar. Fyrr á þessu ári var birt könnun sem gerð var meðal starfsmanna ríkis- stjórnar Bandaríkj- anna en hún sýndi að þeir sem unnu í heimavarnaráðu- neytinu voru óánægðastir. Forsvarsmenn ráðuneytisins sögðu í febrúar að ástæðan fyrir lélegum starfsanda væri umfjöllun fjölmiðla um viðbrögð stofnunarinnar þegar fellibylurinn Katrín reið yfir. Heimildir: cnn.com, abc.com, wikipedia.org FBL GREINING: HEIMAVARNARRÁÐUNEYTI BANDARÍKJANNA Vörn gegn hryðjuverkum og hamförum Brottför varnarliðsins frá Íslandi hefur dregið óvæntan dilk á eftir sér. Sala bygginga á svæðinu hefur verið umdeild. Bandarísk stjórnvöld höfðu verðlagt eignir á svæðinu á ellefu milljarða króna en vonir standa til að hægt verði að selja þær fyrir um tuttugu milljarða. Bandaríska varnarliðið skyldi eftir mannlausa húsabyggð á Mið- nesheiði. Frá því liðið fór hafa komið upp vandamál sem Þróun- arfélagi Keflavíkurflugvallar var ætlað að leysa. Áður en félagið tók til starfa hafði vatnsleki valdið tugmilljóna tjóni á byggingunum. Valgerður Sverrisdóttir þáverandi utanríkis- ráðherra baðst afsökunar á lekanum í ræðupúlti á Alþingi en byggingarnar höfðu staðið því sem næst eftirlitslausar frá því varnarliðið fór af landi brott. Ríkisendurskoðun vinnur enn að úttekt á því máli. Dagblaðið DV greindi frá því um miðjan nóvember að óánægju gætti meðal manna, meðal annars starfsmanns Ríkiskaupa, um hvernig staðið hefði verið að sölu fasteigna á svæðinu. Helst var gagnrýnt að eignir hefðu ekki farið í útboð til þess að gæta fyllsta jafn- ræðis. Málið var tekið upp á Alþingi og hafa Atli Gíslason, þing- maður Vinstri grænna, og Bjarni Harðarson, þingmaður Framsókn- arflokksins, helst gagnrýnt söluna á eignunum og hvernig staðið var að henni. Í framhaldi var ákveðið að ríkisendurskoðun skoðaði mál til hlítar og gerði stjórnsýsluúttekt á starfseminni allri. Farið að lögum? Málefni Þróunarfélagsins heyra undir forsætisráðuneytið. Brugð- ist var við gagnrýni á söluna af fullri hörku. Greinargerð, þar sem saga málsins var rakin, var send út af forsætisráðuneytinu 22. nóv- ember þar sem öllum ásökunum um að eignir hefðu verið seldar til útvalinna manna sem hliðhollir væru Sjálfstæðisflokknum og á undirverði var vísað á bug. Einn helsti kaupandi eignanna var fast- eignafélagið Klasi en Þorgils Óttar Mathiesen, bróðir Árna Mathiesen fjármálaráðherra, á þriðjung í félaginu. Árni vísaði því alfarið á bug að það hefði einhverju máli skipt og benti á að málið heyrði ekki undir hann heldur Geir H. Haarde forsætisráðherra. Atli Gíslason hefur talað fyrir því frá því málið kom upp að lög um opinber útboð hafi verið brot- in. „Auðvitað hefði útboð átt að fara fram,“ sagði Atli í ræðu um málið á Alþingi og bar því við að lög um starfsemi Þróunarfélags- ins mæltu svo fyrir. Þessum málflutningi hefur verið mótmælt. Kappkostað var af hálfu ríkisins að koma upp starf- semi á svæðinu á sem stystum tíma. „Tilgangurinn með stofnun félagsins hefur verið sá að koma fasteignum í eigu ríkisins á svæð- inu sem fyrst í skipuleg, hagfelld, borgarleg not með það að mark- miði að jákvæð samfélagsleg áhrif verði sem mest og neikvæðum áhrifum á nærsamfélagið verði haldið í lágmarki,“ segir í greinar- gerð forsætisráðuneytisins. Sérstaklega er áréttað að félag- ið skuli við sölu eigna gæta þess að „mismuna ekki aðilum og í því skyni skuli eignirnar auglýstar opinberlega til sölu og val á við- semjendum ekki byggjast á öðrum sjónarmiðum en mati á hagstæð- asta tilboði.“ Sérstaklega er tekið fram í samningum að Þróunar- félagið skuli virða útboðsskyldu samkvæmt lögum um opinber inn- kaup og hæfisreglur stjórnsýslu- laga. Atli segir kröfuna um útboð taka mið af þessu. Forsætisráðuneytið segir lögin um opinber innkaup fyrst og fremst taka mið af kaupum Þróun- arfélagsins á verki, þjónustu eða vöru og því sé umsjón félagsins með sölu eigna ríkisins ekki háð útboðsskyldu. Talsmenn stjórnarandstöðunnar í málinu, Atli og Bjarni, hafa ekki talið þessa röksemd halda. Eina sem geti tryggt jafnræði í sölu sem þessari, sé útboð. Langtímaverkefni Uppbygging starfsemi á svæði varnarliðsins er langtímaverkefni Þróunarfélagsins. Reiknað var með því, þegar félagið tók til starfa á haustmánuðum í fyrra, að langan tíma tæki að byggja upp starfsemi á svæðinu. Stærsti samningurinn sem gerður hefur verið til þessa er sala á 96 bygg- ingum til Háskólavalla. Alls er um að ræða 1.660 íbúðir, auk frekara húsnæðis, en söluverðið var um fjórtán milljarðar króna. Húsnæðið er alls um 155 þúsund fermetrar. Félögin sem standa að Háskóla- völlum eru, auk Klasa, Glitnir, Fasteignafélagið Þrek ehf., Fjár- festingafélagið Teigur ehf. og Sparisjóðurinn í Keflavík. Þegar er búið að selja þrjá fjórðu af húsnæðinu á svæðinu, 135 byggingar. Fengist hafa tæpir sextán milljarðar fyrir bygging- arnar sem er nokkru meira en gert hafði verið ráð fyrir þar sem bandarísk stjórnvöld höfðu metið eignirnar á um ellefu milljarða. Háskólavellir eru langstærsti kaupandinn en félagið Base hefur keypt 22 byggingar og Keilir tvær líkt og Þjóðkirkjan. Fyrirtækið Atlantic Film Studios hefur fest kaup á þrettán byggingum fyrir tæplega 600 milljónir en til stendur að byggja upp fyrsta flokks kvikmyndaver á svæðinu. Enn á eftir að selja 36 skrif- stofu- og þjónustubyggingar og 342 íbúðir. Mikið land er innan svæðisins sem Þróunarfélagið telur að sé hægt að nýta betur. Varnarliðssvæðið í brennidepli ATLI GÍSLASON Atli hefur gagnrýnt sölu á eignum á gamla varnarliðssvæðinu á Miðnesheiði. HÁSKÓLANEMAR Sigurvin Ólafsson og Elsa Eðvarðsdóttir, nemendur í frum- greinadeild Keilis sem er með starfsemi á gamla varnarliðssvæðinu, sjást hér að störfum. Stefnt er að stórfelldri upp- byggingu háskólasamfélags á svæðinu en hún er þegar nokkuð langt komin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VARNARLIÐSSVÆÐIÐ Tómlegt var um að litast á varnarliðssvæðinu eftir að bandarískir hermenn fóru þaðan. Uppbygging ýmiss konar starfsemi er komin vel á veg en aðferðafræðin við sölu á eignum á svæðinu hefur verið umdeild. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt hana en stjórnarliðar, einkum sjálfstæðismenn, hafa varið hana og sagt allt með felldu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁLNAVÖRUBÚÐIN HVERAGERÐI Jólasveinninn í Hveragerði Heitt Kakó og glaðningur fyrir börnin Frá 14-16 á morgun ÁLNAVÖRUBÚÐIN BREIÐAMÖRK 2 HVERAGERÐI SÍMI 4834517 OPIÐ ALLA DAGA NEMA ÞRIÐJUDAGA FRÁ KL 13-18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.