Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 32

Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 32
32 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 266 6.542 -1,00% Velta: 11.685 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,08 +0,80% ... Bakkavör 59,60 +0,17% ... Eimskipafélagið 36,55 +0,00% ... Exista 22,90 - 1,72% ... FL Group 15,45 +0,00% ... Glitnir 22,80 -1,94% ... Icelandair 26,75 -2,19% ... Kaupþing 889,00 -1,22% ... Landsbankinn 37,00 +0,14% ... Straumur-Burðarás 15,30 -2,24% ... Össur 99,00 +0,00% ... Teymi 5,98 +0,00% MESTA HÆKKUN ATORKA 0,80% BAKKAVÖR 0,17% LANDSBANKINN 0,14% MESTA LÆKKUN EIK BANKI 2,80% STRAUMUR-BURÐA. 2,24% ICELANDAIR 2,19% „Bankarnir spila þarna stóra rullu. Þeir hafa dregið verulega úr lán- veitingum til kaupa á aflaheimild- um,“ segir Þórir Matthíasson, for- stöðumaður sjávarútvegssviðs Viðskiptahússins. Hann segir lítil sem engin viðskipti hafa verið með kvóta frá því að tilkynnt var um verulegan niðurskurð aflaheimilda í sumar. Friðbjörn Ásbjörnsson, hjá Fiskmarkaði Íslands tekur undir þetta. „Menn eiga erfitt með að fjármagna kvótakaup.“ „Við höfum heyrt í mönnum sem hafa orðið varir við meiri tregðu hjá bönkunum en áður,“ segir Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda. „Það er samt fyrst og fremst niður- skurðurinn í þorskinum sem skýrir þetta,“ segir Arthur. Menn myndu til dæmis ekki vilja selja 100 tonn núna sem kannski yrðu 150 tonn þegar kvótinn verður aukinn. Viðskipti með aflaheimildir voru nokkur framan af árinu en nú hafa þau alveg dottið niður í varanleg- um heimildum og lítil viðskipti eru með leigukvóta. „Það hefur engin verðmyndun átt sér stað,“ segir Þórir. Friðbjörn nefnir að í króka- kerfinu gæti óveitt kíló af þorski farið á um 3.500 krónur en í stærra kerfinu kosti það á bilinu 3.800 til 4.000 krónur. „Verð á aflaheimildum er of hátt um þessar mundir, miðað við vænt- an afrakstur,“ segir Magnús Karls- son, viðskiptastjóri á fyrirtækja- sviði Landsbankans. Hann bendir á að almennt haldi bankar að sér höndum í útlánum, vegna lausa- fjárskorts á heimsvísu. „Það á við lán til kvótakaupa eins og annað.“ Hver og ein beiðni sé tekin fyrir. „Við höfum raunar ekki fengið margar beiðnir upp á síðkastið, svo við erum þannig séð ekki að neita mörgum um lán,“ segir Magnús. Magnús Arnar Arngrímsson, framkvæmdastjóri fyrirtækja- sviðs Glitnis, tekur í sama streng. Beiðnir séu fáar. Hver og ein sé hins vegar tekin fyrir og greiðslu- hæfið kannað. ingimar@frettabladid.is Kvótaviðskipti sjaldan minni Lítil sem engin viðskipti hafa verið með fiskveiðikvóta á síðari hluta ársins. Aflaheimildir hafa verið skornar niður og bankar halda að sér höndum í lánveitingum. SÁ GULI Þorskur selst ekki óveiddur um þessar mundir. Skýringin er rakin til niður- skurðar á aflaheimildum og þess að bankar halda að sér höndum í lánveitingum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Adam Applegarth, forstjóri breska bankans Northern Rock, lét af störfum í gær, tveimur mánuðum fyrr en hann ætlaði sér. Á sama tíma greindi bankinn frá því að hann hefði tapað 281 milljón punda, jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna, á ýmsum lána- vöndlum sem hafa fallið mjög í verði. Stjórn bankans útilokar ekki frekara tap. Andy Kuipers, yfirmaður sölu- og markaðsmála, hefur tekið við starfi hans. Nokkrir sterkir fjárfestar hafa gert tilboð í hlutabréf bankans og hafði einn þeirra, breska félagið Olivant, þrýst á um að bankinn gerði hreint fyrir sínum dyrum fyrir jól ellegar draga tilboðið til baka. Northern Rock hefur fengið 25 milljarða punda, jafnvirði 3.100 milljarða íslenskra króna, í neyð- arlán hjá Englandsbanka, seðla- banka Bretlands, til að tryggja sig gegn lausafjárþurrð. Heldur blés í lántökuna þegar stjórnendur bankans greindu frá því í haust að þeir hefðu tryggt sér lánavilyrði í september. Það olli taugatitringi í röðum sparifjáreigenda sem fóru í þúsundatali í bankann og tóku út fé sitt. Gengi bankans hefur hríðfallið síðan þá og fór um tíma í gær í 94 pens á hlut. - jab SPARIFÉÐ TEKIÐ ÚT Forstjóri Northern Rock hefur tekið pokann sinn eftir mikið tap hjá bankanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Forstjórinn farinn „Það er ljóst að hagvöxtur er tölu- vert meiri en menn höfðu reiknað með,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá greiningu Glitn- is. Hagvöxtur mældist 4,3 prósent á þriðja ársfjórðungi. Þar af 2,6 prósent á fyrstu níu mánuðum árs- ins. Að baki liggur talsverð aukn- ing í einkaneyslu, ötulum bíla- kaupum landsmanna og utanlandsferðum í sumar. Þá var reiknað með allt að tuttugu prósenta samdrætti í fjár- festingum eftir mikinn vöxt í fyrra. Raunin varð hins vegar sex prósentum minni. Jón segir nokkur atriði búa þar að baki, svo sem mikla fjárfestingu atvinnu- veganna. „Ég hef verið með til- gátu um að hluti af þessu sé vegna dráttar á verklokum Kárahnjúka- virkjunar. Það er ekki ókeypis enda þýðir það að heildarfjárfest- ing í mannvirkjum verður umfram áætlanir,“ segir hann. Greining Glitnis hafði spáð óbreyttu stýrivaxtastigi á næsta vaxtaákvörðunarfundi Seðlabank- ans í næstu viku. Jón segir bankann ekki hafa breytt spá sinni en bætir við að hagtölurnar nú auki líkurnar á því að vextir hækki. „Við erum að skoða spána,“ segir hann. - jab FRAMKVÆMDIR Sérfræðingur hjá grein- ingu Glitnis segir fjárfestingu atvinnu- veganna hafa dregist minna saman en spáð var á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hærri stýrivöxtum spáð Tvær breskar fjölskyldur, sem samtals eiga tæp 27 prósent í Moss Bros, þykja líklegar til að vera andvígar hugsanlegu yfir- tökutilboði Baugs í félagið. Baugur á tæp 29 prósent í félag- inu gegnum eignarhaldsfélagið Unity Investments. Verðmiðinn á herrafataversl- uninni hefur lækkað hratt á árinu samhliða sölusamdrætti. Greinendur reikna með að rekstrarhagnaður ársins dragist saman um fjórðung á milli ára. Financial Times segir verð- miðann á herrafataversluninni lágan um þessar mundir og fjöl- skyldurnar telji hann ekki end- urspegla raunverulegt verðmæti félagsins. Þær eru sagðar þrýsta á Keith Hamill, stjórnarformann Moss Bros, að standa sem fastast gegn yfirtökutilburðum Baugs. - jab Fjölskyldur á móti yfirtöku MARKAÐSPUNKTAR Neyslugleði landsmanna virðist í fullum gangi ef marka má greiðslu- kortaveltu í nóvember. Heildarvelta greiðslukorta nam um 79 milljörðum króna í mánuðinum. Þetta er 7,3 pró- senta aukning frá sama tíma í fyrra, samkvæmt greiningardeild Glitnis. Gengi hlutabréfavísitalna lækkaði nokkuð víða um heim í gær þrátt fyrir aðgerðir fimm seðlabanka til að létta á lausafjárkrísunni. Greiningardeild Landsbankans segir þær svartsýnis- raddir heyrast að aðgerðirnar hafi verið viðbrögð við verri lausafjárstöðu bankanna en vitað var um. Atvinnuleysi í Bretlandi mældist 2,5 prósent í síðasta mánuði. Það hefur ekki verið með minna móti síðan árið 1975, samkvæmt greiningu Kaup- þings. GJAFABRÉF – TILVALIN JÓLAGJÖF MÁLMUR STEINN TRÉ ÍHLUTIR SILFUR KVEIKING NÁMSKEIÐ SÖGUN BORUN SLÍPUN ÚTSKURÐUR VÉLAR RENNIBEKKIR SKRÚFUR KLUKKUR FESTINGAR Handverkshúsið Bolholti 4, 105 Rvk. Sími: 555 1212 Vefverslun: handverkshusid.is Námskeið - vélar - verkfæri - bækur Jó la ti lb oð á ha nd ve rk sh ús ið .is (áður Hjá Gylfa, Hafnarfirði) Hringdu og við sendum Tilboð Opið lau - sun 10 –16 • opið 17. – 23. desember 10 – 21 Silfurleirssett 4.950 kr. 20% afsl Steinatromla 8.500 kr. 15% afsl Útskurðarsett 11.750 kr. 15% afsl Smáfræsari 6.950 kr. 20% afsl Færeyingar í mínus Gengi bréfa í Föroyabanka féll um 2,14 prósent í Kauphöll Íslands í gær og fór í 183 dansk- ar krónur á hlut. Þetta er sex krónum undir útboðsgengi með bréfin áður en viðskipti hófust með þau 21. júní síðastliðinn. Gengið fór um tíma í 178,5 krónur á hlut í gær og hafði aldrei verið lægra. Gengi bréfanna stóð í 240 krónum á fyrsta viðskiptadegi og hækkaði um tæp 30 prósent innan dags. Hæst fór það hins vegar í 260 krónur á hlut 3. ágúst síðastliðinn. Í kjölfarið tók það að lækka samhliða óróleika á alþjóð- legum fjármálamörkuðum. Miðað við lokagengið í gær hefur gengi bréfa í Föroya banka lækkað um 3,1 prósent frá útboði en um tæp 30 prósent frá því það stóð í hæstu hæðum. Einn stendur upp úr Sami krankleiki plagar hin færeysku félögin sem skráðu sig hér á markað á árinu, bæði Eik Banki og Atlantic Airways, sem skráð var fyrir helgi, eru komin undir fyrsta við- skiptagengi. Gengi fyrsta fær- eyska félagsins í Kauphöllina hér sker sig hins vegar nokkuð úr. Atlantic Petroleum er enn með hækkun upp á tæp 228 prósent það sem af er ári, þótt félagið hafi lækkað um rúmt hálft prósent í gær. Þó er Atlantic Petroleum líklega eina félagið sem aldrei hefur skilað hagnaði, þótt töluverð- ar væntingar séu gerðar til olíuvinnslu framtíðar. Peningaskápurinn...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.