Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 34
34 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR Svissneski bankinn UBS mælir í nýrri greiningu með kaupum á Kaupþings- bréfum en sölu á bréfum Glitnis. Þetta er fyrsta greining UBS á bönkunum. Í nýlegri greiningu mælir sviss- neski bankinn UBS með kaupum á hlutabréfum Kaupþings en með sölu á bréfum Glitnis. Markgengi á bréf Kaupþings er sagt 960 krón- ur á hlut og þau sögð henta fjár- festum sem viljugri séu til að taka smááhættu, en 20 krónur á bréf Glitnis. Greiningin er sú fyrsta sem Glitnir fær frá erlendum banka og um leið fyrstar greining UBS á bæði Glitni og Kaupþingi. Þá kemur fram að bankinn ætli sér einnig að greina Landsbank- ann, en geti það ekki að þessu sinni vegna ráðgjafarhlutverks UBS við Close Brothers. Greining UBS þykir bera þess nokkur merki að sérfræðingur bankans sé enn að setja sig inn í aðstæður íslensku bankanna. Þannig er hann mjög jákvæður í garð Kaupþings, en um leið frem- ur svartsýnn fyrir hönd Glitnis. Þar á bæ er hins vegar afstaðan sú að mjög jákvætt sé fyrir bankann að fá greiningu erlends banka, þótt í henni sé gert ráð fyrir litlum vexti hagnaðar bankans á næstu árum og ekki litið til vaxtartæki- færa sem bíði bankans, til dæmis í orkuiðnaði og sjávarútvegi. „Þó verðið sé nokkuð undir því sem innlendir aðilar hafa sett fram á Glitni þá erum ánægð með þann áhuga sem bankanum er sýndur og við hlökkum til að halda áfram að vinna með þessum greinanda og kynna betur stefnu og sýn bankans,“ segir Vala Pálsdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla Glitnis. Í greiningu UBS er einnig litið til íslenska bankakerfisins í heild og það sagt einstakt í heiminum. Þannig hafi á norrænum banka- markaði verið ráðandi miðlungs- stórir viðskipta- og fjárfestinga- bankar sem tilhneigingu hafi til að forðast áhættu í útlánum. Íslensku bankarnir eru sagðir víkja frá þessari uppbyggingu í því að hafa komið sér upp víðtækara við- skiptaneti yfir Evrópu þar sem stór hluti hagnaðar komi frá fjár- festingabankastarfsemi og úr við- skiptum með hlutabréf. Hagnaður íslensku bankanna eigi nú að stór- um hluta uppruna sinn í Bretlandi, Írlandi og Hollandi. Hermann M. Þórisson, sérfræð- ingur greiningardeildar Lands- bankans, segir liggja í hlutarins eðli að uppbygging íslensku bank- anna þurfi að vera önnur. „Heima- markaður bankanna hér er nátt- úrulega miklu minni og því eðlilegt að þeir leiti út á við til vaxtar,“ segir hann. Þá sé rétt að gengis- hagnaður hafi skipað stærri sess í rekstri bankanna hér en almennt gerist í norrænum bönkum, enda hafi þeir verið tilbúnir til að fjár- festa meira í hlutabréfum. „Svo hafa íslensku bankarnir líka í meira mæli tekið þátt í verkefnum með sínum viðskiptavinum og er það náttúrulega bæði gert til að auka arðsemi bankans og styðja við viðskiptavininn.“ olikr@frettabladid.is Bankakerfið hér einstakt VIÐ HÖFUÐSTÖÐVAR UBS Í ZÜRICH Í SVISS Risabankinn UBS hefur tekið að greina íslensku viðskiptabankana. Í síðustu viku sendi bankinn frá sér sitt fyrsta mat á verðþróun bréfa Kaupþings og Glitnis. Landsbankinn bætist síðar í hópinn. MARKAÐURINN/AFP Don McCarthy, stjórnarmaður í Baugi, hefur tekið við stjórnarfor- mennsku í Aurum Holdings, dóttur- félagi Baugs í Bretlandi sem held- ur utan um eignahluti í skartgripakeðjunum Goldsmiths, Watches of Switzerland og Mappin & Webb. Hann tekur við stólnum af Jurek Piasecki, stofnanda og fyrrum forstjóra Goldsmiths. Í tilkynningu frá Baugi kemur fram að McCarthy búi yfir rúm- lega þrjátíu ára reynslu í smásölu- geiranum en hann átti hlut að stofnun Shoe Studio, sem nú heyr- ir undir Mosaic Fashions. Breska dagblaðið Financial Times segir ósætti hafa komið upp á milli stjórnar Goldsmiths og Piasecki með þeim afleiðingum að hann tók poka sinn. Hann mun þó enn vera ráðgjafi hjá félaginu. McCarthy er jafnframt stjórnar- formaður House of Fraser og stjórnarmaður í Moss Bros, sem Baugur á tæpan 29 prósenta hlut í í gegnum Unity Investments ásamt FL Group og breska fjár- festinum Kevin Stanford. Þá situr hann sömuleiðis í stjórn verslana Magasin du Nord og Illum í Dan- mörku. - jab STJÓRNARMAÐURINN Don McCarthy, stjórnarformaður Aurum Holdings. Hann situr í stjórnum Baugs og nokkurra verslanakeðja félagsins. McCarthy í fleiri stjórnir hjá Baugi Kaupþing hefur selt fjórðungshlut í breska fyrirtækinu New Britain Palm Oil. Félagið verður skráð á aðallista kauphallarinnar í Lund- únum hinn 17. þessa mánaðar. Þetta er fyrsta frumútboðið sem Kaupþing í Bretlandi sér um á aðallistann. Fram kemur í tilkynningu frá Kaupþingi að mikil eftirspurn hafi verið eftir bréfum í félaginu, bæði frá fagfjárfestum á Bretlandseyj- um og einnig héðan frá landi. Umframeftirspurn hafi verið veruleg. Hlutir fyrir 90 milljónir punda, eða sem nemur rúmum ellefu milljörðum krón, hafi verið seldir. Verð á hlut hafi verið 2,5 pund. Markaðsverðmæti félagsins nemi 360 milljónum punda. - ikh Mikil áhugi á fjórðungseign UMFRAMEFTIRSPURN EFTIR HLUTA- BRÉFUM Í NEW BRITAIN PALM OIL Frá einni pálmaekru félagsins í Papúa Nýju Gíenu. Rétt tæp tíu prósent fengust greidd af lýstum kröfum upp á tæplega 172,5 milljónir króna í þrotabú Sindrabergs á Ísafirði. Búið var tekið til gjaldþrota- skipta 23. ágúst 2005, en skiptum lauk í nóvem- berlok síðastliðin. Sindraberg var nýsköpunar- fyrirtæki, stofn- að árið 1999 um framleiðslu á frosnum sushi-réttum. Afurðir voru markaðssettar í Bretlandi og Þýskalandi en róðurinn reyndist erfiður. Veðkröfur í búið námu tæplega 133,7 milljónum, en þar af greidd- ust 15,6 milljónir, eða rúm 16 pró- sent. Upp í samþykktar forgangs- kröfur að upphæð tæplega 20,6 milljónir króna fengust tæplega 1,6 milljónir króna, 11,23 prósent krafna. Aðrar almennar kröfur í búið námu rúmum 18,2 milljónum króna. Stærstu hlut- hafar Sindra- bergs voru Ný sköp- unar- sjóður atvinnu- lífsins, Byggða- stofnun og Hvetjandi hf. fjárfestingar sjóður í eigu Ísafjarðarbæjar, Byggðastofnunar, Súðavíkur- hrepps, Lífeyrissjóðs Vestfirð- inga og Sparisjóðs Vestfirðinga. Flestir urðu starfsmenn Sindra- bergs rúmlega 30 talsins. - óká Tíund krafna greidd Skiptum lokið á sushi-verksmiðjunni Sindrabergi. Vextir á lánum Íbúðalánasjóðs hækka um 20 til 25 prósentustig. Þeir eru nú 5,75 prósent á almenn- um lánum og 5,50 prósent á lánum með ákvæði um sérstaka upp- greiðsluþóknun. Vaxtahækkunin kemur í kjölfar útboðs íbúðabréfa sjóðsins. Vextir sjóðsins voru áður 5,50 prósent af almennum lánum og 5,30 prósent af lánum með upp- greiðslugjaldi, eftir vaxtahækkun um miðjan síðasta mánuð. Vextir sjóðsins eru engu síður heldur undir því sem bankarnir bjóða um þessar mundir. Almenn jafngreiðsluíbúðalán Landsbank- ans bera nú 6,3 prósenta vexti, 6,35 prósent hjá Glitni og 6,4 pró- sent hjá Kaupþingi. - óká Vextir Íbúðalánasjóðs hækka Stofnfjáraukning hjá Byr sparisjóði. Útboðinu lýkur föstudaginn 14. desember kl. 16.00 Nú stendur yfir aukning stofnfjár um kr. 23.726.114.700 með útboði þar sem stofnfjáreigendum er boðið að skrá sig fyrir nýju stofnfé. Nafnverð nýs stofnfjár í útboðinu er kr. 12.200.000.000 og er verð hvers stofnfjárhlutar kr. 1,94476350. Útboðslýsing er aðgengileg á vef sparisjóðsins, www.byr.is, og í útibúum sparisjóðsins. Áskriftartímabilinu lýkur föstudaginn 14. desember 2007 kl. 16.00. Stofnfjáreigendur eiga kost á að skrá sig rafrænt fyrir nýju stofnfé, á vef spari- sjóðsins undir slóðinni www.byr.is. Stofnfjáreigendum gefst einnig kostur á að skrá sig fyrir nýju stofnfé með því að fylla út áskriftarblað og skila því undirrituðu í útibú Byrs áður en áskriftartímabilinu lýkur, kl. 16.00 föstudaginn 14. desember 2007. Áskriftir sem sendar verða til Byrs í pósti verða ekki teknar gildar í útboðinu. Ef stofnfjáreigandi nýtir að engu leyti rétt sinn til kaupa á nýju stofnfé í útboðinu mun eignarhlutur hans í sparisjóðnum þynnast um 86,20% að því gefnu að allt stofnfé sem boðið er til sölu í útboðinu seljist. Eindagi áskrifta er 21. desember 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.