Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2007, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 14.12.2007, Qupperneq 36
36 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR taekni@frettabladid.is Vefurinn: Video Game Chartz Fylgstu með hvernig uppáhaldsleikjatölvan þín er að seljast. Notaðu tölurnar í næsta rifrildi við vin þinn um hvaða tölva sé best. www.vgchartz.com Ruslpóstur á netinu er alls staðar. Sam- kvæmt niðurstöðum árlegrar rannsókn- ar tölvuöryggisfyrirtækisins Barracuda Networks var ruslpóstur 95 prósent allra tölvupóstssendinga á þessu ári. Í fyrra var hlutfallið 90 prósent. Árið 2001 var það fimm prósent. Í rannsókninni var rúmlega milljarður tölvupósta skoðaður, sem sendur var til yfir fimmtíu þúsund manns um allan heim. Helmingur þátttakenda fékk fimm eða færri ruslpósta á degi hverjum, 65 prósent fengu tíu eða færri og þrettán prósent þurftu oftar en fimmtíu sinnum að sjá óvelkominn ruslpóst í innboxinu sínu á dag. Auk greiningar á magni ruslpósts á netinu var hugur þátttakenda til ýmiss konar aug- lýsinga- og söluaðferða kannaður. Meira en helmingi þeirra þótti langverst að fá ruslpóst á netinu, tæpum þriðjungi þótti verst að fá ruslpóst í gegn- um bréfalúguna og 13 prósent fannst símasala verst. Tilraunir til þess að koma böndum á rusl- póstinn hafa greinilega engan árangur borið. CAN-SPAM lögin, sem tóku gildi í Banda- ríkjunum árið 2004, kveða á um refsingar fyrir að senda mikið magn óumbeðins tölvupósts en hafa lítil áhrif haft. Þegar lögin tóku gildi var hlutfall ruslpósts á netinu um 70 prósent, en er 95 prósent nú. Baráttan við þá sem ónáða milljónir manns með ruslpósti á netinu verður síst auðveldari með hverju árinu því þeir eru fljótir að tileinka sér nýjar og betri aðferðir til að komast í gegnum síur notenda og inn í póst- hólfið þeirra. Samkvæmt rannsókn Barracuda bar helst á aukinni notkun viðhengja, eins og PDF-skjala, í ruslpóst- um þessa árs. Sendendur ruslpósts eru þar að auki farnir að líkja eftir markaðsað- ferðum verslana, og sníða hann eftir árstíð- um og hátíðum. Fyrir jólin fjölgar bréfum sem ýta undir kaupæði neytenda og eftir áramót mega lesendur eiga von á auglýsing- um fyrir grenningarvörur og kort í ræktina. SKÝRING: ÓVELKOMIN AUGLÝSINGASKILABOÐ Í TÖLVUPÓSTI Ruslpóstur aldrei hærra hlutfall tölvupósts Orð ársins: w00t Orðabókin Merriam-Webster hefur valið „w00t“ orð ársins. Orðið er notað af tölvuleikjaspilurum til að tjá ánægju eða hrósa sigri. Sam- kvæmt John Morse, framkvæmda- stjóra Merriam-Webster, var orðið valið vegna þess að það sameinar nýja tækni og duttlunga. Fullhlaðið á fimm mínútum Japanska tæknifyrir- tækið Toshiba hefur þróað nýja rafhlöðu sem nær níutíu prósenta hleðslu á fimm mínútum. Rafhlaðan, sem fer í sölu í mars á næsta ári, er fyrst og fremst ætluð í lyftara og tól til bygging- arvinnu. Til stendur að nota það í tvinn- og rafmagnsbíla í framtíðinni. Vilja grænni leikjatölvur Greenpeace hefur beðið helstu leikjatölvuframleiðendur heimsins, Sony, Microsoft og Nintendo, að gera leikjatölvur sínar umhverfis- vænni. Fyrirtækin hafi ekki staðið sig í að draga úr notkun eiturefna í vörum sínum. Í sjónvarpsauglýsingu, sem er hluti af herferð Greenpeace, berjast þrjár vinsælar tölvuleikjaper- sónur; Master Chief úr Halo-leikjun- um, Mario úr samnefndum leikjum og Kratos úr God of War-leikjunum, um umhverfisvæna leikjatölvu. Halo 3 hreinasta alsæla Tímaritið Time hefur valið tíu bestu tölvuleiki þessa árs, og varð skotleik- urinn Halo 3 fyrir Xbox 360 í fyrsta sæti. Í lýsingu er hann sagður „hinn fullkomni fyrstu persónu skotleikur, hrein og ómenguð alsæla“. Í öðru sæti varð Half-Life 2: The Orange Box, tónlistarleikurinn Rock Band varð í þriðja sæti og Super Mario Galaxy lenti í fjórða sætinu. Hafísinn á norðurheim- skautinu bráðnar hraðar en vísindamenn höfðu gert ráð fyrir. Áður en árið 2013 gengur í garð verður ísinn gjörsamlega horfinn á sumrin, segir í nýrri rann- sókn. Norðurpóllinn verður orðið íslaus á sumrin innan fimm ára, samkvæmt niðurstöðum rannsókna banda- rískra vísindamanna sem kynntar voru í fyrradag. Á ráðstefnu sam- taka jarðeðlisfræðinga sagði Wies- law Maslowski, prófessor sem fór fyrir rannsóknarhópnum, að hraði hafíssbráðnunar hefði verið stór- lega vanmetinn í fyrri spám. Í sumar var hafísinn í Norður- Íshafinu minni en mælst hefur áður, eða 4,13 milljónir ferkíló- metra. Þetta lágmark sem og hið fyrra sem náðist árið 2005 voru þó ekki tekin með í rannsókninni. Í henni voru notuð gögn um Norður- Íshafið frá 1979 til 2004. Í viðtali við fréttastofu BBC sagði Maslow- ski að í ljósi þess mætti segja að spá þeirra um bráðnun hafíssins fyrir árið 2013 sé jafnvel of var- færin. Rannsóknarhópurinn er meðal annars skipaður starfsmönnum bandarísku geimvísindastofnunar- innar, NASA, og pólsku vísindaaka- demíunnar. Hann er þekktur fyrir að birta oft nákvæmari spár en aðrir hópar vísindamanna, sem hafa hingað til spáð því að hafísinn hverfi á sumrin á árunum 2040 til 2100. Maslowski sagði þessar rann- sóknir vanmeta stórlega hvernig ísinn bráðni í raun, og þurfi að lýsa betur hvernig heitt vatn færist úr Kyrra- og Atlantshafi yfir í Norður- skautsvatnasvæðið. Trausti Valsson skipulagsfræðing- ur, sem skrifaði bókina „How the World will Change — with Global Warming“ segir útilokað að segja nákvæmlega fyrir um hvaða áhrif þessi bráðnun heimskautaíssins hafi á okkur. Þó megi búast við að sigl- ingaleiðir opnist sem hafa verið lok- aðar hingað til og hitastigið á Íslandi hækki meira en sunnar á hnettinum vegna bráðnunar íssins. Ekki sé langt í að svipað loftslag verði á Íslandi og er nú á Bretlandseyjum. „Eftir því sem tímamörkin færast nær og nær verður þetta raunveru- legra; áður var bráðnun hafíssins í blámóðu fjarskans,“ segir hann. „Þegar ísinn hverfur fara straumar að breytast þannig að hlýir straumar eiga betra aðgengi á ákveðin svæði, en köldu straumarnir halda sínu striki.“ salvar@frettabladid.is Hafísinn brátt horfinn úr norðurheimskautinu Vísindamenn við Harvard- háskólann í Bandaríkjunum hafa leyst ráðgátuna um það hvers vegna ófrískar konur detta ekki fram fyrir sig. Hryggur þeirra er öðruvísi uppbyggður en hryggur karla, sem gerir þeim kleift að laga stellingu sína eftir þyngd fóstursins. Þetta kemur fram á vef tímaritsins New Scientist. Þetta vandamál er þekkt meðal tvífætlinga í dýraríkinu, eins og til dæmis hjá simpönsum, þar sem þyngdarpunktur móðurinnar færist fram og gerir henni erfiðara að halda jafnvægi. Hryggur kvenna er hins vegar búinn undir þessar aðstæður. - sþs Gömul ráðgáta leyst: Konur með betri hrygg en karlar Þó að afritun á tölvuleikjum í gegnum netið sé langvinsælasta leiðin til að nálgast leiki án þess að borga fyrir þá eru enn til þeir sem reiða sig á gamal- reyndar aðferðir til þess. Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts (EA) fékk að kenna á því þegar vopnaðir ræningjar stöðvuðu sendibíl á vegum fyrirtækisins á hrað- braut í Kaliforníu og hirtu þúsund eintök af tónlistarleiknum Rock Band. Í leiknum eru spilarar í hlutverki rokkstjarna í hljómsveit, og sjá um gítarspil, trommuleik eða söng. Talsmaður EA sagðist vona að ræningjarnir stofnuðu rokkhljómsveit í fangels- inu þegar þeir næðust. - sþs Óþreyjufullir leikjaaðdáendur: Rændu þúsund tölvuleikjum ÍSBRJÓTUR Norðurskautið verður hulið ís á veturna um ókomin ár, en miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar hverfur ísinn á sumrin fyrir árið 2013. N O R D IC PH O TO S/ A FPTÆKNIHEIMURINN ÞÚ ÁTT BÍLSKÚR Í BÆNUM Bílastæðasjóður Aðeins 80 kr. fyrsti klukkutíminn, síðan 50 kr. eftir það hver klukkutími. P IP A R • S ÍA • 7 2 5 2 6 Vitatorg Kolaportið Bergstaðir Ráðhús Reykjavíkur Vesturgata 7 Traðarkot Frítt í bílastæðahúsin á laugardögum! Njóttu þess að koma í hlýjan bílinn í bílastæðahúsum borgarinnar. Bílastæðahúsin á Laugavegi og Hverfisgötu eru opin 2 klst. lengur en verslanir í desember. Frá 14. til 23. desember er opið til miðnættis og til kl. 13 á aðfangadag. Stjörnuport NÝTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.