Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 38

Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 38
38 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS UMRÆÐAN Trúmál Á baksíðu Fbl. í gær 12. desember skrifar Þóhildur Elín Elínardóttir Bak- þankagrein. Þar fer hún fögrum orðum um það hvernig menntakerfið bjargaði því að hún lærði biblíusögur því annars hefði hún bara eytt tíma sínum í lestur Línu Langsokks og fengið lægri meðal- einkunn þar sem Biblíusögur voru léttar og hífðu hana upp. Allt voðalega krúttlegt og skondið. Þá færir hún einnig alvarlegri rök fyrir nauðsyn þess að kenna biblíusögur, en af hverju telur hún þörf á því? Punkturinn með grein hennar er að mótmæla einhverju banni við kennslu í krist- infræði sem hún telur að trúlaust fólk sé að fara fram á. Orðrétt skrifaði hún: „Hugmyndir um að banna biblíusögur í barnaskólum vegna þess að vantrúarhitinn ber fáeina einstaklinga ofurliði, er eins og að vilja banna kjötbollur í mötu- neytinu vegna þess að Gudda í bókhaldinu er grænmetisæta.“ Alveg mergjað og mikil fyndni á kostnað trúlausra, en gallinn er sá að það er enginn talsmaður þeirra að fara fram á að banna biblíusögur. Enginn! Ég get ekki svarað fyrir alla trúlausa ein- staklinga, en trúleysisfélagið Vantrú og húmanistafélagið Siðmennt hafa ekki neitt slíkt á dagskrá sinni. Ég er stjórnarmaður í Siðmennt og undanfarnar vikur höfum við með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn reynt að leiðrétta þessar rangfærslur í öllum helstu fjölmiðlum landsins, m.a. með heil- síðuauglýsingu í þessu blaði föstud. 7. desember bls. 25. Það er því með ólíkindum að Þórhildur Elín sé að sóa fyndni sinni á misskilið mál. Ég vona að ég sjái ekki svona rangfærslur aftur í Fréttablað- inu eða annars staðar. Höfundur er læknir og húmanisti. Áfram rangfærslur um trúlausa SVANUR SIGURBJÖRNSSON Auðvelt er að gera lítið úr þjóðarsáttinni 1990, segja, að hún hafi aðeins verið tíma- bundin verðstöðvun á vinnu- markaði, enda hjaðni verðbólga aðeins við peningalegt aðhald, þegar til langs tíma er litið. Þjóðarsáttin 1990 markaði þó tímamót. Aðilar vinnumarkaðar- ins ákváðu að hætta að semja um óraunhæfar krónutöluhækkanir kaupgjalds, sem síðan var ætlast til þegjandi og hljóðalaust, væri þess þörf, að ríkið ónýtti þá með því að fella krónuna í verði, með verðbólgu. Eins og dr. Vilhjálm- ur Egilsson þreyttist ekki á að benda á, höfðu laun áratugina á undan hækkað um 1.000% að krónutölu, en sáralítið í kaup- mætti. Þjóðarsáttin 1990 hefði að vísu sennilega rofnað, ef fylgt hefði verið óbreyttri stjórnarstefnu, almannafé ausið í óarðbærar fjárfestingar og ríkissjóður rekinn með halla. En sem betur fer var stjórnarstefnunni breytt 1991, horfið frá opinberum styrkjum við vonlaus verkefni, tekið upp aðhald í peningamál- um og ríkisfjármálum, skattar lækkaðir og ríkisfyrirtæki seld. Vegna blómlegs atvinnulífs hafa laun hækkað um 50-70% í kaupmætti. Ekkert atvinnuleysi er heldur á Íslandi ólíkt mörgum grannríkjanna. En nú eru blikur á lofti, lausafjárskortur, ókyrrð á mörkuðum og verðfall á hlutabréfum. Skattleysismörk og tekjuskattur Við slíkar aðstæður hljóta stjórnmálamenn jafnt og forystumenn á vinnumarkaði að velta því fyrir sér í mikilli alvöru, hvernig Íslendingar geti áfram notið bestu lífskjara í heimi. Sá stórkostlegi árangur var ekki fyrirhafnarlaus, og hann heldur ekki áfram af sjálfu sér. Hvernig eiga vinnuveitend- ur að greiða hærra kaup? Hvernig batna kjör launþega án búsifja fyrir atvinnulífið? Hvernig verða tekjur tekju- lægstu hópanna hækkaðar? Svarið er einfalt. Vinnuveitend- ur geta greitt hærra kaup, ef tekjuskattar á fyrirtæki eru lækkaðir. Launþegar geta sætt sig við hóflegri kauphækkanir, ef tekjuskattar á einstaklinga eru lækkaðir. Tekjur tekju- lægstu hópanna geta hækkað, ef bætur til þeirra eru hækkaðar, en bætur til tekjuhærri hópa um leið lækkaðar. Sumir vilja bæta kjör lág- launafólks með því að hækka skattleysismörk verulega. Telja þeir það jafngilda skattalækk- un. Sú aðgerð er ómarkviss, enda eru skattleysismörk hærri á Íslandi en í flestum öðrum löndum og litlu lægri miðað við vísitölu neysluverðs en 1988, þegar þau urðu hæst. Til þess að koma skattleysismörkum í hið sama og þá þyrftu þau aðeins að hækka í röskar 100 þúsund krónur á mánuði eða um 10 þúsund. Kosturinn við að lækka tekjuskatt á fyrirtæki og einstaklinga er hins vegar, að verðmætasköpun stóreykst þá, svo að ekki dregur eins úr skatttekjum ríkisins og ætla má við fyrstu sýn. Hækkun skatt- leysismarka hefur ekki sömu góðu hliðaráhrif. Ríkið tapar með henni miklu fé, auk þess sem skattgreiðslur allra lækka, ekki aðeins láglaunafólks. Hóflegar launahækkanir Hitt er skynsamlegra, að hækka barnabætur og elli- og örorkulíf- eyri til þeirra, sem þurfa á slíkri aðstoð að halda, en minnka að sama skapi aðstoð við þá, sem komast vel af sjálfir. Þetta er auðvitað gert nú þegar að nokkru marki með tekjutengingu bóta, sem er skynsamleg og sanngjörn og ætti einmitt að vera verka- lýðshreyfingunni kappsmál: Hátekjufólk á ekki að þiggja neinar bætur, hvorki barnabætur né ellilífeyri frá hinu opinbera (enda hafi það aðrar tekjur, svo sem atvinnu- eða eignatekjur eða lífeyri úr venjulegum lífeyris- sjóðum). Hins vegar mætti auðvitað hækka það mark, sem bætur taka að skerðast við, svo að það borgi sig betur fyrir láglaunafólk að sækjast eftir hærri launum. Ein meginástæðan til þess, að frændum okkar, Írum, hefur vegnað vel síðustu áratugi, er, að þeir gerðu þjóðarsátt, sem fól í sér hóflegar launahækkanir og langtímasamninga á vinnumark- aði gegn því, að ríkið lækkaði skatta jafnt á fyrirtæki og einstaklinga. Til dæmis er tekjuskattur á fyrirtæki 12,5% á Írlandi, en 18% hér. Skattalækk- anir síðustu sextán ára á Íslandi skiluðu ótrúlegum árangri í aukinni verðmætasköpun. Ef til vill er ekki að búast við jafngóð- um árangri með áframhaldandi skattalækkunum, en þær myndu hins vegar afstýra yfirvofandi samdrætti í atvinnulífi og greiða fyrir sátt á vinnumarkaði. Ráðstöfunartekjur venjulegra launþega myndu snarbatna, ef tekjuskattur á þá myndi lækka um 5-6%, eins og eðlilegt væri. Þess vegna er ný þjóðarsátt nauðsynleg: Almennar skatta- lækkanir á fyrirtæki og einstakl- inga væru öllum í hag, þegar til langs tíma er litið, líka ríkinu, þótt það bæri mestallan kostnað- inn af slíkri sátt í upphafi. Nýja þjóðarsátt HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Efnahagsmál Sumir vilja bæta kjör láglauna- fólks með því að hækka skatt- leysismörk verulega. Telja þeir það jafngilda skattalækkun. Sú aðgerð er ómarkviss, enda eru skattleysismörk hærri á Íslandi en í flestum öðrum löndum. Ekki hlustað á Davíð Þegar leikfangabúðirnar Just4kids og Toys „R“ Us voru opnaðar hneykslað- ist Davíð Oddsson seðlabankastjóri á því að fólk stæði í röðum til að komast í leikfangaverslanir. Enda er slíkt varla til hagsbóta til að standa vörð gegn verðbólgunni hinni ógur- legu. Það var greinilegt í gær, eftir að Just4kids auglýsti verulega verðlækkun á leikföng- um, að fólk heldur bara áfram að bíða í röðum til að komast inn í leik- fangaverslanir, sama þótt verðbólgan haldi áfram að aukast. Félag fundið Margir undr- uðust þegar Friðbjörn Orri Ketilsson hóf að titla sig „Formann ungs fólks í sjávarútvegi“ í greinaskrifum. Litlar upplýsingar fund- ust á vefnum um þetta félag, félaga eða stefnuskrá. Í lok nóvember var bætt úr því og heimasíða félagsins opnuð; fufs.is. Aldrei migið í saltan sjó Undrast hefur einnig verið um tengsl stjórnarmanna við sjávarútveg, en Friðbjörn Orri viðurkennir að hann hafi aldrei sjálfur migið í saltan sjó, hins vegar eigi hann ættingja sem hafi gert það. Að minnsta kosti þrír stjórnarmenn eru þó betur tengdir inn í sjávarútveginn, en einn þeirra mun vera bróður sonur Guð- mundar Kristjánssonar frá Rifi. Þá munu tveir bræður vera synir Sigurðar Einarssonar heitins sem var stórútgerðarmaður í Vestmanna- eyjum. Ekki eru færri stjórnarmenn sem eru frjálshyggjumenn og eru tengdir inn í sjávarútveginn. Í veikindaleyfi Fjárlög voru afgreidd frá Alþingi í gær og umræðu um þau bara lokið um miðjan dag, til að hægt væri að koma á umræðu um þingsköp. Fjármálaráðherra sjálfur gat þó ekki verið viðstaddur þegar fjárlögin voru afgreidd; Árni Mathiesen lá bara heima veikur, væntanlega með flensuna sem nú gengur. „HRYÐJUVERKASTRÍÐIГ HVAÐ ER AÐ GERAST Í ÍRAK OG AFGANISTAN? Munu tilraunir Vesturlanda til uppbyggingar í Afganistan skila árangri og tryggja að landið verði aldrei aftur gróðrarstía alþjóðlegra hryðjuverka? Hafa Bandaríkjamenn gert ægileg mistök með framgöngu sinni í Írak? Hvaða áhrif hefur rekstur fangabúðanna í Guantanamo á orðspor Bandaríkjanna? Hvað verður um þau hundruð þúsunda Íraka sem flúið hafa blóðbaðið í heimalandi sínu? SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is S kólakerfið hefur verið talsvert rætt undanfarnar vikur. Full ástæða er til að fagna því að umræða um þennan mikilvæga málaflokk eigi sér stað. Tilefni umræðunnar er annars vegar niðurstöður alþjóðlegu samanburðar- könnunarinnar sem kennd er við Pisa og birt var á dög- unum og hins vegar frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem menntamálaráðherra lagði fram í þinginu um svipað leyti og niðurstöður samanburðarkönnunarinnar voru kynntar. Menntakerfið er grundvöllur framtíðar þjóðarinnar, grundvöllur velferðar og þróunar. Því sætir í raun nokkurri furðu hversu sjaldan er rætt um skóla- og menntamál, til dæmis á hinu háa Alþingi. Umræða um niðurstöður alþjóðlegra samanburðarrannsókna hafa oft á sér nokkuð upphlaupskennt yfirbragð. Viðhöfð eru stór orð og íslenskir skólar gagnrýndir harðlega, líka þegar betur gengur en raunin varð nú. Vissulega er full ástæða til að gefa því gaum að íslensk ung- menni lesi sér til síðri skilnings en þau hafa áður gert og sýni minni færni í stærðfræði. Íslenskt skólafólk hlýtur að leitast við að greina ástæður þessa og vinna að úrbótum. Varast verður þó að draga of víðtækar ályktanir af könnun sem þessari og ekki síst að kveða upp áfellisdóma. Könnun eins og Pisa- könnunin mælir ekki nema brot af því starfi sem fram fer í þeim skólum sem hún nær til þannig að forðast verður alhæfingar. Bent hefur verið á að óvíða sé jafnmiklu fjármagni varið í menntakerfið og hér á Íslandi. Minna hefur farið fyrir greiningu á því í hvað þessu fé er varið. Í þessu sambandi verður að benda á óhjákvæmilega mikinn byggingarkostnað sem hlotist hefur af einsetningu skóla, sem átti sér stað á Íslandi áratugum síðar en í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Auk þess fjölgar okkur hér hraðar en annars staðar og byggðin þéttist á suðvesturhorninu á sama tíma og fólki fækkar víða annars staðar á landinu. Þetta hefur kostað mikla uppbyggingu á húsakosti á sama tíma og skólum er lokað á landsbyggðinni og byggingar sem áður hýstu börn í námi standa auðar eða eru nýttar til ann- arra hluta. Auk þess má benda á að rekstrarkostnaður er til muna hærri í fámennum skólum í dreifðari byggðum landsins en í fjöl- mennari skólum. Laun kennara á Íslandi eru hins vegar lægri hér á landi en í nær öllum þeim löndum sem við miðum okkur við. Kennarastéttin er auk þess löskuð af því að hafa í áraraðir stöðugt dregist aftur úr í launum. Þetta hlýtur að hafa bein áhrif á nám barnanna í skólunum. Yfirvöld skólamála hafa boðað lengingu kennaranáms og breyt- ingar á launakjörum kennara. Binda verður vonir við að kennara- stéttin fái nú raunverulegar kjarabætur. Að öðrum kosti er full ástæða til að vera uggandi um framtíð íslenska skólakerfisins. Umræða um skólamál í kjölfar Pisa-könnunar: Úrbótavilji í verki STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Umræða um niðurstöður alþjóðlegra samanburðarrann- sókna hafa oft á sér nokkuð upphlaupskennt yfirbragð. svanborg@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.