Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 41
FÖSTUDAGUR 14. desember 2007 3
Í hlöðnum sal Elliðavatns-
bæjarins, þar sem skáldið
og athafnamaðurinn Einar
Benediktsson fæddist 1864,
má í desember finna guðdóm-
legan jólavarning af ýmsu tagi
meðan Heiðmörkin er í jóla-
skarti og friður einn ríkir.
Það var af tilefni jólatréssölu
Skógræktarfélags Reykjavíkur,
og þeirri staðreynd að aðventan er
uppskerutími skógarmanna, að
ákveðið var að opna jólamarkað í
gamla Elliðavatnsbænum, sem
með greni og uppljómaður jóla-
ljósum tryggir jólaskap allra sem
þangað sækja. Jólamarkaðurinn
var opnaður 24. nóvember og verð-
ur opinn alla laugardaga og sunnu-
daga fram að jólum, á milli
klukkan 11 og 18.
Boðið er upp á heitt súkkulaði
og nýbakaðar vöfflur í töfrandi
húsakynnum, sem og ýmsa atburði
fyrir börn og fullorðna, og á jóla-
markaðnum er til sölu dýrindis
handverk eftir íslenska hönnuði,
handverks- og listiðnaðarfólk, en
einnig jólaskreytingar, kransar og
skreyttar greinar úr skógi Heið-
merkur sem nemar í Garðyrkju-
skóla Íslands og fleiri vinna.
Jólatré eru til sölu á hlaði bæjar-
ins, en nú um helgina og um næstu
helgi, frá klukkan 11 til 16, gefst
Íslendingum tækifæri á að höggva
sitt eigið vistvæna jólatré í Hjalla-
dal í Heiðmörk.
Hægt að fella sitt eigið tré
Íslensk jólatré eru vistvæn og ræktuð án eiturefna. Í staðinn fyrir hvert tré sem höggvið er gróðursetur félagið að minnsta kosti
tvö tré. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Litskrúðugir eyrnalokkar úr smiðju
íslenskrar hönnunar fást á jólamarkaðn-
um, sem og fleira eðalskart í úrvali.
Prinsessukökur
Holtagarðar & Smáralind & Kringlunni
Nú er Jói Fel byrjaður að undirbúa jólin.
Leggjum mikinn metnað í að vera með
ferskt og gómsætt bakkelsi á boðstólnum
fyrir viðskiptavini okkar.
A WATCH YOU CAN
COUNT ON. UP TO 1/1000
OF A SECOND.
.
.
THE NEW G-7700 WITH 1/1000-
STOP WATCH AND DUAL DISPLAY
TOUGH TESTED BY EXPERTS:
THE G-SHOCK TOUGH TEST TEAM.
TICKS JUST LIKE YOU. autumnw i n t e r ’07 g-shock.eu
Enn betra golf 3
Enn betra golf
Eftir
Arnar Má Ólafsson
landsliðsþjálfara og
Úlfar Jónsson
margfaldan
Íslandsmeistara
og golfkennara
Eftir Arnar Má Ólafsson
landsliðsþjálfara og
Úlfar Jónsson
margfaldan Íslandsmeistar
a
GOLF
ENN BETRANNBETRA
G
O
LF
Arnar M
ár Ó
lafsson og Úlfar Jónsson
11/20/07 11:46:42 PM
Jólabók golfarans!
Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is
eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson
Fæst í helstu bókabúðum og víðar!
Verð kr. 3.490,- m/vsk