Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 44

Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 44
BLS. 2 | sirkus | 14. DESEMBER 2007 Það er ekki lognmolla í kringum verð- andi hjónin, Jón Arnar Guðbrands- son og Ingibjörgu Þorvaldsdóttur, því þau eiga von á sínu öðru barni saman í maí. Fyrir eiga þau soninn Baltasar Smára sem er ársgamall en fyrir á Ingibjörg soninn Natan Smára sem er sjö ára. „Við erum mjög hamingju- söm með þetta,“ segir Jón Arnar í samtali við Sirkus en þau Ingibjörg eru í miðjum klíðum við að undirbúa brúðkaup en þau ætla að ganga í það heilaga í lok ársins. Hann segir að óléttan hafi sett smá strik í reikning- inn bæði hvað fatnað brúðarinnar varðar og líka varðandi brúðkaups- ferðina. „Við ætluðum til Miami í brúðkaupsferð en við breyttum plön- unum og förum í stað þess með börn- in til Tenerife. Við verðum bara að eiga rómantísku brúðkaupsferðina inni og fara í hana seinna,“ segir hann. Á dögunum seldu þau helminginn af Habitat til Pennans. Stefnan er að flytja Habitat í Holtagarða og vera með risastóra lífsstílsverslun með húsgögnum, gjafavöru, fatnaði og kaffihúsi. Ekki verða breytingar á stjórn Habitat því þau Jón Arnar og Ingibjörg munu halda áfram að stýra skútunni. „Með þessu erum við að styrkja innviðina, húsið í Askalind var löngu sprungið utan af starfseminni og okkur langaði að fara lengra með Habitat. Við fórum á fund með Penn- anum og út kom þessi niðurstaða,“ segir Jón Arnar og er hæstángæður með söluna. Hann segir það á stefnu- skránni að gera Habitat í anda versl- unarinnar í Lundúnum. Þegar hann er spurður hvort hann óttist ekki krepputíma segir hann það af og frá. „Ég hef trú á því að þeir bestu muni vinna,“ segir hann og brosir. martamaria@frettabladid.is MORGUNMATURINN: Þar sem ég borða alltaf ferska ávexti á morgnana finnst mér gott að fara í Magasin og skella í mig nýkreistum ávaxtasafa. Það er frábær djúsbar á jarðhæðinni. SKYNDIBITINN: Bestu pitsur norðan Alpafjalla á Itsi Bitsi Pizza á Sönder (ekki setið til borðs, maður verður að sækja þær). RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Einn af mínum uppáhalds veitinga- stöðum er Europa á Amagertorgi. Þar er allt í senn, frábær morgun- verðarstaður, æðislegur hádegis- matur (mæli sérstaklega með túnfiskssalatinu), dýrindis „bröns“. Hönnunin í frönskum stíl og því frábær stemning þar á kvöldin. LÍKAMSRÆKTIN: Hvergi geng ég eins mikið og í Kaupmannahöfn. Veðrið er yfirleitt svo milt. Það er því besta líkamsræktin. BEST VIÐ BORGINA: Í Kaupmannahöfn er mjög mikið af fallegum gömlum húsum sem Danir hafa vit á að hlúa að og viðhalda en ekki rífa eins og við gerum hér. Svo eru veitingastaðirnir orðnir margir og mjög spennandi. UPPÁHALDSVERSLUN: Sælkeramatvöruverslunin Mad og Vin í kjallaranum í Magasin. Var það þegar ég var þar í námi og er það enn! ■ Heyrst hefur Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@frettabladid.is Forsíðumynd Pjetur Sigurðsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 Ferskir ávextir eru ómissandi Vala Matt sjónvarpskona KAUPMANNAHÖFN Leikkonan ástsæla Katla Margét Þorgeirsdóttir og eiginmaður hennar, Jón Ragnar Jónsson, eiga von á sínu öðru barni en fyrir eiga þau soninn Berg 10 ára. Katla er komin tæpa fjóra mánuði á leið og væntir sín á vordögum. Katla Margrét geislar nú aldrei sem fyrr enda gengur meðgangan eins og í sögu. Það hefur verið að mikið að gera hjá henni að undanförnu en hún hefur verið að leika í Þjóðleikhúsinu og svo hefur hún verið í grínþáttunum Stelpunum frá upphafi en tökum á síðustu seríunni er nýlokið. Þess má til gamans geta að Katla Margrét er systir Herdísar Þorgeirs- dóttur prófessors í Lögfræði við Háskólann og Bifröst og hún er líka systir Sveins Andra Sveinssonar lögmanns. Ef barninu kippir í kynið verður það lögfrótt með húmor. HABITATPARIÐ INGIBJÖRG OG JÓN ARNAR GERA ÞAÐ GOTT Það er allt í fullri sveiflu í Habitat og svo er nýtt barn á leiðinni en það er von á því í maí en Ingibjörg er komin fjóra mánuði á leið. Nýtt barn á leiðinni H ildur Hafstein, stílisti og hönnuð-ur, gekk nýlega til liðs við 365 miðla til að poppa sjónvarpsstjörn- urnar upp. „Starf Hildar felst í að hafa yfirumsjón með útliti og klæðaburði sjónvarpsstjarnanna,“ upplýsir Elín Sveinsdóttir, framleiðslustjóri á Stöð 2, um ráðningu Hildar. Hingað til hefur starfsfólk stöðvarinnar séð sjálft um að kaupa sér föt og hefur fengið að ráða hvernig það er til fara en nú verð- ur breytinga þar á. Hildur er textíl- hönnuður að mennt og hefur starfað sem stílisti og bún- ingahönnuður undanfarin ár. Hún sá um að stílis- era þá sem kepptu í Idolinu, gerði búninga fyrir Hárið þegar það var sett upp í Austurbæ og svo starfaði hún á tímaritinu Birtu og Veggfóðri við gerð myndaþátta og var með tískuumfjallanir. Hildur hannaði fatnað Selmu Björns- dóttur og fylgimeyja hennar fyrir Euro- vision-keppnina árið 2005 í Kænugarði en klæðnaðurinn vakti mikla athygli og þótti óvenjulegur. Hildur þykir með eindæmum smekkleg og verður ráðn- ing hennar örugglega til þess að laða áhorfendur enn frekar að skjánum. Hún er þó ekki bara fær á fatasviðinu því hún hefur fallegan heimilisstíl eins og áhorfendur Veggfóðurs fengu að sjá þegar Vala Matt heimsótti hana á heimili hennar í Kópavogi. Helstu kostir Hildar er að hún er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir og á án efa eftir að gera sjónvarpsstjörnurnar glam- úrus og ofsasmart. Þegar Sirkus hafði samband við Hildi vildi hún lítið tjá sig um málið, enda væri verkefnið rétt að byrja og engin reynsla komin á það. Nú er bara spurning hvort fjólublái litur- inn verði allsráðandi á skjánum en hann er þemalitur 365. bergthora@frettabladid.is HILDUR HAFSTEIN STÍLISERAR SJÓN- VARPSSTJÖRNURNAR Á STÖÐ 2 Smartheitin allsráðandi HILDUR HAFSTEIN Er hrifin af skinnum og notar slík við hvert tækifæri. Spennandi verður að sjá hvort fréttamenn Stöðvar 2 muni lesa upp í pelsum. GLAMÚRUS Þótt Selma riði ekki feitum hesti frá Eurovisjón var hún flott í tauinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.