Fréttablaðið - 14.12.2007, Qupperneq 44
BLS. 2 | sirkus | 14. DESEMBER 2007
Það er ekki lognmolla í kringum verð-
andi hjónin, Jón Arnar Guðbrands-
son og Ingibjörgu Þorvaldsdóttur, því
þau eiga von á sínu öðru barni saman
í maí. Fyrir eiga þau soninn Baltasar
Smára sem er ársgamall en fyrir á
Ingibjörg soninn Natan Smára sem er
sjö ára. „Við erum mjög hamingju-
söm með þetta,“ segir Jón Arnar í
samtali við Sirkus en þau Ingibjörg
eru í miðjum klíðum við að undirbúa
brúðkaup en þau ætla að ganga í það
heilaga í lok ársins. Hann segir að
óléttan hafi sett smá strik í reikning-
inn bæði hvað fatnað brúðarinnar
varðar og líka varðandi brúðkaups-
ferðina. „Við ætluðum til Miami í
brúðkaupsferð en við breyttum plön-
unum og förum í stað þess með börn-
in til Tenerife. Við verðum bara að
eiga rómantísku brúðkaupsferðina
inni og fara í hana seinna,“ segir hann.
Á dögunum seldu þau helminginn af
Habitat til Pennans. Stefnan er að
flytja Habitat í Holtagarða og vera
með risastóra lífsstílsverslun með
húsgögnum, gjafavöru, fatnaði og
kaffihúsi. Ekki verða breytingar á
stjórn Habitat því þau Jón Arnar og
Ingibjörg munu halda áfram að stýra
skútunni. „Með þessu erum við að
styrkja innviðina, húsið í Askalind var
löngu sprungið utan af starfseminni
og okkur langaði að fara lengra með
Habitat. Við fórum á fund með Penn-
anum og út kom þessi niðurstaða,“
segir Jón Arnar og er hæstángæður
með söluna. Hann segir það á stefnu-
skránni að gera Habitat í anda versl-
unarinnar í Lundúnum. Þegar hann
er spurður hvort hann óttist ekki
krepputíma segir hann það af og frá.
„Ég hef trú á því að þeir bestu muni
vinna,“ segir hann og brosir.
martamaria@frettabladid.is
MORGUNMATURINN:
Þar sem ég borða alltaf ferska ávexti
á morgnana finnst mér gott að fara í
Magasin og skella í mig nýkreistum
ávaxtasafa. Það er frábær djúsbar á
jarðhæðinni.
SKYNDIBITINN:
Bestu pitsur norðan Alpafjalla á Itsi
Bitsi Pizza á Sönder (ekki setið til
borðs, maður verður að sækja þær).
RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA:
Einn af mínum uppáhalds veitinga-
stöðum er Europa á Amagertorgi.
Þar er allt í senn, frábær morgun-
verðarstaður, æðislegur hádegis-
matur (mæli sérstaklega með
túnfiskssalatinu), dýrindis „bröns“.
Hönnunin í frönskum stíl og því
frábær stemning þar á kvöldin.
LÍKAMSRÆKTIN:
Hvergi geng ég eins mikið og í
Kaupmannahöfn. Veðrið er yfirleitt svo
milt. Það er því besta líkamsræktin.
BEST VIÐ BORGINA:
Í Kaupmannahöfn er mjög mikið af
fallegum gömlum húsum sem Danir
hafa vit á að hlúa að og viðhalda en
ekki rífa eins og við gerum hér. Svo
eru veitingastaðirnir orðnir margir og
mjög spennandi.
UPPÁHALDSVERSLUN:
Sælkeramatvöruverslunin Mad og Vin
í kjallaranum í Magasin. Var það
þegar ég var þar í námi og er það
enn!
■ Heyrst hefur
Útgáfufélag 365 prentmiðlar
Ritstjóri Marta María Jónasdóttir
martamaria@365.is
Bergþóra Magnúsdóttir
bergthora@frettabladid.is
Forsíðumynd Pjetur Sigurðsson
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir
kristina@frettabladid.is
Sirkusblaðið Skaftahlíð 24
105 Reykjavík, sími 512 5000
Ferskir ávextir
eru ómissandi
Vala Matt
sjónvarpskona
KAUPMANNAHÖFN
Leikkonan ástsæla Katla Margét
Þorgeirsdóttir og eiginmaður hennar, Jón
Ragnar Jónsson, eiga von á sínu öðru
barni en fyrir eiga þau soninn Berg 10
ára. Katla er komin tæpa fjóra mánuði
á leið og væntir sín á vordögum.
Katla Margrét geislar nú aldrei sem
fyrr enda gengur meðgangan
eins og í sögu. Það hefur verið
að mikið að gera hjá henni að
undanförnu en hún hefur verið að
leika í Þjóðleikhúsinu og svo
hefur hún verið í grínþáttunum
Stelpunum frá upphafi en tökum á
síðustu seríunni er nýlokið. Þess
má til gamans geta að Katla
Margrét er systir Herdísar Þorgeirs-
dóttur prófessors í Lögfræði við
Háskólann og Bifröst og hún er líka
systir Sveins Andra Sveinssonar
lögmanns. Ef barninu kippir í kynið
verður það lögfrótt með húmor.
HABITATPARIÐ INGIBJÖRG OG JÓN ARNAR GERA ÞAÐ GOTT Það er allt í fullri sveiflu í Habitat og svo er nýtt barn á leiðinni en það er
von á því í maí en Ingibjörg er komin fjóra mánuði á leið.
Nýtt barn á leiðinni
H ildur Hafstein, stílisti og hönnuð-ur, gekk nýlega til liðs við 365
miðla til að poppa sjónvarpsstjörn-
urnar upp. „Starf Hildar felst í að hafa
yfirumsjón með útliti og klæðaburði
sjónvarpsstjarnanna,“ upplýsir Elín
Sveinsdóttir, framleiðslustjóri á Stöð 2,
um ráðningu Hildar. Hingað til hefur
starfsfólk stöðvarinnar séð sjálft um
að kaupa sér föt og hefur fengið að
ráða hvernig það er til fara en nú verð-
ur breytinga þar á. Hildur er textíl-
hönnuður að mennt og hefur
starfað sem stílisti og bún-
ingahönnuður undanfarin
ár. Hún sá um að stílis-
era þá sem kepptu í
Idolinu, gerði búninga
fyrir Hárið þegar það
var sett upp í Austurbæ
og svo starfaði hún á
tímaritinu Birtu og
Veggfóðri við gerð
myndaþátta og var
með tískuumfjallanir.
Hildur hannaði fatnað Selmu Björns-
dóttur og fylgimeyja hennar fyrir Euro-
vision-keppnina árið 2005 í Kænugarði
en klæðnaðurinn vakti mikla athygli
og þótti óvenjulegur. Hildur þykir með
eindæmum smekkleg og verður ráðn-
ing hennar örugglega til þess að laða
áhorfendur enn frekar að skjánum.
Hún er þó ekki bara fær á fatasviðinu
því hún hefur fallegan heimilisstíl eins
og áhorfendur Veggfóðurs fengu að sjá
þegar Vala Matt heimsótti hana á
heimili hennar í Kópavogi. Helstu
kostir Hildar er að hún er óhrædd við
að fara ótroðnar slóðir og á án efa eftir
að gera sjónvarpsstjörnurnar glam-
úrus og ofsasmart. Þegar Sirkus hafði
samband við Hildi vildi hún lítið tjá sig
um málið, enda væri verkefnið rétt að
byrja og engin reynsla komin á það. Nú
er bara spurning hvort fjólublái litur-
inn verði allsráðandi á skjánum en
hann er þemalitur 365.
bergthora@frettabladid.is
HILDUR HAFSTEIN STÍLISERAR SJÓN-
VARPSSTJÖRNURNAR Á STÖÐ 2
Smartheitin
allsráðandi
HILDUR HAFSTEIN Er hrifin af skinnum og
notar slík við hvert tækifæri. Spennandi
verður að sjá hvort fréttamenn Stöðvar
2 muni lesa upp í pelsum.
GLAMÚRUS Þótt Selma riði
ekki feitum hesti frá
Eurovisjón var hún flott í
tauinu.