Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2007, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 14.12.2007, Qupperneq 58
 14. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR Múltí Kúltí er miðstöð sjálf- boðaliða í Ingólfsstræti 8 þar sem seldar eru svokallaðar „fair trade“-vörur frá Afríku- löndum og rennur ágóðinn í hjálparstarf. Í Múltí Kúltí hafa félögin Vinir Indlands, Vinir Kenía og Vinir Georgíu athvarf. Múltí Kúltí- miðstöðin er í litlu en notalegu rými þar sem haldnir eru fundir og námskeið. Félögin vinna með sjálfboðaliðum í þessum löndum, selja vörur sem þurfandi fólk býr til í höndunum og vinna að upp- byggingarstarfi. „Við erum í nánu samstarfi við innfædda sem eru með einhverja hjálparstarfsemi fyrir,“ segir Þórir Gunnarsson, einn af for- sprökkum miðstöðvarinnar. „Síðan komum við að hjálparstarfinu með fjárframlögum. Það er ekki þannig að við komum bara með pening heldur förum við fram á að heimamenn leggi helming á móti í vinnuframlagi eða peningum eða hvernig sem það er.“ Múltí Kúltí er til dæmis með verkefni í gangi núna í sam- starfi við heimavistarskóla í Migori í Kenía sem er rekinn af litlum efnum. Svefnskáli drengj- anna hrundi nýlega og er verið að endurbyggja hann með fjár- framlögum frá Íslandi. Börnin hafa hins vegar náð góðum ein- kunnum í skólanum miðað við aðra skóla í sýslunni. Einnig er Múltí Kúltí að byggja nýjan skóla í miðju fátækrahverfinu í Nairó- bí, þar sem verið er að skipta út hriplekum bárujárns- og moldar- húsum sem eru að hruni komin. „Síðan erum við að selja vörur frá þessum löndum í miðstöð- inni okkar. Flestar eru vörurnar framleiddar af fólki sem á bágt, af eyðnismituðum mæðrum eða öryrkjum. Framleiðendurnir fá enga ölmusu frá okkur heldur er þetta „fair trade“. Verðið sem þau fá fyrir vinnu sína er gott og sann- gjarnt,“ segir Þórir. Allt sem selt er í Múltí Kúltí er handgert. Þar má kaupa margt forvitnilegt og fallegt. Til dæmis leikföng, sjöl úr bómull og kasmírull, rúmteppi, töskur, bast- körfur og útskorna muni ýmsa. Blaðamaður heillaðist sérstak- lega af svörtum dúkkum og má með sanni segja að þarna geti fólk keypt jólagjafirnar, sérstaklega ef það leitar að einhverju sérstöku. Múltí Kúltí Þórir Gunnarsson, einn af umsjónarmönnum miðstöðvarinnar, situr þar sem gestir geta komið og drukkið kaffi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Rúmteppi þessi voru handsaumuð af einstæðum mæðrum með eyðni. Með því að stunda viðskipti við þær er öllum greiði gerður; kaupanda og seljanda. Vörurnar eru allar handgerðar og marg- ar hverjar mjög litríkar og skemmtilegar. H rin gb ro t Gjafabréf Perlunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.