Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2007, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 14.12.2007, Qupperneq 60
 14. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● miðbærinn Rithöfundurinn Auður Har- aldsdóttir hefur búið í mið- borg Reykjavíkur í rúmlega hálfa öld ef frá eru talin átta ár sem hún átti heima á Ítalíu. Á þeim tíma hefur hún orðið vitni að ýmsum breytingum á borginni, sem falla þessari ákveðnu og lífsglöðu konu misvel í geð, þótt hún vilji helst hvergi annars staðar búa nema kannski í Úganda. Aðspurð í hverju aðdráttar- afl miðborgarinnar sé fólgið er Auður ekki lengi að hugsa sig um. „Ég er náttúrlega fótgangandi og held að það sé því ómögulegt að búa annars staðar,“ svarar rit- höfundurinn, sem fer allra sinna ferða annað hvort gangandi eða þeysist um göturnar á eldrauðu reiðhjóli sem er skemmtilega í stíl við hárið. Hún tekur þó fram að gang- stéttirnar séu oft þéttsetnar af bifreiðum en lætur það ekki aftra sér. „Við sem búum hérna vitum alveg hvernig þetta virkar. Bíl- arnir eru á gangstéttinni og við sem erum fótgangandi eða hjól- um notum bara akbrautina,“ bendir hún á. Auður hefur þó fulla samúð með bifreiðaeigendum í miðborg- inni, sérstaklega þeim sem eiga í vandræðum með að finna bíla- stæði heima hjá sér. „Ég fékk einu sinni þau svör hjá Bíla- stæðasjóði að bílastæðin við húsin í miðbænum væru hvort eð er ætluð gestum úr Árbæ eða utan af landi. Mér var hins vegar ekki sagt hvort við ættum þá bíla- stæðin í Árbænum. En finnst þér ekki tímabært að við býttum við Árbæinga, fáum okkar bílastæði niður eftir en sendum þeirra upp eftir?“ spyr hún og hlær. Umferðarmenning er þó að- eins ein þeirra mörgu breytinga á miðborginni sem Auður hefur orðið áskynja og er auðheyrilega ekki par ánægð með þær allar. „Öll þjónusta er horfin úr bænum og það er orðið erfitt að fá ýmis- legt,“ segir hún. „En svo þegar allt fór versnandi tók verslunin Brynja upp á því að selja fullt af vörum sem vantaði, er til dæmis með fjölbreytt úrval af ljósaper- um á meðan Bónus og Hagkaup seldu bara venjulegar 40 og 60 kerta perur. Brynja er stórfeng- legt fyrirtæki.“ Margt í miðborginni er þó Auði að skapi, þar á meðal það fjöl- menningarsamfélag sem hefur skapast hér á síðustu árum. „Al- stærsti kosturinn, sem er ekki fáan legur í nýrri hverfum, er fjölbreytileikinn undir augað, sem er líkama og sál hollur. Þá á ég við mismunandi hús, mis- munandi garða og mismunandi fólk, en reyndar eru drykkju- búllugluggarnir svipaðir. Þegar ég kom heim að utan saknaði ég þess að sjá fólk af fleiri kynþátt- um á götunum, en ástandið hefur lagast. Nú sjást allir litir, sem er bara af hinu góða.“ Og á meðan margir kvíða öng- þveitinu sem skapast í miðborg- inni um jólin lætur Auður það ekki slá sig út af laginu og segir umgengnina að minnsta kosti hót- inu skárri en á menningarnótt og 17. júní. Auður segist annars vera lítið jólabarn í sér. Í mesta lagi fari ein sería út í glugga nái hún að klöngrast yfir byggingar- draslið heima og ekki ætlar hún að skreyta húsið af því tilefni. „Nei, væni minn, þér verður hlíft við því,“ segir hún ákveðin og hlær. - rve Fjölbreytileiki undir augað Rithöfundurinn Auður Haralds fer allra sinna ferða annað- hvort fótgangandi eða á hjóli og lætur það ekki aftra sér að götur og gangstéttir séu þéttsetnar af bílum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA North Ice Winter: Úlpa, buxur „superdry“ nærföt, flís millilag, húfa, lúffur og trefill kr. 19.500.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.