Fréttablaðið - 14.12.2007, Side 76

Fréttablaðið - 14.12.2007, Side 76
40 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Leikskólar Reykjavíkur Sonur minn er í leikskóla í Reykjavík. Fyrir nokkru barst gíróseðill og bréf frá foreldra- félagi skólans, þar sem ætlast er til þess að greiddar séu 5.000 krónur á ári til félagsins („annar- gjald“ er kr. 2.500). Í bréfinu kemur fram að féð sé til að borga fyrir atburði sem foreldrafélagið skipuleggur fyrir börnin á skólatíma. Þannig er greitt fyrir komu jólasveina, vorferðalag í sveit o.þ.h. Að auki er tekið fram að þúsund krónur af upphæðinni renni í sjóð sem skólinn getur notað fyrir litlar uppákomur sem kunna að koma upp í starfi skólans, eins og „heimsókn á Árbæjarsafn“. Þetta kemur á óvart af ástæðum sem snerta prinsipp félagslega kerfisins, vegna þess hve há upphæðin er og loks má efa að þessi gjörningur styðjist við lagalegan bókstaf. Leikskólarnir eru hluti af félagslegu kerfi borgarinnar og því greiða allir borgarbúar til þeirra með sköttum. Að auki borga fjölskyldurnar sem nota þá notendagjöld. Þessi gjöld eru hugsuð á þann hátt að létt sé undir með þeim sem minna hafa handa á milli, og ákvörðuð af borgaryfirvöldum. Manni kemur því á óvart að hér bætist allt í einu við upphæð sem ekki er gert ráð fyrir af pólitískri forystu borgarinnar, og að peningunum sé ætlað að greiða fyrir starfsemi leikskólans. En það er ekki bara prinsippið sem vekur undrun, heldur einnig upphæðin sjálf. Hluti þeirra sem nota leikskólana er fátækt fólk – fólk sem ekki hefur mikið, ef þá nokkuð, ráðstöfunarfé eftir þegar búið er að borga reikningana (leikskóla- gjöldin þeirra á meðal). Fyrir þetta fólk eru fimm þúsund krónur umtalsverð upphæð. Því eru settir tveir slæmir kostir: Annaðhvort að greiða og neita sér um eitthvað af því litla sem það þó veitir sér, eða þá að greiða ekki. Þeir sem velja síðari kostinn hafa þá tvo möguleika. Annars vegar þann að aðrir foreldrar borgi fyrir þjónustu sem börnin fá í skólanum. Þetta reynist mörgum mannin- um örðugt, því stolt fólks er óskert þó að fjárráð kunni að vera lítil. Hinn kosturinn er sá að taka börnin úr skólanum þá daga sem uppákomur eru (börnin væru þá „veik“ heima þegar hinir fara í sveita- ferðina, svo dæmi sé tekið). Þetta getur ekki síður verið erfitt ef ekki er hægt að fá aðra pössun. Manni virðist ömurlegt að láta fólk standa frammi fyrir þessum kostum í leikskólum borgarinnar. Loks virðist undarlegt ef til er laga- legur grundvöllur fyrir þessari rukkun. Getur bara eitthvert félag verið sett á laggirnar í tengslum við skólastarf borgarinnar og farið að rukka foreldra barna í skólanum? Í raun og sann er óeðlilegt að leikskólunum tengist starf- semi sem er þannig að foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir hana, ekki síst þar sem hún fer fram á skólatíma. Það er ekki eins og starfsemi skólans þurfi á þessum aukapeningum að halda, eins og börnin ráfi um í reiðileysi, því að starf í þeim skóla sem börnin mín hafa sótt er mjög gott. Það sama á áreiðanlega við flesta leikskólana. Þeim mun meiri synd að foreldrar skuli vera plagaðir árlega með þessu peningaplokki. Höfundur er doktor í stjórnmálafræði. Peningaplokk í leikskólum borgarinnar UMRÆÐAN Þróunarmál Besti fyrrverandi for-seti Bandaríkjanna er Jimmy Carter. Hann er á níræðisaldri en ötull bar- áttumaður fyrir bættum hag fátækra í Afríku. Fyrir meira en 20 árum tók hann til við að útrýma sjúkdómi sem hlýst af lirfu orms sem tekur sér bólfestu í holdi manna. Lirfan þroskast inni í líkama fólks sem drekkur eða baðar sig í óhollu vatni. Ormurinn brýst að lokum út fullvaxinn og stendur eins og spaghettilengja úr fólki sem eng- ist af kvölum. Áður þjáðust 3 millj- ónir manna árlega af þessari bölv- un, nú eru árleg tilfelli 12.000. Með örlítið meiri stuðningi hefði Carter og fjölmörgum öðrum sem vinna gegn þessum ormi tekist að útrýma honum með öllu. Þetta dæmi og mörg önnur sýna að talið um að þróunaraðstoð þýði ekki neitt á sér aðra hlið: Mark- tækan árangur sem bjargað hefur lífi milljóna manna eða bætt umtalsvert. Almennar bólusetn- ingar á börnum hafa á liðnum ára- tugum náð miklu víðar en áður og tugir milljóna barna eru nú á lífi, en hefðu ekki verið það án átaks sem ráðist var í. Bólusetning við helstu sjúkdómum sem kostar innan við 2 þúsund krónur á barn. Auðsköpun líka Íbúar ríku landanna gleyma því stundum sem þeir hafa fyrir aug- unum: Flókið og gamalreynt kerfi laga og réttar, fjár- og stjórnsýslu, sem gerir þeim kleift að stunda viðskipti, fá lán og færa fé milli staða eftir öruggum samskipta- netum. Það tók nokkrar aldir að þróa þetta kerfi. Fátæku fólki stendur ekki til boða sú úrvals- þjónusta ríkisvaldsins, stjórnsýslu og banka sem við höfum. Hernando De Soto benti á hve mikil- vægt væri fyrir öflugt markaðskerfi að hafa þróaða umgjörð. Hann tók upp baráttu fyrir því að „hið óformlega hag- kerfi“ þar sem lang flest- ir jarðarbúa stunda vinnu og viðskipti, yrði fært undir sams konar regluverk og við njótum. Annars væri ekki hægt að innleysa og nýta þann „leynda auð“ sem fátækt fór býr víða yfir. Annar hugsuður, nóbelsverðlaunahafinn Muhamm- ad Yunus, tók upp smálánakerfi fyrir fátækt fólk svo það fengi möguleika á að þróa viðskipti. Hugmyndin hjá báðum er sú sama: Gera fátæku fólki kleift að vinna fyrir sér eins og við hin gerum og skapa auð. Nýjar lausnir í velferð Það er viðurkennt að víða er fólk svo fátækt að það kemst ekki af án aðstoðar. Í Mexíkó hófst velferðar- þjónusta með því sniði að borga fólki framfærslustyrk gegn því, til dæmis, að tryggja að börnin fari í skóla og fái reglulega bólusetn- ingar. „Oportunidades“ hefur breiðst víða út, og aðferðin jafnvel tekin upp í fátækrahverfum New York. Fólki er breytt úr „velferð- arþegum“ í samábyrga borgara, með samningi sem felur í sér ávinning einstaklings og samfé- lags. Aðferð sem innleidd var í Tansaníu byggir á sömu hugmynd. Þeir sem þurftu bráðnauðsnylega að taka lyf vegna smitsjúkdóma eins og berkla fengu „lyfjavin“ til að fylgjast með; gengust þannig undir félagslegan þrýsting til að standa sig. Það kostar rúmlega 700 krónur að lækna berkla. Í Bangla- desh fá fátækar fjölskyldur mat ef börnin mæta reglulega í skóla. Samskiptanet og staðbundnar lausnir Smátt er gott, það sem bætir lífs- skilyrði fólksins á vettvangi og snertir beint veruleika þess. Illa gengur að nýta sólarorkuna í sól- ríkustu löndum heims, en samt tók sig til auðmaður og þróaði sól- arknúið vasaljós. Á loftslagsráð- stefnuna í Balí kom maður akandi frá Sviss á sólarknúnum bíl. Hægt er að nýta orku sólar mun betur en gert er. Farsímar skapa gríðar- lega möguleika í Afríku; nú þarf ekki að leggja dýrar landlínur og fátækt fólk getur keypt símtala- inneign fyrir smáaura og opnað sér leið að mörkuðum á svip- stundu. 100 dollara fartölvan er langt komin og verður einstakt tækifæri fyrir Afríku í menntunar- málum. Nú hafa menn séð að hin risa- vöxnu þróunarverkefni sem áður var lögð áhersla á, eru ekki jafn góð og ætlað var. Hagvöxtur mælir ekki jöfn tækifæri. Margir litlir sveitavegir sem tengja dreifðar byggðir smábænda eru miklu arðsamari en hraðbrautir. Hraðbrautir eru fyrir fáa; í lönd- um þar sem stór hluti þjóða býr við sjálfsþurftabúskap skiptir meiru að greiða samgöngur og glæða viðskipti þar sem fjöldinn er. Malaví neitaði að fara að ráðum Alþjóðabankans sem vildi hætta niðurgreiðslum á áburði til smábænda. Uppskeran í ár er meiri en nokkru sinni fyrr, að hluta vegna þess að farin var leið- in sem bændur þurftu, með niður- greiddum áburði. Það hefur sjálf- sagt farið framhjá mörgum, en Eþíópía tvöfaldaði matvælafram- leiðslu sína síðasta áratug. Stóru kerfislausnirnar sem áður áttu að bjarga öllu með pennastriki og pólitískum lausnarorðum duga ekki; það sem dugar er að leysa málin á vettvangi á forsendum fólksins sjálfs. Meira efni um þessi mál er á vef mínum, www. stefanjon.is. Höfundur starfar fyrir Þróunar- samvinnustofnun í Namibíu. Þróun sem virkar JÓHANN M. HAUKSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN UMRÆÐAN Trúmál Menntamálaráðherra á hrós skilið vegna fyrirhugaðra breytinga á námsskrá. Þar á að taka út óljóst og umdeilt „kristilegt siðgæði“ og setja í staðinn upptaln- ingu á almennum siðferðis- gildum. Það er gott, enda á skólinn ekki að vera vettvangur trúboðs. Þjóðkirkjunni finnst kristna trú vanta, og hefur því risið upp á aftur- lappirnar. Talsmenn hennar hafa farið mikinn, með ódrengilegum málflutningi sem er þeim ekki til sóma. Þetta hefur að miklu leyti beinst gegn Siðmennt, sem hefur árum saman barist gegn trúboði og trúarlegri starfsemi í opinberum skólum. Þótt kirkjunnar menn viti betur, hafa þeir kosið að veifa því ranga tré að Siðmennt sé á móti litlu jólum og fræðslu um trúar- brögð. Það er leiður siður að gera fólki upp skrípamynd af málstað þess. Eins og við mátti búast, hefur þessu verið svarað rækilega, og ég ætla ekki að endurtaka þær leið- réttingar hér. Hins vegar vil ég tjá undrun mína yfir þeirri kokhreysti biskups að kalla Siðmennt „hatrömm samtök“ – sem hann hefur ítrekað að sé skoðun hans, og að trúleysingjar hafi gert „harða atlögu“ að Þjóðkirkjunni. Þessi orð hitta hann sjálfan nefnilega fyrir. Karl Sigurbjörnsson hefur sent okkur trúleysingjum ófáar sneið- arnar á undanförnum árum. Til dæmis hefur hann líkt okkur við siðleysingja og sagt lífsviðhorf okkar „mannskemmandi og sálar- deyðandi“ og að þau „ógni mann- legu samfélagi“. Mér er spurn, hver er það sem er hatrammur? Hvernig hefði það hljómað ef hann hefði sagt þetta um ein- hverja aðra, til dæmis gyð- inga? Trúleysingjar eru líka fólk, og okkur getur sárnað undan svona rætni. Það er holur hljómur í tali um virðingu og umburðar- lyndi, þegar biskup lætur svona dembur ganga yfir þá sem aðhyllast önnur lífsviðhorf. Er ekki hægt að lyfta þessari umræðu á hærra plan? Trú er einkamál og hana á ekki að innræta í opinberum skólum. Kirkj- an á hundruð húsa um allt land þar sem hún getur boðað sína trú óáreitt fyrir börnum og fullorðnum. Í skól- anum á hins vegar að fræða um kristna trú, en ekki boða hana. Trú- boð í opinberum skólum brýtur gegn trúfrelsi. Trúfrelsi er mann- réttindi, og þau eru einstaklings- bundin en ekki einhver vinsælda- kosning. Þar að auki er að minnsta kosti fimmtungur þjóðarinnar trú- laus, enn fleiri áhugalitlir um trú og afgangurinn að miklu leyti blendinn í trúnni og aðhyllist algyð- istrú, andatrú o.fl. sem seint telst kristilegt. Af einhverjum ástæðum virðist Þjóðkirkjan óttast okkur sem stöndum við jarðbundin og guðlaus viðhorf okkar. En við bítum ekki. Það eina sem við förum fram á er að tekið sé tillit til okkar. Að þessu sögðu má ég samt til með að þakka Karli og félögum fyrir að beina athyglinni að trúboði í skólum og málstað og mannrétt- indabaráttu Siðmenntar. Trúleys- ingjar hafa fundið mikinn meðbyr í samfélaginu undanfarna daga þótt sterkar raddir hafi hamast gegn okkur, svo við erum full af bjart- sýni og liðsandinn góður. Höfundur er sagnfræðingur og trúleysingi. Trúleysingjar eru líka fólk VÉSTEINN VALGARÐSSON Litbrigði galdranna - Terry Pratchett - ,,Einn fyndnasti og besti rithöfundur Bretlands” The Independent
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.