Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 86

Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 86
50 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Listasafn Íslands býður upp á leiðsögn Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings um sýningu á verkum úr safni Markúsar Ívarsson- ar á sunnudag kl. 14. Aðalsteinn hefur skrif- að fjölmargar bækur um myndlist auk greina og listdóma. Aðalsteinn skrifaði meðal annars ítarlega grein um átök meðal myndlistarmanna á fjórða áratugnum en það var á þeim tíma sem Markús Ívarsson var að kaupa myndlist. Í spjalli sínu á sunnudag mun Aðalsteinn fjalla um safn- ið í heild og sérstöðu þess sem einkasafns með hlið- sjón af persónu Markúsar og tíðaranda. - vþ Í haust komst upp um stórtæka breska listmunafalsara sem höfðu árum saman blekkt hvern sérfræð- inginn á fætur öðrum. Falsararnir þóttu markverðir fyrir vandvirkni sína, en ekki síður fyrir að um var að ræða hálfgert fjölskyldufyrir- tæki. Falsarinn Shaun Greenhalgh og aldraðir foreldrar hans unnu saman að því að blekkja listheim- inn og græða peninga á athæfinu. Nýverið kom í ljós að stytta í eigu listasafnsins Art Institute í Chicago í Bandaríkjun- um er höfundarverk falsaranna, en hún var áður talin vera eftir myndlistarmanninn Paul Gauguin. Safnið hafði keypt styttuna fyrir tíu árum og þá greitt fyrir hana rúmlega sjö og hálf milljón íslenskra króna. Styttan hafði síðan skipað sérlega heiðursstöðu á meðal gripa safnsins þar sem hún þótti vera með merkilegri kaupum þess í áraraðir. Styttan sýnir goðsagnaveru sem nefnist skógarpúki og er hálfur maður og hálf geit. Höggmynda- og styttusérfræðingur safnins sagði að styttan væri ákaflega mikilvæg- ur þáttur í höfundarverki Gauguins og sýndi hvernig sjálfsmynd hans var tvískipt á milli siðmenntunnar og villimennsku. En staðreyndin er að styttan var ekki sköpuð af Gauguin á Tahítí eins og áður var talið, heldur var hún mótuð af svikahrappnum Shaun Green- halgh í bílskúr í breska bænum Bolton. Green- halgh og aldraðir foreldrar hans hafa öll hlotið dóma vegna afbrota sinna, en jafnframt hafa þau hlotið nokkra viðurkenningu fyrir falsanir sínar. Listsérfræðingar segja falsanirnar hafa verið svo vandaðar og vel úr garði gerðar að mesta furða sé að komist hafi upp um fjölskylduna. - vþ Sigurður Gísli Pálmason kaup- sýslumaður er orðinn hluthafi í fyrirtæki þeirra mæðgina, Eddu Jónsdóttur og Barkar Árnasonar, Gallerí i8. Bætist þar við ein stoðin undir rekstur gallería í miðborg Reykjavíkur, en Sindri Sindrason, sá eldri og yngri, eru hluthafar í Gallerí Turpentine og Ingibjörg Pálmadóttir, systir Sigurðar er aðaleigandi Gallerí 101. Samkvæmt fréttum hefur inn- koma Sigurðar í rekstur Gallerís i8 átt sér nokkurn aðdraganda, en galleríið er með fjölda merkra myndlistarmanna á sínum snær- um. Sigurður sat um hríð í Lista- verkasjóði Pennans sem Gunnar Dungal stofnaði og hefur setið í safnráði Listasafns Reykjavíkur sem mun nú missa af starfskröftum hans. Kaupsýslumenn eiga víða um lönd virkan hlut í galleríum: Leo Castelli, einn virtasti galleristi New York á sínum tíma var úr fjöl- skyldu iðnrekanda og eiginkona hans um hríð, Ilona Sonnabend, var líka af kaupsýslufólki komin. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu fyrr á árinu er Gallerí i8 í þröngu húsnæði og þarf að koma sér í rýmra og hagstæðara hús- rými. Er ekki hægt að líta á inn- komu Sigurðar sem þátt í þeirri sókn en hann hefur á síðustu miss- erum komið að ýmsu menningar- starfi: rekur bókaútgáfu á Íslandi og Bretlandi, framleiðir heimild- armyndir og er annar eigenda Eiða. Nú er hann kominn í mynd- listarbransann enn frekar, en á árum áður hafði hann afskipti af leikhúsrekstri. Sigurður í i8 Listasafn Árnesinga býður upp á skemmtilega jóla- dagskrá á morgun þegar Tilraunaeldhúsið treður þar upp með uppákomu sem ber yfirskriftina Jólamess. Í þetta skipti verða það þrír lista- menn sem koma fram á vegum Tilraunaeldhússins; þau Kristín Björk Kristjánsdóttir listamaður, Oddný Eir Ævarsdóttir safna- heimspekingur úr útgáfufélaginu Apaflösu og Kippi Kaninus, sem einnig er þekktur sem Guðmund- ur Vignir Karlsson, jarðarfara- söngvari, raftónlistarmaður og guðfræðingur. „Þegar við hófum að sjóða þessa jóladagskrá saman urðum við umsvifalaust dálítið háfleyg og hátíðleg, þó við hefðum reynd- ar sameinast um ansi gráglettinn undirtón. Við unnum verkin sitt í hvoru lagi en þau tengjast þó á margvíslegan hátt. Við Guðmundur Vignir notumst bæði við orgel í okkar verkum, ég spila lítinn jóla- stúf á ferða pumpuorgel og sýni súper 8 verkið Fótstignir reim- leikar en Vignir setur upp inn- setningu úr kirkjuorgelpípum sem hann spilar á með fótfetlum. Svo hefur Oddný skrifað sína texta dálítið út frá því sem við Guðmundur Vignir gerum, þannig að verkin okkar fléttast öll saman og mynda einhvers konar heilaga jólaveröld með til- heyrandi piparkökufnyk,” segir Kristín Björk. Forsprakkar Tilraunaeldhúss- ins eru nýkomnir heim úr tón- leikaferð um Kína á vegum raf- listahátíðarinnar Notch. Þau Kristín Björk, Jóhann Jóhanns- son og Hilmar Jensson komu fram í borgunum Shanghaí, Guongzhou og Peking og léku þar bæði í stórum og virðulegum tónleikasölum og í trylltum næturklúbbum. „Það var alveg ótrúleg lífsreynsla að leika á hátíðinni í Kína. Sums staðar voru áhorfendur afskaplega rólegir og annars staðar var komið fram við okkur eins og rokkstjörnur. Mér leið stundum eins og Mick Jagger, sérstaklega þegar ég var beðin um að árita stuttermaboli,“ segir Kristín Björk og hlær. En leiðin er löng frá Kína til Hveragerðis og Kristín á tæp- lega von á að sama rokkstjörnu- dýrkunin brjótist út í Listasafni Árnesinga og hún upplifði í Kína. „Það er þó aldrei að vita hvað gerist á þessu jólamessi. Ég er í það minnsta ávallt til í að árita stuttermaboli.“ Listaáhugafólk ætti ekki að láta jólamess Tilraunaeldhússins fram hjá sér fara. Að auki gefst safngestum tækifæri til að sjá sýninguna Stefnumót við saf- neign, en á henni má sjá úrval listaverka í eigu safnsins eftir meistara síðustu aldar. Jólamess Tilraunaeldhússins fer fram í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á morgun á milli kl. 17 og 18. Aðgangur að viðburðin- um er ókeypis og öllum opinn. Benda skal á að þetta er síðasta tækifærið að heimsækja safnið fyrir jól, því sýningahlé verður frá 16. desember til 16. janúar. vigdis@frettabladid.is Fótstigin uppákoma Leiðrétting Í Fréttablaðinu í gær kom fram að tónleikar kvennakóra undir stjórn Margrétar Pálmadóttur færu fram í Hallgrímskirkju á morgun, laugardag. Hið rétta er að tónleikarnir fara fram í kvöld kl. 20.30. Hlutaðeigandi aðilar eru hér með beðnir velvirðingar á mistökunum. > Ekki missa af... Fagnaði á vegum tónlistar- mannanna Tómasar R. Einars- sonar og President Bongo í tilefni af útkomu geisladisksins Rommtommtechno. Diskur- inn inniheldur endurhljóð- blandanir á tónlist Tómasar og er afskaplega dansvænn. Fagnaðurinn fer fram í kvöld á skemmtistaðnum Sirkus við Klapparstíg og hefst kl. 22. ORGELÁHUGAFÓLK Oddný, Kristín og Guðmundur í hátíðarskapi. Látlaus og heilhuga ljóðabók, ein- lægur en hvorki frumlegur né fjölþátta skáldskapur. Ljóð sem treysta á tafarlaus hughrif og til- finningalega upplifun andartaks- ins fremur en „torræð tákn og glímu við gátur“ – eins og segir berum orðum í Ljóðlist bls. 34 – ljóð sem svara oftast eigin spurn- um og létta öllu sem þau byrgja inni. Gagnorð tunga, fallegur tónn og heilsteypt erindi en ósjálfstæð rödd. Ljóð sem bjóða skáldskapn- um fang fremur en fangbrögð, hafa hvorki vit né vilja til að leggja hann að velli. Listin er að stíga, ekki bregða. Kvenleg ljóð, klið- mjúkt hljóðfall. Bókin upplýsir að skáldkonan býr í fjarlægu flötu landi og hefur nýverið reynt þann harm að missa tvær systur sínar á Íslandi sem ill- vígur sjúkdómur felldi í blóma lífsins. Ólust þær upp í níu syst- kina hópi undir bröttu fjalli við djúpan fjörð. Setur það vísvitandi mark á bókina frá upphafi til enda, en yrkisefnið er ofið úr fjórum meginþáttum: (1) Feigð, dauði, tími, eilífð, guð, (2) sorg, söknuð- ur, heimþrá, eftirsjá, fortíðar- hyggja, minni, (3) feigðarboð og frjómáttur lifandi náttúru – maður:náttúra, óðagot:aðgát, karl- eðli:kveneðli, tortíming:sköpun, og (4) ljóð, orð, skáld. Fyrsti, þriðji og fjórði strengur binda saman og bæta upp persónulegt viðmið fín- gerðasta þáttarins – (2) sem er „rauði“ þráðurinn, slagæð bókar- innar – og þar er hugarflugið djarfara, myndefnið lesandanum nærtækara og áreitið því sterkara. Víða vaka og vakna ferskar hug- myndir, t.d. í ljóði á bls. 18 sem fjallar um tímaleysi minninga og minnis þar sem minnið er kyrr- stætt ómælisdjúp í óbreytanlegri hringrás tímans og geymir í speglasal hugans minningar sínar sem rödd sálarinnar getur komið á hreyfingu og endurvarpað úr fylgsnum sínum undir rós. Forspil að ljóðinu er að finna í næsta ljóði á undan (17, sem er upphafsljóð meginkafla bókarinnar) og endur- varp í lokaljóði kaflans (59) þar sem hvert spor lífsleiðar er greypt í hug ljóðmælandans og þakkar vistina með ljóði sem þannig „tendrast af eigin ljósi“ (44). Þá er ferskur blær í ljóði á bls. 40-41 og því næsta á eftir (42). Í því fyrra stekkur alsköpuð ókind náttúrunn- ar útúr organdi þögn og heyr ein- vígi við andstæð öfl sín, líknar- máttinn, sem hefur betur og sigurlaunin eru sjálf mannkindin. Í ljóðinu á bls. 42 birtist önnur kvk náttúruvera sem í senn er ímynd náttúrunnar og konunnar og tví- eðli hennar er útmálað með and- stæðum (mjúkt/hart kalt/heitt seta/staða) og tvíeinni birtingar- mynd; tvær konur í einni, önnur áberandi hin falin. Samómur er hér og hvar, t.d. í prósa á bls. 66 þar sem tvíeðlið birtist í „skamm- lausri lóu“ er syngur blásaklaust tví tvú í bland við villtan dans. En prósarnir (frásagnarljóðin) í loka- hlutanum eru víða vekjandi, ekki síst „máttur álfanna“ (71) þótt sjálfur stakkurinn sé þar svolítið skáldaður og muni glæstari tíð. Form og efni í ljóði verður aldrei aðskilið, slíkt er alltaf einföldun; gott ljóð er smíðað úr efni sínu og fjallar um eigið form, án þess greint verði þar á milli; búningur og boðorð samstæður hluti af „meðferð“ skáldsins. Sambúðin – andar sem unnast innan ljóðsins, eða ekki – ræður úrslitum um ágæti skáldskaparins og yndi les- andans. En sambúðin er fljót að koma uppum sig ef hún er ekki í jafnvægi og þar er fólginn helsti annmarki þessarar bókar; búning- urinn stenst boðorðinu ekki snún- ing. Vissulega falleg lýrík og full- stöndugur skáldskapur inná millum, ekki síst ljóðin um ljóðið, en stíllinn víða svolítið brokkgeng- ur og fátt sem kemur á óvart eða þokar skáldlistinni áleiðis. Engu síður; ærleg bók. Sigurður Hróarsson Aðgát gegn óðagoti BÓKMENNTIR Án spora Stefanía G. Gísladóttir ★★ Fátt kemur á óvart MYNDLIST Sigurður Gísli Pálmason kaupsýslumaður. TAHÍTÍKONUR Raunverulegt málverk eftir meistarann Paul Gauguin. Fjölskyldan sem falsaði Gauguin AÐALSTEINN INGÓLFSSON Leiðsögn um safn Markúsar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.