Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 88

Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 88
 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR Valur Gunnarsson er frumlegur náungi. Og hans fyrsta skáldsaga er frumleg. Sögusviðið er Hels- inki dagsins í dag og norðurhluti Finnlands. Söguhetjan er Ilkka Hampurilainen; ólánlegur, lura- legur og þurfandi Finni á fertugs- aldri, þunglyndur ekki síst vegna þess að fáar konur vilja þýðast hann. Kvenmannsleysið leggst þungt á okkar mann: „Fljótt á litið hafði Ilkka því gengið í gegnum um 1000 hafnanir á 10 ára tímabili. Af þeim hafði hann ekkert lært, ekkert varð auð- veldara með árunum. Það eina breyttist að allir urðu ófríðari, bæði hann sjálfur og konurnar sem reynt var við.“ (Bls. 102) Ilkka er þannig hin dæmigerða andhetja. Starf hans er niðurdrep- andi eða þrif á ferjum sem ganga um Eystrasalt. Ilkka ákveður dag nokkurn að sturta sig fullan og fara með einni ferjunni yfir sund- ið til Svíþjóðar. Og þá tekur við atburðarás sem Ilkka fær litlu um ráðið og teymir hann á norðurslóð- ir. Samhliða því sem lesendur fylgjast með Ilkka er sögð saga Lofts sem er uppi á 6. öld eftir Krists burð. Loftur er bragðaref- ur en að öðru leyti á hann sam- svörun í Ilkka: Ófríður og illa vax- inn, graður og ófullnægður. Valur stillir sögusvið Lofts þannig af að goðheimar eru lifandi veruleiki og fléttast við sögu Lofts. Vanir og æsir auk annarra goðafræðilegra persóna koma við sögu. Líkt og geta má nærri fléttast svo saga Ilkka og Lofts saman með ævin- týralegum hætti. Frásagnarmátinn, að víxla stöðugt milli þeirra Ilkka og Lofts, býður upp á að skilja lesandann eftir í spennu og draga hann þannig áfram. Og oft tekst það. En hættan er sú að frásögnin verði höktandi. Þegar höfundur kemst á flug með Ilkka eða Loft krefst bygging bókarinnar þess að sjón- arhornum sé víxlað. Sem getur reynt á þolinmæði lesandans. Þá bindur þessi frásagnarmáti hend- ur Vals þannig að þegar hann legg- ur lykkju á leið sína til að segja frá einhverjum atriðum sem þó tengj- ast sögunni með óbeinum hætti kann lesandi höfundi litlar þakkir. Og frasinn: „Gat ekki lagt bókina frá mér“ er ekki brúklegur þegar Konungur norðursins er undir. Valur hefur verið lengi með bók- ina í vinnslu. Hann leggur mikið undir því sögulok verða að ganga upp svo allt hrynji ekki til grunna. Þegar heimum Ilkka og Lofts lýstur saman fyrir alvöru verður frásögnin nánast súrrealistísk en einhvern veginn tekst Val þó að halda um alla þræði. Og sleppur vel fyrir horn ekki síst með því að vera vel vakandi fyrir kómískum aðstæðum sögupersóna sinna. Því má með sanni segja að bókin sé glæsilegt fyrsta verk höfundar. Þá má og nefna að Valur hefur lengi starfað sem blaðamaður og er vel pennafær. Stíll bókarinnar ein- kennist af oft snjöllu líkingamáli. Eins og þegar Illka stillir upp salt- stauk og sítrónum sem tindátum, hann er að leggja til atlögu við erf- iða þynnku, og líður eins og Napól- eóni sem virðir fyrir sér óvinaher- sveitir við Waterloo. „Þetta myndi ekki fara vel, en best að drífa það af samt.“ (Bls. 20) Á tímabili leit út fyrir að Valur væri að ofnota líkingamálið en þegar upp er stað- ið rímar það stílbragð ágætlega við söguheim bókarinnar. Glæsilegt fyrsta verk höfundar sem sagt en til að Valur eigi eitt- hvað inni við næstu skáldsögu (og væri meira krefjandi fyrir höfund gagnvart íslenskum lesendum ef sögusviðið væri kunnuglegra), plús áðurnefndir annmarkar, hljóta mörkin að liggja við þrjár stjörnur – hvað sem líður almennri stjörnugleði gagnrýnenda. Jakob Bjarnar Grétarsson Graður og fullur Finni í kröppum dansi BÓKMENNTIR Konungur norðursins Valur Gunnarsson ★★★ Glæsilegt fyrsta verk höfundar Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is eftir Anton Tsjekhov Leikstjórn og leikgerð: Baltasar Kormákur Jólafrumsýning 26. desember ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ÍVANOV Gjafakort Þjóðleikhússins fæst á www.leikhusid.is og í miðasölu á Hverfisgötu Gefum góðar stundir 7. og 8. des uppselt 30. des
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.