Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 91

Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 91
FÖSTUDAGUR 14. desember 2007 55 Knáar konur sem gefa út bækur á vegum bókaútgáfunnar Sölku kynna bækur sínar í kvöld kl. 20 í kaffihúsi Skrúðgarðs á Akranesi. Freyja Haraldsdóttir og Alma Guðmundsdóttir lesa upp úr bók sinni Postulín. Þegar Freyja fæddist var henni ekki hugað líf en í dag hefur hún afrekað meira en margir jafnaldrar hennar. Guðrún Hannesdóttir er mörgum kunn fyrir barnabækur sínar auk þess að hafa safnað gömlum vísum fyrir börn. Hér kemur hún með fyrstu ljóðabók sína, Fléttur, og hefur fengið feikigóð viðbrögð. Lóa Pind Aldísardóttir les úr Sautjándanum. Um er að ræða eldfima skáldsögu um Ylfu sem fer í gæsaferð með vinkonum sínum og lendir í atburðarás sem bókstaflega umturnar lífi hennar. Auður Ólafsdóttir les úr bók sinni Afleggjarinn sem er gullfalleg saga um ungan mann sem yfirgefur ástvini sína og leggur af stað í ferð sem verður honum afdrifarík. - vþ Konur lesa upp LÓA PIND ALDÍSARDÓTTIR Les upp úr sinni fyrstu skáldsögu á Akranesi í kvöld. Í bók sinni, Hefurðu séð huldu- fólk?, gerir Unnur Jökulsdóttir víðreist um landið og leitar uppi staði og sögur sem tengjast huldu- fólki. Verkefnið er mjög athyglis- vert – að kanna hvernig huldu- fólkssögur lifa enn með landsmönnum og hvernig þær „birtast“ okkur í dag. Þetta er vandmeðfarið efni því það tengist trú manna ekki síður en sagna- mennskunni því líkt og Unnur sýnir með bók sinni lifa margir í henni. Deila má um hvort trú á huldufólk flokkist sem sérviska eða liður í náttúrutrú en líklegt má teljast að trú þessi hafi orðið meira áber- andi á nýliðnum árum – ekki síst vegna auk- innar ferðamennsku og útgáfu á efni fyrir þann markhóp. Minnug fyrri lestra á þjóðsögum og sagnaþáttum finnst mér þó þrettándinn þunnur í frá- sögnum þessarar bókar. Ég er ekki viss um hvort það er aldur minn eða ástand heimsins sem hefur slævt áhrifa- mátt huldufólkssagn- anna í mínum huga en ég varð sannast sagna fyrir nokkrum von- brigðum. Flestar frásagnanna snúast um samskipti sem eru fjarri æsileg- um viðburðum þjóð- sagnanna þegar þessu fólki annars heims voru lögð orð í munn og afskiptasemi þeirra virtist meiri. Sögu- menn þeir og konur sem Unnur greinir frá leggja mis- mikinn trúnað á huldufólkssögur, sum hafa haft bein samskipti við huldufólk á meðan aðrir viðmæl- endur fara hálfgildings undan í flæmingi. Þetta er falleg bók, hana prýða laglegar ljósmyndir og frágangur hennar er til fyrir- myndar. Bókinni er skipt upp milli landshluta en ég saknaði þess að hafa kort af landsvæðum og þá til dæmis merkingar um þá staði sem höfundur tengir sér- staklega við huldufólk. Frásagnir af ferðum höfundarins og sam- ferðafólks fundust mér óþarflega umfangsmiklar – hugleiðingar Unnar um huldufólkstrú og ein- kunnir þær sem hún gefur við- mælendum sínum verða fljótt fyrirsjáanlegar og er lítill stíg- andi í þessari sögu. Í bókarlok er höfundurinn kominn í hring og aftur á huldufólksslóðir í Gríms- nesi en þar hyggst hún með leið- sögn skyggnrar konu leita huldu- fólks í nágrenninu. Lýsingar þess eru mögulega til marks um undarlegt samlífi mannfólks og huldufólks því í þeirri frásögn skarast ólíkir heimar – „heim- sóknin“ í hulduheimana er trufluð þegar bláum golfbíl er hreinlega ekið inn í frásögnina. Það er gott og gilt að safna saman huldufólkssögum á okkar dögum og Unnur vísar til nokkurra fyrri safnrita í bók sinni sem einnig er fróðlegt að kynna sér ef fólk hefur mikinn áhuga á efninu. Bók þessi verður vafalítið ágætis heimild um huldufólkstrú í framtíðinni. Kristrún Heiða Hauksdóttir Huldufólk í nútímanum UNNUR JÖKULSDÓTTIR BÓKMENNTIR Hefurðu séð huldufólk? Unnur Jökulsdóttir ★★ Óvenjuleg en heldur þunn ferðasaga LAUGARNESKIRKJA Hýsir jólatónleika Bjarkar Jónsdóttur. Söngkonan Björk Jónsdóttir kemur fram á jólatónleikum í Laugarneskirkju á sunnudag kl. 17. Á efnisskránni eru kirkjulög, aríur og jólalög. Undirleikari með söng Bjarkar er Bjarni Jónatans- son. Auk Bjarkar og Bjarna kemur kvennakórinn Heklurnar í heimsókn og flytur vel valin jólalög. Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.000 krónur en aðgangur er ókeypis fyrir börn. - vþ Jólatónleikar í Laugarneskirkju
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.