Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 94
58 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > FJÖLHÆF LILY Breska söngkonan Lily Allen er vin- sæl um þessar mundir. Á næsta ári mun hún verða and- lit nærfatamerkisins Agent Provocateur, en hún hefur einnig verið fengin í dóm- nefnd sem útnefnir næsta handhafa Orange Broadband- verðlaunanna fyrir skáldsögu. Britney Spears gat ekki verið viðstödd vitnaleiðslur á mið- vikudaginn sökum þess að söngkonan þjáist af ofsa- kvíða. Þetta segir vinkona hennar, Sam Lafti, sem dans- ar á tónleikum Spears. Söng- konan átti að mæta til lög- fræðings Kevins Federline, Mark Kaplan, þar sem for- ræðisdeila þeirra heldur áfram en lét ekki sjá sig. Og voru fjölmiðlar ekki lengi að grípa það á lofti og snúa öllu á versta veg. En Lafti sendi People.com tölvupóst þar sem hún útskýrði ástand Spears. „Hún er einfaldlega veik á líkama og sál. Það er ekki auðvelt að mæta þúsundum ljósmynd- ara á hverjum degi og sér- staklega þegar þú þarft að takast á við svona erfitt mál,“ skrifaði Lafti. Samkvæmt heimildarmanni The Sun er Britney nú á barmi taugaáfalls en hún hefur þó gefið sér tíma til að kíkja yfir handrt að kvikmyndinni Sweet Baby Jesus þar sem henni hefur verið boðið að leika sjálfa Maríu mey. Britney þjáist af ofsakvíða OFSAKVÍÐI Britney Spears þjáist af ofsakvíða og getur því ekki sinnt forræðisdeilunni við Federline af heilum hug. Aðeins annar vinningshafinn hefur gefið sig fram af þeim tveimur sem voru með allar fimm tölur réttar og fengu sexfaldan vinning í Lottó síðastliðinn laugar- dag. Um er að ræða ungt par með tvö ung börn en þau fá 23 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Nammi.is í Smáralind. „Þau voru bara stödd í Smáralind þar sem við vorum með blöðrur og svona stemningu í kringum Lottó- ið og mundu þá eftir því að kaupa miða,“ segir Guðbjörg Hólm hjá Íslenskri getspá. „Það má segja að blöðrurnar hafi gert þau rík! Þau voru alveg ótrúlega róleg yfir þessu og greinilega með báða fætur á jörðunni.“ Hinn vinningsmiðinn var keyptur í versluninni Úrval í Hrísa- lundi á Akureyri en dularfulla Úrvals-manneskjan hefur enn ekki komið í leitirnar. Athygli vekur að það var einnig Akureyringur sem hreppti í byrjun október stærsta lottóvinning sem greiddur hefur verið út á Íslandi, 105 milljónir í Víkingalottói. „Já, þeir eru ansi drjúgir með sig þarna fyrir norðan,“ segir Guðbjörg og hlær en hvetur um leið alla þá sem keyptu miða í Úrvali til þess að fara vel yfir seðlana sína. „Einhver á hér hjá okkur rétt um 23 milljónir. Það má nú nota það í eitthvað.“ Parið unga fær vinninginn greiddan út þann 7. janúar, daginn eftir þrettándann. Hið sama gildir um Úrvals-manneskjuna að því gefnu að hún gefi sig fram. „Þau fá glaðning á nýju ári og geta notað kreditkortið að vild með góðri samvisku fyrir jólin.“ - sók Lottóvinningshafi enn ófundinn AUGLÝSIR EFTIR AKUREYRINGI Guðbjörg Hólm segir 23 milljóna lottóvinning leynast á Akureyri. Mál Ians Strachan er síður en svo gleymt en hinn hálf- íslenski, þrítugi glaumglosi situr nú í Belmarsh, grunað- ur um að hafa ætlað að kúga fé út úr meðlim bresku kon- ungsfjölskyldunnar. Dómari í máli Pauls Ians Strachan Adalsteinsson hafnaði kröfu lög- fræðinga um láta hann lausan gegn tryggingu þann 7. desember síðastliðinn. Ian, sem á íslenskan föður, var handtekinn 11. sept- ember á þessu ári, grunaður um að hafa ætlað að kúga fé út úr meðlim bresku konungsfjölskyld- unnar vegna myndbandsupptöku á síma. Breskir fjölmiðlar mega ekki greina frá hver umræddur maður er en bandarískir vefmiðl- ar hafa sagt þetta vera Viscount Linley sem er tólfti í krúnuröðinni og frændi Elísabetar drottningar. Niðurstaða dómstólsins þýðir að Ian og meintur vitorðsmaður hans, Sean McGuigan, verða í haldi fram til 20. desember í Belmarsh- fangelsinu þar til mál þeirra verður tekið fyrir í Old Baily. Lög- fræðingar Ians halda fram sak- leysi skjólstæðings síns og í sam- tali við BBC-fréttavefinn segjast þeir hafa nokkuð öruggt mál í höndunum. En þrátt fyrir að Ian sé haldið bak við lás og slá virðist lögfræð- ingur hans, Giovanni Di Stefano, sannfærður um sakleysi hans og heldur úti ansi öflugri My Space- síðu á myspace.com/ianstra- chandiary. Þar má finna frétta- flutning af gangi mála auk þess sem Di Stefano útskýrir það skýrt og greinilega í myndbandi hversu fáranlegt það sé í hans augum. Einnig má þar sjá skrif Ians um dvölina í Belmarsh og myndir af honum við hin ýmsu tækifæri. Giovanni segir á heimasíðunni að hann hafi undir höndunum við- kvæm skjöl sem eigi eftir að koma illa við konungsfjölskylduna þegar þau verða dregin fram í dagsljós- ið. „Og ég ætla ekki að selja þau til fjölmiðla þrátt fyrir tilboð upp á himinháar upphæðir,“ skrifar Di Stefano. Ian lætur þess síðan getið að mönnum sé frjálst að skrifa bréf til hans en heimsóknir í Belm- arsh séu bundnar við fjölskyldu- meðlimi. En það eru ekki bara lagalegar útskýringar lögfræðingsins skrautlega og myndaalbúm sem vekja athygli því meðal „vina“ Ians er lestarþjófurinn Ronnie Biggs. Biggs er hálfgerð goðsögn í Bretlandi eftir að hafa verið vit- orðsmaður í lestaráninu mikla árið 1963 en hann flúði til Brasilíu skömmu síðar. Hann sneri aftur til Bretlands árið 2001 og var þá handtekinn af bresku lögreglunni og færður í fangelsi. Svo skemmtilega vill til að Giovanni Di Stefano var einnig verjandi Biggs á sínum tíma. freyrgigja@frettabladid.is Krúnukúgari á MySpace SKRAUTLEGUR Giovanni Di Stefano heldur úti MySpace-síðu til stuðn- ings skjólstæðingi sínum þar sem lesa má um þróun mála. Í STEININUM Ian Strachan þarf að dúsa bak við lás og slá til 20. desember þegar mál hans verður tekið fyrir í Old Baily. BUCKINGHAMHÖLL Meint fjárkúgunartilraun Ians Strachan hefur valdið fjaðrafoki innan bresku konungsfjölskyldunnar. NORDICPHOTOS/AP KRINGLUNNI OG SMÁRALIND pils 5.990 eyrnalokkar 2.790 sokkabuxur 2.490 kjóll 13.990 skór 4.990 hringur 1.090 veski 3.490 toppur 5.490
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.