Fréttablaðið - 14.12.2007, Side 101

Fréttablaðið - 14.12.2007, Side 101
FÖSTUDAGUR 14. desember 2007 65 D-Sides er lokahnykkurinn á útgáfunni sem tengist Gorillaz- plötunni Demon Days. Þetta er tvöföld plata sem inniheldur b- hliðalög, demó-upptökur, rímix og áður óútgefin lög sem tekin voru upp þegar platan var gerð. Á meðal efnis er lagið Hong Kong sem Gorillaz gerði fyrir War Child-samtökin, lagið Bill Murray sem Gorillaz gerði með hljóm- sveitinni The Bees og lagið Stop the Dams sem Damon flutti með Ghostigital á náttúruvina- tónleikunum í Höllinni fyrir tæpum tveimur árum. Fyrri diskurinn hefur að geyma fágæt lög og b-hliðalög, en á seinni disknum eru rímixin. Fyrri disk- urinn er mjög misjafn að gæðum. Það eru nokkur fín lög þarna til dæmis 68 State, People, We Are Landfill og fyrrnefnt Hong Kong, en svo er inni á milli uppfyllingar- efni og hálfgert drasl. Stop the Dams fer í seinni flokkinn. Þrátt fyrir að í laginu spili fríður flokkur íslenskra blásara, Damon, Curver, DJ Magic og Einar Örn, þá er þetta gjörsamlega vonlaust lag. Damon er hins vegar ekkert að klikka á kúlinu í rímixunum. DFA, Stanton Warriors, Soulwax, Hot Chip og Jamie T. eru á meðal þeirra sem endurvinna smáskífu- lögin Dare, Feel Good Inc. og Kids With Guns og eins og við var að búast eru mörg frábær mix þarna þó að eitt eða tvö steindauð slæðist með. Á heildina ágætis pakki sem er aðallega stílaður inn á hörðustu aðdáendurna. Trausti Júlíusson Fyrir þá hörðustu TÓNLIST D-Sides Gorillaz ★★★ Damon Albarn og félagar í Gorillaz safna saman fágætum upptökum, b-hliðarlögum og rímixum á misjafna plötu sem er fyrst og fremst stíluð inn á hörðustu aðdáendurna. Bandarískur ljósmyndari hefur höfðað einkamál gegn leikaranum Pierce Brosnan vegna atviks sem átti sér stað á bílastæði í Los Angeles 26. október. Þá reyndi ljósmyndarinn að smella myndum af Brosnan með þeim afleiðingum að leikarinn lamdi hann í brjóst- kassann. Ljósmyndarinna segist hafa orðið fyrir alvarlegum tilfinningalegum skaða og meiðslum, þar á meðal brákaði hann rifbein. Saksóknarar í Los Angeles úrskurðuðu í síðasta mánuði að ekki væru næg sönnunargögn til að sakfella hinn 54 ára Brosnan og því ákvað ljósmyndarinn að höfða einkamál. Ljósmyndari höfðar mál BROSNAN Ljósmyndari hefur höfðað einkamál gegn fyrrverandi Bond-leikara. Kvikmyndin There Will Be Blood var kjörin besta myndin af kvikmyndagagnrýnendum í Los Angeles. Myndin, sem er byggð á skáldsögunni Oil! eftir Upton Sinclair, hlaut þrenn verðlaun til viðbótar. Daniel Day-Lewis var kjörinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt sem olíubarón í Kaliforníu sem lendir í deilum við son sinn og predikara snemma á síðustu öld. Auk þess var Paul Thomas Anderson valinn besti leikstjórinn og Jack Fisk fékk verðlaun fyrir bestu hönnun. Marion Cotillard var valin besta leikkonan fyrir túlkun sína á Edith Piaf í myndinni La Vie En Rose. Day-Lewis verðlaunaður THERE WILL BE BLOOD Daniel Day- Lewis fer með aðlhlutverkið í myndinni There Will Be Blood. Ný útgáfa af einu þekktasta og mest spilaða lagi Bubba Morthens fer bráðum í spilun á útvarpsstöðvum. Bubbi Morthens fór nýlega í hljóð- ver með stórsveit Reykjavíkur og tók upp Ísbjarnarblús í stórsveitar- útsetningu. Þeir eru ófáir sem hafa sungið lagið um þorskana þúsund sem þokast nær á færi- bandinu í partíum með kassagítar- inn einan að vopni en nú hefur Bubbi bætti við lúðrum af öllum stærðum og gerðum. „Þetta var algjörlega geggjað,“ segir Bubbi í samtali við Fréttablaðið en lagið verður gefið út í tilefni af nýárs- tónleikum hans í Laugardalshöll- inni 4. og 5. janúar. „Lagið verður í stíl við það sem menn voru að gera í gamla daga,“ bætir hann við og því má reikna með að aðdáendur kappans leggi við hlustir þegar þessi nýstárlega útgáfa fer í spilun. Og Bubbi er alla jafna mjög áberandi yfir hátíðirnar og Þor- láksmessutónleikarnir hans eru í huga margra algjörlega ómissandi þáttur í jólahaldinu. Bubbi segir að þegar sé uppselt á tónleikana og því ljóst að færri komast að en vilja. „Við höfum tekið upp tónleikana undanfarin ár og eigum því orðið dágott safn af heimildum,“ segir Bubbi og því skyldi enginn útiloka að þær yrðu gefnar út á næstu árum. Að auki fer Bubbi að sjálfsögðu í sína árlegu ferð á Litla-Hraun en þetta verður 24. árið í röð sem Bubbi spilar fyrir fangana þar. freyrgigja@frettabladid.is Nýr Ísbjarnarblús Bubba FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Í NÝRRI ÚTGÁFU Bubbi fór nýlega í upptökuver og tók upp nýja útgáfu af Ísbjarnarblúsnum góðkunna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.