Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 102
66 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Haukar og HK mætast í sannkölluðum toppslag í N1-deild karla í Digranesi í kvöld kl. 19.15. Haukar eru efstir í deildinni með 21 stig og HK fylgir fast á eftir með 17 stig en á einn leik til góða. Haukar hafa verið á miklu flugi í deildinni í vetur undir stjórn Arons Kristjánssonar og komið skemmtilega á óvart eftir dapurt gengi liðsins í deildinni í fyrra. Aron segir markmiðið hins vegar alltaf hafa verið að berjast í topp- baráttunni. „Maður vill náttúrulega alltaf stefna eins hátt og mögulegt er og helst hærra, þannig að þegar ég kom inn í þetta hjá Haukum þá sáum við strax ákveðna möguleika í stöðunni. Þetta er sem betur fer búið að ganga eins vel og við höfðum vonað. Við erum náttúrulega að hefja mikla uppbyggingu hjá liðinu og það er ánægju- legt að það gangi strax jafn vel og raun ber vitni,“ sagði Aron sem býst við jöfnum leik gegn HK í kvöld. „Við náðum að vinna HK á Ásvöllum í mjög jöfnum leik um daginn og ég veit fullvel hversu öflugt liðið er og staða liðsins í deildinni lýgur engu. Við eigum 50 prósent möguleika á sigri að mínu mati og ég tel að við verðum að eiga toppleik til þess að vinna. Það er mjög mikilvægt að við náum að stoppa þessa hröðu leikmenn sem spila fyrir utan hjá HK og ég tel möguleika okkar fyrst og fremst liggja í öguðum sóknarleik og öflugum varnarleik gegn hröðu spili HK liðsins,“ sagði Aron sem hefur ekki orðið fyrir vonbrigðum með íslensku deildina eftir heim- komuna frá Danmörku. „Deildin er mjög sterk og jöfn og það er mikið af ungum og efnilegum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref, þó svo að það væri vissulega skemmtilegt að sjá fleiri stórskyttur koma fram í sviðsljósið. En það er bara eins og það er. Helsti galli deildarinnar er kannski hversu fá lið eru í henni og þá hversu lítil fjölbreytni í andstæðingum. Það getur verið dálítið þreytandi, en á móti kemur auðvitað að deildin er mjög jöfn og spennandi,“ sagði Aron. ARON KRISTJÁNSSON, ÞJÁLFARI HAUKA: HEFUR GERT FRÁBÆRA HLUTI MEÐ HAUKALIÐIÐ Í N1-DEILDINNI Í VETUR Búið að ganga eins vel og við höfðum vonað FÓTBOLTI Í gær var tilkynnt á opin- berri heimasíðu Íslendingafélags- ins West Ham United að Eggert Magnússon hefði ákveðið að víkja úr sæti stjórnarformanns og selja sömuleiðis fimm prósenta hlut sinn í liðinu til Björgólfs Guð- mundssonar. Björgólfur á því orðið hundrað prósent í West Ham United og mun að sama skapi gegna hlutverki stjórn- arformanns. Sögusagnir síð- ustu daga þess efnis að Eggert Magnússon væri til- búinn að yfirgefa West Ham og snúa sér að öðrum verkefnum voru staðfestar á opinberri heimasíðu félagsins í gær. Eggert segir þar sjálfur í yfirlýsingu að hann hafi notið tíma síns sem stjórn- arformaður en hann láti nú þegar af öllum störfum sínum hjá félaginu. „Þetta er búinn að vera góður tími og það hefur verið sönn ánægja og mikill heiður að taka þátt í þessu verkefni. Nú ætla ég að snúa mér að öðrum viðskipta- hagsmunum mínum og ég held að þetta sé rétti tíminn fyrir mig til þess að hætta hjá West Ham,“ sagði Eggert, sem var mörgum þakklátur fyrir tíma sinn hjá félaginu. „Ég vil nota tilefnið og færa stuðningsmönnum West Ham sér- stakar þakkir fyrir að styðja vel við bakið á mér og liðinu og þeir hafa sannað það að mínu mati und- anfarin ár að þeir eru bestu stuðn- ingsmenn á Englandi. Ég vil líka þakka öllum þeim samstarfsmönn- um sem ég hef unnið með á tíma mínum hjá félaginu. Ég vona að West Ham eigi bjarta framtíð fyrir sér og ég mun mæta og styðja liðið við hvert tækifæri sem gefst,“ sagði Eggert. Björgólfur Guðmundsson, nýr stjórnarformaður liðsins, fór fögr- um orðum um Eggert á heimasíðu West Ham og þakkaði honum vel unnin störf. „Eggert hefur skilað frábærri vinnu fyrir West Ham, oft við mjög erfiðar aðstæður, og við óskum honum að sjálfsögðu vel- farnaðar í komandi verkefnum hans í framtíðinni,“ sagði Björ- gólfur og bætti við: „Ég ætla mér að halda áfram þeirri góðu vinnu sem Eggert skilaði og búa félagið undir næsta skref. Við höldum áfram að styrkja stoðir þessa sögu- fræga klúbbs til þess að búa hann undir bjarta framtíð,“ sagði Björgólfur og ítrekaði að ný stjórn væri þegar komin á fullt. „Það er fagnaðarefni að geta til- kynnt að ný stjórn hefur nú loks tekið fyrsta skrefið að byggingu á nýjum 60.000 sæta leikvangi fyrir West Ham sem ber merki um fram- tíðaráætlanir félagsins og metn- að,“ sagði Björgólfur í tilkynning- unni. Við kaup hans á hlut Eggerts lagði hann einnig 30,5 milljónir punda eða um 4 milljarða króna, inn í eignarhlutafélag West Ham til þess að styrkja stoðir þess enn frekar. omar@frettabladid.is Eggert yfirgefur herbúðir West Ham Eggert Magnússon seldi hlut sinn í West Ham og lét af stjórnarformennsku hjá liðinu í gær. Björgólfur Guð- mundsson keypti hlut hans og tók við sem stjórnarformaður félagsins. Hann hefur enn fremur lagt um fjóra milljarða til viðbótar í eignarhlutafélag West Ham og hyggur á byggingu glæsilegs 60.000 sæta leikvangs. NÝIR TÍMAR Eggert sagði bless við West Ham í gær, seldi fimm prósenta eignarhlut sinn og lét af störfum sem stjórnarformaður félagsins. Björgólfur Guðmundsson heilsar sem nýr stjórnarformaður ásamt því að eiga félagið að fullu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES > Birgir Leifur byrjaði illa Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hóf keppni á Suður- Afríkumótinu í golfi í gær. Honum gekk ekki vel á fyrsta hring en hann kom í hús á 79 höggum eða 7 höggum yfir pari. Hann er í 89. sæti en á samt þokka- lega möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn í dag. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni og í því taka þátt stórstjörnur á borð við Ernie Els, Retief Goosen og Greg Norman. FÓTBOLTI Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi Víði Sigurðssyni, höfundi bókarinnar Íslensk knattspyrna, og KSÍ bréf í gær þar sem deild- in fordæmir þau vinnubrögð Víðis að viðurkenna ekki eitt marka Blikans Magnúsar Páls Gunnarssonar í bókinni. Vilja Blikar fá opinbera afsök- unarbeiðni frá Víði. Neiti Víðir að biðjast afsökunar fara Blikar fram á að KSÍ endurskoði þá ákvörðun sína að vera í samvinnu við höfundinn. Bréf Blika er svohljóðandi: „Knattspyrnudeild Breiðabliks telur það stórlega ámælisvert að í bókinni Íslensk knattspyrna 2007 er Magnús Páll Gunn- arsson leikmaður Breiðabliks ekki sagður þriðji marka- hæsti leikmaðurinn í Landsbankadeild karla árið 2007. KSÍ hafði áður veitt honum viðurkenningu fyrir að vera þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Bókin Íslensk knattspyrna hefur verið gefin út í 27 ár, er ætlað að vera annáll íslenskrar knattspyrnu og öllum ljóst að það er í henni sem í framtíðinni er leitað upplýsinga um íslenska knattspyrnu árið 2007, ekki á vef- síðu KSÍ. Þar af leiðandi hefur Víðir Sigurðsson sama og svipt Magn- ús Pál titlinum þriðji marka- hæsti leikmaður ársins 2007. Knattspyrnudeild Breiðabliks lítur svo á að þar sem bókin Íslensk knattspyrna hefur slíka yfirburða- stöðu sem sagnfræði- leg heimild um knatt- spyrnu á Íslandi sé það með öllu óeðlilegt að höfundur hennar taki sér ritfrelsi til að dæma mark af Magnúsi Páli þar sem KSÍ hefur dæmt það gott og gilt. Deildin fordæmir því harð- lega vinnubrögð höfundar og fer fram á opinbera afsökun- arbeiðni hans. Að öðrum kosti fer deildin fram á það við Knattspyrnusamband Íslands að það endurskoði samvinnu sína við höfund- inn um gerð bókarinnar líkt og verið hefur. Sambandið, sem knatt- spyrnudeild Breiðabliks er aðili að, getur ekki verið þekkt fyrir að samþykkja slík vinnubrögð þar sem samþykktar leikskýrsl- ur þess eru virtar að vettugi.“ - hbg Knattspyrnudeild Breiðabliks ekki sátt við höfund bókarinnar Íslensk knattspyrna: Blikar vilja að Víðir biðjist afsökunar VÍÐIR OG MAGNÚS PÁLL Meint mark Magnúsar Páls gegn FH er að verða eitt umdeildasta mark síðari tíma á Íslandi. FÓTBOLTI Fastlega er búist við því að tilkynnt verði í dag að Ítalinn Fabio Capello sé búinn að skrifa undir samning við enska knatt- spyrnusambandið og muni þar með taka við enska landsliðinu af Steve McClaren sem var rekinn á dögunum. Enska knattspyrnusambandið staðfesti í gær að það hefði náð samkomulagi í meginhlutum við Capello en verið væri að ganga frá smáatriðum í samningnum. „Stjórnin hefur samþykkt að ráða Capello en eftir er að ganga frá samningum. Samningaviðræð- ur ganga vel. Það eru engin vandamál og við erum bjartsýnir á að ná saman,“ sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins. Talið er að Capello fái um 500 milljónir króna í árslaun, sem er það mesta sem landsliðsþjálfari Englands hefur fengið í laun. - hbg Enska landsliðið: Capello tekur við landsliðinu FABIO CAPELLO Verður næsti landsliðs- þjálfari enska landsliðsins. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.