Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 110

Fréttablaðið - 14.12.2007, Page 110
74 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. horfðu 6. í röð 8. mas 9. illæri 11. belti 12. óbundið mál 14. strita 16. sjó 17. tunnu 18. ennþá 20. stöðug hreyfing 21. afli. LÓÐRÉTT 1. rauf 3. ryk 4. trúarbrögð 5. hár 7. biðja ákaft 10. sefa 13. hallandi 15. eyðimörk 16. gras 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. litu, 6. rs, 8. mal, 9. óár, 11. ól, 12. prósi, 14. baksa, 16. sæ, 17. ámu, 18. enn, 20. ið, 21. fang. LÓÐRÉTT: 1. gróp, 3. im, 4. taóismi, 5. ull, 7. sárbæna, 10. róa, 13. ská, 15. auðn, 16. sef, 19. nn. „Stjórn FÍH hefur fjallað um málið og niðurstaðan sú að samningar kveði skýrt á um að ef félagar í FÍH koma fram í Ríkisútvarpinu ber að greiða fyrir það. Krafa okkar er að farið sé eftir samningum og að lögum,“ segir Sigurgeir Sigmunds- son, gjaldkeri hjá FÍH, hagsmuna- og fagfélagi atvinnuhljómlistar- manna á Íslandi. Fréttablaðið greindi frá því í gær, sem hér eftir verður kallað Stóra- Klaufamálið, að kántrí- sveitin Klaufar og aðstoðarmenn standi nú í stappi við Ríkisútvarpið að fá greidda reikninga frá því Rás 2 sendi út frá dansleik þeirra á Ásvöllum 3. nóvember síðastliðinn. Heildarupp- hæð reikninga er um 400 þúsund. Ólafur Páll Gunnarsson útvarps- maður sá um útsendinguna af hálfu RÚV og sagði í gær að hann liti svo á að RÚV væri búið að borga Klauf- um og vel það í formi ókeypis aug- lýsinga. Honum finnst galið að greiða níu tónlistarmönnum á FÍH- taxta vegna útsendingarinnar. „Klaufar eru klaufar í þessu máli,” segir Óli Palli. Sigurgeir segir að stjórn FÍH hafi sent útvarpsstjóra bréf fyrir um mánuði vegna málsins en ekk- ert bóli á svari. Samningur milli FÍH og Ríkisútvarps- ins er skýr og viðamikill. „Þess vegna undrast ég að Óli Palli virð- ist halda að hann sé í hálfgerðri pílagrímsferð fyrir íslenska tón- listarmenn. Að þetta sé eins konar greiðastarfsemi af hans hálfu. Hann á allt gott skilið en hann er bara starfsmaður Ríkisútvarpsins og honum ber að fara eftir samningum.” Sigrún Stefánsdóttur er yfir dag- skrá Útvarpsins og hún segir að verið sé að fara í saumana á málinu innan dyra hjá Ríkisútvarpinu. FÍH megi fljótlega vænta svars. „Þetta er dæmigert mál þar sem orð stend- ur á móti orði. Meira hef ég ekki um málið að segja í bili. Enda lít ég svo á að við eigum ekki að reka það í fjölmiðlum.” - jbg Stóra Klaufamálið enn í hnút SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR Dæmigert mál þar sem orð stendur á móti orði. SIGURGEIR SIGMUNDSSON FÍH krefst þess að reikningar Klaufa verði greiddir. „Ég vinn ekki bara á ein- um stað, svo það er svolítið fjölbreytt. Á verkstæðinu er venjulega kveikt á Rás 1 og á Bylgjunni í öðru, svo það verður svona samsuða af því. Þessa dagana hlusta ég svo á jólalög þegar ég er í bílnum á leið á milli staða.“ Vala Þórólfsdóttir stoðtækjafræðingur. Friðrik Weisshappel fagnaði fertugsafmæli sínu um síðustu helgi með opnu húsi á heimili sínu í Kaupmannahöfn. „Þetta var frábær dagur og hingað kom ofboðslega mikið af fólki,“ segir Friðrik en um 180 manns var boðið í afmælið. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í síðustu viku fékk Friðrik aukahlutverk í kvikmyndinni Good Heart í afmælisgjöf frá Degi Kára og Þóri Snæ Sigurjónssyni. Ástæðan var sú að leikur í kvikmynd er á lista yfir hluti sem Friðrik ætlar sér að gera áður en hann deyr. Fleiri virðast hafa kíkt á þann lista því tengdaforeldrarnir gáfu honum loftbelgsflug yfir Danmörku í afmælisgjöf. „Mig hefur alltaf langað til þess að fljúga í loftbelg, allt frá því að ég las Undraeyjuna eftir Jules Verne – það er eitthvað ævin- týralegt við það. Ég fékk svakalega mikið af fínum gjöfum þótt stærsta gjöfin væri sá hlýhugur sem fólk sýndi mér með því að mæta hingað í afmælið mitt. Ef ég verð stúrinn get ég bara lesið gestabókina.“ Friðrik lætur sér ekki nægja að þiggja gjafir því hann hefur ákveðið að kaupa vagnhlass af fótboltum og fara með þá til Afríku. „Forsagan er sú að ég fór til Afríku ásamt vini mínum, Bjarna Ármannssyni, í september og var þar í ellefu daga. Við heimsóttum meðal annars Tógó, Senegal og Gíneu-Bissá. Krakkarnir þarna elska að spila fótbolta en það eru ekki til peningar til að kaupa bolta. Þess vegna ákvað ég að kaupa 2.500 fótbolta á næstu þremur árum og gefa grunnskólum í Gíneu-Bissá,“ segir Friðrik en hann ætlar sjálfur að fljúga til Afríku og færa skólunum boltana. „Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unicef, er mér til aðstoðar. Þetta er mín leið til að leggja eitthvað af mörkum.“ - sók Gefur 2.500 fótbolta til Afríku LEGGUR SITT AF MÖRK- UM Friðrik Weisshappel ætlar að fara til Gíneu- Bissá með töskurnar fullar af fótboltum. Viðar Eggertsson hefur verið ráðinn sem leikhússtjóri hins ágæta Útvarpsleikhúss en það þýðir þó ekki að hann sé hættur að blogga eins og svo margir gera þegar þeir hreppa virðulegan titil. Þannig lætur Viðar til sín taka í máli Erlu Óskar Arnar- dóttur Lilliendahl sem mjög hefur verið til umfjöllunar upp á síðkastið vegna harðræðis sem hún var beitt á Kennedy-flugvelli í New York. Viðar birtir á síðu sinni, eggmann.blog.is, enska þýðingu á bloggi Erlu sem kom öllu af stað. Og skorar á menn að dreifa um hinn enskumælandi heim einkum til Bandaríkjamanna sjálfra. Sá sem þýðir er hins vegar Gunnar Tómasson, löggiltur skjalaþýðandi. Egill Helgason sjónvarpsstjarna aflar sér nú vina víða. Þannig er Jónas Kristjánsson orðinn einn helsti aðdáandi Egils og vill hann sem rit- stjóra Moggans. Femínistar hafa tekið Egil í sátt og vel það eftir að hafa óáreittar fengið að koma sjónarmið- um sínum á framfæri í Silfrinu og við síðasta pistli hins guðhrædda Egils á síðu hans kveða nú við fagnaðaróp úr ranni Vantrúar. En Egill vill aðskilnað ríkis og kirkju og engar refjar. Þótt hljómsveitin Klaufar frá Selfossi hafi einkum verið í fréttum vegna þrefs um ógreidda reikninga hjá RÚV fer því fjarri að hljómsveitin sýsli aðeins við skrifræðið. Hún er að undirbúa upptökur annarrar plötu sinnar, en „Hamingjan er björt”, tekin í Nashville, seldist í fimm þúsund eintökum og fór í gull. Birgir Niel- sen trymbill vinnur að því að gera Selfoss og Nashville að sérstökum vinabæjum en til Nasville halda þeir Klaufar nú á nýjan leik fljótlega á næsta ári. Og prúðbúnir en í síðustu ferð til USA eyddu þeir samtals milljón krónum í kúrekafatnað, hatta og stígvél. -jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ætli Baltasar taki ekki bara sínar Grímur og ég fái alla aðsóknina. Og við sjáum svo bara til hvor okkar verður á flottari jeppa eftir áramót,“ segir Björn Hlynur Haraldsson, leikstjóri Jesus Christ Superstar sem verður jólasýning Borgarleikhússins í ár. Björn og Baltasar Kormákur eru eftir nokk- uð farsælt samstarf undanfarin ár í harðri samkeppni um hylli gesti leikhúsanna um þessi jól því í Þjóð- leikhúsinu er Baltasar að setja upp Ívanoff eftir Tsjekov. Félagarnir unnu saman að gerð einnar vinsælustu kvikmyndar Íslands, Mýrinnar, þar sem Baltasar sat í leikstjórastólnum og Björn Hlynur lék Sigurð Óla. Þeir bættu síðan um betur þegar Baltasar stýrði Birni sem Pétri Gaut en sú sýning var sýnd fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu og sópaði að sér Grímunum á árlegri uppskeruhátíð leikhússfólksins fyrir ári. En í dag er öldin önnur og það er hart barist á öllum vígstöðvum. Björn Hlynur er þó sannfærður um hvor sýningin fær meiri aðsókn. „Andrew Lloyd Webber á móti Tjekov í miðasölu, það verður að teljast frekar ójafn leikur,“ segir Björn og hlær. „Hann er bara orðinn eitthvað hræddur, strákurinn,“ svarar Balt- asar að bragði og efast ekki eina sekúndu um ágæti og úthald rúss- neska leikskáldsins. „Þótt Tsjekov sé gamall þá ætlar hann ekkert að gefa eftir í baráttunni við Webber,“ bætir Baltasar við og segir að hann þurfi lítið á nýjum jeppa að halda, hann eigi hvort eð er svo flottan. „Björn má bara kaupa minn ef hann vill.“ Baltasar vonast þó til að Birni gangi allt í haginn með písl- argöngu Jesú. „Við skulum bara rétt vona að hann græði sem mest á þessum iðnaðarnjósnum sem hann stundaði í Pétri Gaut.“ freyrgigja@frettabladid.is BALTASAR OG BJÖRN HLYNUR: HÖRÐ SAMKEPPNI UM AÐSÓKN Baltasar tekur Grímuna, Björn Hlynur aðsóknina JÓLA-BARDAGI Björn Hlynur og Baltasar berjast um hylli áhorfenda í leikhúsunum um jólin. SAMSETT MYND/KRISTINN Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. Opið 10-18:15 laugardaga 11-14.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.