Fréttablaðið - 22.12.2007, Page 2

Fréttablaðið - 22.12.2007, Page 2
2 22. desember 2007 LAUGARDAGUR © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 7 Frábær jólagjöf! Við minnum á rafrænu gjafakortin okkar. Opið til 22:00 Þorláksmessa 12:00-18:00 www.IKEA.is LÖGREGLUMÁL Ákært var í rúmlega fjórðungi þeirra kynferðisbrota- mála gegn fullveðja einstakling- um sem lögregla og saksóknarar fjölluðu um á síðasta ári. Til saman- burðar var ákært í 92 prósentum líkamsárásarmála. Þetta kemur fram í ársskýrslu Ríkissaksóknara fyrir árið 2006. Alls voru 69 kynferðisbrot gegn fullveðja einstaklingum afgreidd frá saksóknurum á árinu. Af þeim voru 50 felld niður, en ákært í 18 tilvikum, 26 prósentum tilvika. Hutfallið er breytilegt milli ára, í fyrra var ákært í 37 prósentum mála, en árið áður í 26 prósentum. Á síðasta ári afgreiddu saksókn- arar 59 kynferðisbrotamál sem sneru að börnum. Af þeim voru 34 felld niður, en ákært í 23, eða 39 prósentum brota. Þetta er heldur lægra hlutfall en undanfarin ár. Í fyrra var ákært í 46 prósentum til- vika, og vegna 50 prósenta brota árið 2004. „Auðvitað er þetta ekki í lagi og við ekki sáttar við þetta,“ segir Þórunn Þórarinsdóttir, starfskona Stígamóta. Hún segir að gjarnan sé talað um að dómar þurfi að þyngjast, en hún vilji einnig sjá þeim fjölga í þessum brotum. „Auðvitað eru mörg af þeim málum sem til okkar koma fyrnd, en það er líka fullt af okkar fólki sem vill ekki kæra því það hefur ekki trú á dómskerfinu,“ segir Þórunn. - bj Mun ólíklegra að ákært sé vegna kynferðisbrota og barnaníðs en líkamsárása: Þarf fleiri og þyngri dóma NAUÐGUN Af 59 kynferðisbrotamálum gegn fullorðnum einstaklingum sem afgreidd voru hjá saksóknurum á árinu voru 34 felld niður en ákært í 23 tilvikum. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gjörgæsla Landspítalans við Hringbraut verði stækkuð eins fljótt og verða má. Landspítalinn fær sérstaka fjárveitingu á árinu 2008 til verksins og hækkar greiðslu- áætlun spítalans til samræmis við það. Kostnaður við viðbygging- una mun nema um 35 milljónum króna. Bæði Landspítalinn og nefnd sem vinnur að tillögum um framtíðarskipulag fasteigna hafa hvatt til og dregið fram kostina við að stækka gjörgæsluna. - kdk Betri aðstaða á Landspítala: Gjörgæsludeild verður stækkuð HJARTADEILD Víða eru mikil þrengsli á LSH. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VERSLUN Tölvukerfi Reiknistofu bankanna bilaði um klukkan fjögur í gær með þeim afleiðing- um að margir áttu erfitt með að greiða með debetkorti í verslun- um. Bilunin hafði einnig áhrif á hraðbanka og heimabanka. Kerfið var aftur komið í lag um klukkan sex. „Það mynduðust miklar raðir hjá okkur þegar kerfið bilaði, enda þurftum við að reyna nokkr- um sinnum að renna hverju korti í gegn til að ná sambandi,“ segir Árni Þór Árnason, verslunar- stjóri hjá Elko Smáratorgi. „Þetta hefur nú gerst áður, það er svo gífurlegt álag á kerfið rétt fyrir jólin. Raðirnar voru samt fljótar að tæmast eftir að þetta komst í lag.“ Bjarni Ólafsson, framkvæmda- stjóri vinnslusviðs Reiknistofu bankanna, segir eitt kerfa stof- unnar hafa hegðað sér á annan hátt en til var ætlast með fyrr- greindum afleiðingum. Bilunin hafi því í raun ekkert haft með álag að gera. „Við lögðumst strax í greiningar vinnu til að finna nákvæmlega hvað það var sem var í ólagi, og einangra það. Öllum vandræðunum var síðan lokið um klukkan sex.“ - sþs Tölvukerfi Reiknistofu bankanna var bilað milli klukkan fjögur og sex í gær: Þurftu að renna kortinu oft í gegn Í RÖÐ Raðir mynduðust víða þar sem bilunin í tölvukerfi Reiknistofu bankanna hafði áhrif. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR FANGELSISMÁL „Stór hluti fanga hefur ekki efni á því að gefa fjöl- skyldu sinni gjafir, en úr því bættu bókaútgefendur með stór- glæsilegum hætti,“ segir Magnús Einarsson, stjórnarmaður í Afstöðu, félagi fanga. Ástæðan fyrir orðum hans er framtak Félags íslenskra bókaútgefenda, sem í ár sendi föngum fjölda nýrra bóka svo þeir gætu gefið ástvinum sínum jólagjafir. Hugmyndina að bókagjöfinni átti Elías Baldursson, fangavörður á Litla-Hrauni, sem fann til með þeim föngum sem hann vissi að ekki höfðu getað gefið börnum sínum og öðrum ástvinum gjafir í langan tíma. Hann greindi Mar- gréti Frímannsdóttur, fyrrver- andi þingkonu sem nú starfar á Litla-Hrauni, frá hugmynd sinni. Margrét setti sig því næst í sam- band við Félag íslenskra bóka- útgefenda sem brást skjótt við bóninni og sendi lista til fanga þar sem þeir gátu skráð hvers konar bókum þeir óskuðu eftir. Margrét segist ekki hafa orðið vör við að einhver einn titill hafi vakið meiri lukku en annar, barnabækur hafi þó verið stór hluti þeirra 120 bóka sem bárust á Litla-Hraun. „Fangarnir pökk- uðu gjöfunum svo sjálfir inn og sendu áfram,“ segir hún og bætir við að mikillar vandvirkni hafi gætt við innpökkun margra þeirra. „Það er erfitt fyrir fólk að vera fjarri fjölskyldum sínum um jólin en ég vona að þetta geri fjarveruna léttbærari,“ bætir hún við. Að sögn Magnúsar ríkir mikil ánægja og þakklæti meðal fanga vegna framtaksins. Öll afbrigði bókaflórunnar hafi mátt finna í sendingunni og því hafi fangar getað valið ævisagnarit við hæfi í pakkann fyrir ömmu og skemmti- lega barnabók fyrir börnin. „Sjálfur hef ég efni á að gefa börnum mínum gjafir en það eru margir hér sem hafa það ekki. Það er föngum alveg jafn mikil- vægt og öðru fólki að geta glatt börnin sín og gott að vita að fólk er tilbúið að hjálpa til við það,“ segir Magnús. karen@frettabladid.is Fangar gleðja ást- vini með bókum Bókaútgefendur brugðust skjótt við þegar þeir höfðu fregnir af því að fjöldi fanga á Litla-Hrauni hefði ekki efni á að gefa fjölskyldum sínum gjafir. Magnús Einarsson, fangi á Litla-Hrauni, segir fanga afar þakkláta bókaútgefendum. BÓKUM PAKKAÐ INN Á LITLA-HRAUNI Augljósrar einbeitingar gætir í svip þessa unga manns á Litla-Hrauni sem í gær gekk frá bókagjöfum til ástvina sinna í tilefni jólanna. MYND/ELÍAS BALDURSSON Það er föngum alveg jafn mikilvægt og öðru fólki að geta glatt börnin sín. MAGNÚS EINARSSON FANGI Á LITLA-HRAUNI SAMFÉLAGSMÁL Líkt og fyrri ár gerir Fréttablaðið upp árið með erlendum sérfræðingum og heimsþekktum aðilum, í samstarfi við New York Times samsteypuna. Meðal þeirra sem skrifa munu í Fréttablaðið nú eru Nóbelsverð- launahafinn James D. Watson og Vicente Fox fyrrverandi forseti Mexíkó. Fyrsta greinin, sem birtist í dag, er eftir Biöncu Jagger, formann The World Future Council, en hún segir nauðsynlegt að endurskoða hagkerfi heims og stórauka aðstoð við hin fátækari ríki. Í blaðinu á morgun birtist svo fyrsta greinin af innlendum vendipunktum 2007 eftir lands- kunna Íslendinga. Sjá síðu 16 Erlendir vendipunktar 2007: Sérfræðingar gera upp árið Siggi, er úr þér allur vindur? „Ja, sumir halda að ég sé alltaf fullur af lofti.“ Sigurður „stormur“ Ragnarsson er orðinn langþreyttur á slagviðrinu og segist aldrei vera þreyttari en eftir að hafa spáð óveðrum. FRÆÐI Heimildarmyndin Zeitgeist hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Netheimar loga og milljónir manna hafa kynnt sér boðskap hennar. Í myndinni er spurt áleitinna spurninga. Þar kemur fram að í þúsundir ára hefur maðurinn tilbeðið sólina og guðlegt vald hennar. Maðurinn persónugerði sólina og því er haldið fram að frelsarinn Jesús Kristur sé arfur þeirrar trúar. Hann hafi í raun aldrei verið til. - shá / sjá síður 52 og 54 Er Jesús Kristur goðsögn?: Heimildarmynd vekur viðbrögð LÖGREGLUMÁL Sakborningar í Pólstjörnumálinu eru sex. Rannsókn lögreglu á málinu lauk í gær og var það sent ríkissak- sóknara. Niðurstaða rannsóknarinnar er rökstuddur grunur um stórfelld brot á lögum um ávana- og fíkni efni og almennum hegningar- lögum. Um fjörutíu kíló af amfetamíni fundust í skútu á Fáskrúðsfirði í september síðastliðnum. Þrír voru handteknir í og við skútuna, og fleiri handteknir í framhald- inu. Handtökurnar voru afrakstur lögreglurannsóknar sem staðið hafði yfir mánuðum saman. - sþs Lagt til að sex verði ákærðir: Pólstjörnumálið til saksóknara DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tveimur Litháum, fyrir að nauðga íslenskri konu í miðborg Reykja- víkur í nóvember síðastliðnum. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavík- ur um að mennirnir sæti áfram gæsluvarðhaldi. Héraðsdómur hafði úrskurðað mennina í varðhald til 29. febrúar næstkomandi, en verjendur þeirra áfrýjuðu niðurstöðunni til Hæstaréttar. Kröfðust þeir að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi eða styttur. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn, en stytti varðhaldið til 31. janúar. - sþs Hæstiréttur staðfestir úrskurð: Litháar áfram í gæsluvarðhaldi Vilja meira fé í brennu Starfsmannafélagið á Hólum í Skaga- firði hefur óskað eftir hærri styrk frá sveitarfélaginu vegna flugeldasýningar og brennu um áramótin. Byggðaráð vill að rætt verði um framkvæmd og umsjón flugeldasýninga og áramóta- brenna í sveitarfélaginu í viðræðum sem eru framundan eru við björgun- arsveitir í Skagafirði um styrkveitingar. SKAGAFJÖRÐUR SPURNING DAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.