Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 22
22 22. desember 2007 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Er það ekki bara vel við hæfi, nú rétt fyrir jól, að fara nokkrum orðum um hversu kristilega kærleiksblómin spretta kringum hitt og þetta? Þótt það komi ekki endilega til af góðu. Það gerðist sem sagt núna í miðri aðventunni að heilög hneykslan braust út þegar spurðist að sent hefði verið bréf úr stjórnarráðinu um að ekki mætti nota skólatíma fyrir fermingarfræðslu og ekki varð vandlætingin minni þegar menntamálaráðuneytið lagði til að kristilegt siðgæði ætti ekki lengur heima í fræðslulöggjöfinni. Þá stóðu mætir alþingismenn upp í þinginu og fluttu væmnar ræður um heilagleika trúarinnar og fulltrúar þjóðkirkjunnar kvörtuðu undan hatrömmum árásum guðleysingja og vantrúaðra gegn kristinni trú. Menn voru jafnvel farnir að standa vörð um krossinn í þjóðfánanum og guð vors lands í þjóðsöngnum. Því miður fóru þessar ræður öfugt ofan í mig. Því er haldið fram að hátt í 90% Íslendinga séu innan þjóðkirkj- unnar. Skýringin er í aðalatriðum sú að við erum skírð og fermd inn í þjóðkirkjuna, ómálga börn og óharðnaðir unglingar, og látum okkur hafa það, nema þá þeir sem seinna um ævina gerast sérvitr- ingar og undanvillingar og nenna að hugsa um trúmál. Níutíu prósent af þessum nítíu prósent- um láta það einu gilda hvar þeir eru flokkaðir í trúmálum, sækja sjaldan messur og láta sig enn sjaldnar nein guðsorð varða. Trúin er með öðrum orðum á borði en ekki í orði. Nema upp á punt og þegar í harðbakkann slær. Hvað með alla hina? Er kristnin æðri öðrum trúar- brögðum? Er það rangt eða ljótt að vera íslamstrúar eða búddisti? Eða guðleysingi? Er það bjargföst og útbreidd sannfæring kristinna Íslendinga að Guð hins kristna samfélags sé hinn eini og sanni, hvað þá að hann sé betri og göfugri heldur en aðrir guðir? Eða hvers vegna skyldu milljónir og milljarð- ar manna um heim allan hafa aðra trú en við og lifa það samt af? Hvaða guðsmaður, prestur eða prédikari getur sannað með óyggjandi hætti að Biblían sé orð Guðs? Hinn heilagi sannleikur um aldir alda og til eilífðarnóns? Og svo er það þetta með trúna. Trúum við öll, sem erum skráð í þjóðkirkjuna, að Guð almáttugur sé til? Trúum við á annað líf? Trúum við hinni líkamlegu upprisu Jesú Krists? Svari hver fyrir sig. Ef ég efast um þessar grundvallarkenn- ingar kristninnar er ég þá trúlaus? Eða þarf ég að aðhyllast önnur trúarbrögð ef ég er ekki hlýðinn og undirgefinn öllum boðskapnum eins og hann leggur sig? Nei, trú okkar á ekki að vera blind. Hún þarf ekki að vera hafin yfir allan vafa og hún er jafnvel best og heiðarlegust ef við metum hana út frá skynsemi og áhrifum og þeirri meðvitund sem hún skapar. Í raun og veru hef ég alltaf litið á trúarbrögð sem heimspeki, sem skoðun og vitneskju um gildi lífs og gjörða. Kristindómurinn byggist á mannkærleika og þess vegna tel ég mig vera kristinn. Boðskapur Jesú Krists um umburðarlyndi, fyrirgefningu og kærleika er það sem ég aðhyllist. Ég þarf enga trú í því samhengi heldur vitsmuni og hjartalag. Kristilegt siðgæði er eftirsóknar- vert í þessu tilliti og á að rækta og kenna. Því á að halda að ungu fólki jafnt á heimilum sem í skólum. En það þarf ekki að gera undir formerkjum trúboðs. Umburðar- lyndi og mannkærleikur er eðli og inntak kristninnar og öll upp- fræðsla í þeim efnum er jákvæð og nauðsynleg. Besta og eina mótvægið Prestarnir eru kennimenn þessarar heimspeki, kirkjan er tákn þessa boðskapar. Jesús Kristur boðaði þetta fagnaðarer- indi og í heimi sem er sífellt að fjarlægjast þessar kenningar og birtist okkur í eigingirni, græðgi, miskunnarleysi, firringu, ofbeldi og fánýti, er kristilegt siðgæði kannski eina haldreipið og mótvægið. Í kristilegu siðferði felst einmitt umburðarlyndið og fyrirgefningin gagnvart öðrum trúflokkum, öðrum skoðunum, syndurum og fjandmönnum. Það er inntak trúarjátningarinnar, guðspjallsins og jólaboðskaparins. Og hvers vegna eigum við þá að amast við því frelsi sem sumir þarfnast til að finna innsta kjarna kristinnar hugsunar og lífsins? Ekki síst þeirra sem efast. Erum við ekki öll jöfn andspænis almættinu? Kærleiksblómin spretta kristilega í hjörtum þeirra sem fagna fæðingu mannsins sem kenndi okkur þessi einföldu sannindi. Það gleður barnið í mér um sérhver jól. Ég sendi ykkur öllum ósk um gleðilega hátíð. Kristilega kærleiks- blómin spretta UMRÆÐAN Auðlindagjald Í leiðara Fréttablaðsins 18. desember ræðir Þorsteinn Pálsson, ritstjóri, um auðlindaskatt og réttlæti. Hann dregur í efa að auðlindaskattur sé réttlát skatt- heimta og gerir engan mun á auðlinda- gjaldi í sjávarútvegi og almennri skatt- heimtu. Nær aldarfjórðungur er liðinn síðan stjórnvöld tóku hefðbundinn fiskveiði- rétt af öllum Íslendingum og færðu þennan rétt tiltölulega litlum hópi útgerðarmanna. Sá kostur hefði verið til staðar að gera þetta með markaðs- kerfi, þar sem allir Íslendingar hefðu átt þess kost að kaupa fiskveiðirétt – kvóta. Markaðskerfið var hins vegar ekki nýtt, heldur var kvóta úthlutað endurgjaldslaust af stjórnvaldi til fámenns hóps manna, sem margir voru í sama hagsmunafélagi, og aðrir áttu engan kost að halda í þennan rétt kynslóðanna. Þeir einstaklingar, sem fengu úthlutanir frá íslenska ríkinu, gátu síðan selt þennan rétt fyrir stórfé og í einhverjum tilfellum án þess að þurfa að greiða skatt af. Sem betur fer er ekkert annað dæmi þess að íslenska ríkið hafi úthlutað verulegum verðmætum endurgjaldslaust til takmarkaðs hóps borgaranna. Öðrum auðlindum, landrými eða eignum ríkisins hefur ekki verið úthlutað á þennan hátt. Sameiginlegar eignir borgaranna, svo sem ríkisbankarnir og Landsíminn, hafa verið seldar á markaði, enda er það eðlileg aðferð. Þjóðargjöfin á kvótanum er einstakur atburður í Íslandssögunni og engin sambærileg dæmi finnast í okkar heimshluta. Krafan um auðlindagjald var tilraun til að nýta markaðskerfi við nýtingu og úthlutun auðlindar, þótt seint sé til komin. Það er kjarni markaðskerfis, að verðmæti gangi kaupum og sölum á markaði fyrir markaðsverð, en sé ekki úthlutað endurgjalds- laust. Upphaflega kvótaúthlutunin var argasta brot á lögmálum markaðarins – þótt það hafi síðan leitt til markaðskerfis í greininni. Auðlindagjaldið er leiga fyrir afnotarétt af auðlind, en ekki skattur í venjulegri merkingu þess orðs. Það er tilraun til að leiðrétta gamalt brot á lögmálum markaðarins, og í því felst réttlæting þess. Höfundur er prófessor. Auðlindagjald og réttlæti EINAR STEFÁNSSON S íðustu sólarhringana fyrir hátíðar taka íslenskar fjöl- skyldur að búa sig til skíðaferða. Þær sækja burt úr skarkalanum og halda jól undir snævi þöktum brekk- um, halda hátíð ljóssins í snjóbirtu og skemmta sér hátíðardagana á skíðum. Í þeirra spor halda síðan þús- undir landa langt fram eftir vetri: leita til fjalla þar sem úrkoma og kuldi duga til að festa snjó í fjöllum. Enginn hefur tölu á utanlandsferðum til skíðaiðkunar en í lífi margra eru skíðaferð- ir orðnar fastur hluti tilverunnar. Og fæstir eiga þess kost að renna sér í íslenskum hlíðum. Til þess vantar snjóinn. Á fornum skíðasvæðum hér syðra standa dýr mannvirki ónot- uð stærstan hlut ársins, það er lán ef gefur snjó á þeim slóðum. Ástandið er lítið skárra fyrir vestan og norðan þar sem menn njóta meiri snjóa sem eru blessunarlega ekki aðeins farartálmi á vetrartíð heldur líka uppspretta ánægju þeim sem stunda vetrar- íþróttir. Skíðasamband Íslands hefur kynnt vandlega útfærðar hug- myndir um uppbyggingu á aðstöðu til skíðaiðkunar árið um kring í nágrenni Reykjavíkur. Þær áætlanir eru studdar sann- færandi gögnum um mögulega aðsókn, rekstrarkostnað og skyn- samlegt staðarval auk útlitsteikninga af fyrirhugaðri byggingu sem gera ráð fyrir fjórum brautum undir þaki. Kostnaður við framkvæmdina er ekki óyfirstíganlegur og með tilkomu hennar yrði aðstaða til skíðaiðkunar hér á landi gjörbreytt. Borgaryfir- völdum í Reykjavík hafa verið kynntar þessar áætlanir, raunar ættu sveitarfélög á öllu suðvesturhorninu að koma að þessari þjóðþrifaframkvæmd. Þau renna sér líka á skíðum í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og suðureftir. Aðgengi að hinu fyrirhug- aða skíðasvæði nýttist öllum íbúum frá Reykjanesi og upp í Borg- arfjörð. Og ekki aðeins þeim: fyrsta flokks skíðaaðstaða nýttist ferðamönnum sem hingað koma árið um kring, ekki bara þeim sem hér eru á ferðinni yfir háannatímann í ferðabransanum, heldur líka hinum sem koma hingað að vetri til, sem mættu vera fleiri miðað við þær fjárfestingar sem eru fram undan í gisti- rými. Oft er talað um bága fjölskyldustefnu yfirvalda hér á landi, meðal annars í fábrotinni aðstöðu sem nýtist bæði börnum og fullorðnum í senn, saman, allt árið. Ekki er að efa að afstaða eins og Skíðasambandið leggur til bætti úr þeim skorti sem er á skemmtun fyrir alla fjölskylduna saman. Núna er skíðaíþróttin fyrir þá sem efni hafa á langdvölum á erlendum skíðasvæðum á meginlandi Evrópu og Ameríku. Hún er lúxussport. Hér kemur margt til í rökstuðningi: það er gjaldeyrissparn- aður að byggja upp góða skíðaaðstöðu undir þaki við Úlfarsfell, það mun skapa ferðamannaiðnaði í heild bætta tekjuöflun og tekjudreifingu. Þá mundi slík aðstaða gefa þeim kynslóðum sem hafa misst af skíðaiðkun vegna snjóleysis tækifæri til að kynn- ast hinni ljúfu skemmtun sem hafa má af hraðferð niður hlíð í góðum félagsskap fjölskyldu og vina. Því eiga yfirvöld að veita Skíðasambandi Íslands liðsinni við uppbyggingu skíðabrauta innanhúss við Úlfarsfell. Uppbygging skíðabrauta undir þaki er þjóðþrifamál. Skíðahöll rísi við Úlfarsfell PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR TrúmálÍ DAG | ELLERT B. SCHRAM Lukkupotturinn Endurminningar Guðna Ágústssonar rokseljast fyrir jólin og telja þar til bærir menn ekki ólíklegt að endan- legar sölutölur verði nálægt tólf þús- und eintökum. Ekki ónýtt það. Guðni og Sigmundur Ernir Rúnarsson skipta höfundargreiðslunum bróðurlega á milli sín og þótt ekki sé um svimandi upphæðir að ræða ættu þeir að geta keypt sér eitthvað fallegt fyrir hýruna. Grafarvogs- skáldið kveðst lengi hafa langað til að eignast heitan pott í garðinn og gæti nú látið drauminn rætast. Að sjálf- sögðu fær hann nafnið Brúnastaða- potturinn. Sleppt og haldið Sólveig nokkur Urboniene segist vilja herða reglur um erlenda ríkisborgara á Íslandi þar sem hún sé orðin þreytt á því að óprúttnir landar hennar komi óorði á Litháa. Þannig ættu þessir svörtu sauðir ekki að komast til landsins eða í það minnsta að tolla hér stutt. Á sama tíma er verið að ræða um það óefni að afbrota- menn komist úr landi áður en dæmt sé í máli þeirra. Vandi Sólveigar og yfirvalda er því gjörólíkur; yfirvöld vilja halda í svörtu sauðina meðan hún vil losna við þá. Ekkert pempíuhjal Fleiri en Sigmundur Ernir skrá endurminningar í ár, til dæmis Tryggvi Harðar- son, varaþingmaður Samfylkingarinnar. Tryggvi hefur fært í letur lífshlaup Eyþórs Þórissonar, veitingamanns á Seyðisfirði sem bruggar meðal annars El Grillo-ölið. Óhætt er að segja að ekki sé verið að sverma fyrir hátimbruðum fagur- kerum í markaðssetningu bókarinnar. Í heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í gær segir meðal annars um „El Grillo karlinn“: „Engum líkur. Ekkert pempíu- hjal. Ekkert tilfinningakjaft- æði. Alvöru íslenskur karl maður. Kemur kvik- nakinn til dyranna. Kjörin bók fyrir þá sem lesa eina bók á ári.“ Engar refjar sumsé. bergsteinn@fretta- bladid.is jse@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.