Fréttablaðið - 22.12.2007, Page 28

Fréttablaðið - 22.12.2007, Page 28
28 22. desember 2007 LAUGARDAGUR FÖSTUDAGUR, 14. DESEMBER. Gestaþrautir eða hús- gögn? Fórum í Habitat þar sem frú Sól- veig hafði séð út skrifborð handa mér og snotran skáp undir pappír- ana mína. Gamla skrifborðið mitt getur hæglega enst í nokkur hundruð ár til viðbótar, en það hefur þann ókost að ég get ekki setið við það og skrifað á tölvu. Það er samt ekki hægt að tala um hönnunar- galla á borðinu því að það er frá fyrstu árum síðustu aldar þegar amerískir lindarpenn- ar frá Waterman voru nýjasta atvinnutæki skrif- andi manna – og engum hafði dott- ið í hug að tölvu- bylting væri á næsta leiti. Ég er búinn að humma það fram af mér í fimmtán ár að fá mér hent- ugra skrif- borð og reiðubúinn að fresta mál- inu í fimmtán ár til viðbótar en þegar frú Sólveig fer á stjá er mér ekki til setunnar boðið. Mér er bölvanlega við nýtísku húsgögn, einkum þau sem maður kaupir ósamsett. Ég hef eytt fleiri klukkustundum en ég kæri mig um að rifja upp með sexkant í ann- arri hendi og leiðarvísi í hinni sem virðist einna helst innihalda óljósa útskýringu á afstæðiskenning- unni. Það kann vel að vera að þetta sé gert í sparnaðarskyni en ekki dettur bílaumboðunum í hug að selja nýja bíla ósamsetta og láta leiðarvísi og skrúflykil fylgja. Ekki er sparnaðurinn í heilbrigðis- kerfinu orðinn svo mikill að sjúk- lingum séu afhentir hnífar, brýni og bók um mannslíkamann og sagt að skera sig upp sjálfir. Þess vegna er mér hulin ráðgáta af hverju sumir húsgagnafram- leiðendur bjóða viðskiptavinum sínum upp á gestaþrautir í stað húsgagna. Borðið frá Habitat hefur þann kost með sér að vera einföld smíð. Jafnvel ég á að geta sett það saman á tíu mínútum. Eða það fullyrti Jón Arnar verslunarstjóri og ég ákvað að trúa honum af því að hann sagðist vera að norðan. Skápurinn kemur samsettur. LAUGARDAGUR, 15. DESEMBER. Öryggisleysi í ríkis- stjórninni Las vægast sagt mjög brjóst- umkennanlega skýrslu á vef- síðu dómsmálaráðherrans um hvað verið er að aðhafast eða í ráði er að aðhafast í „örygg- ismálum þjóðar- innar“. Þótt Rússa- grýlan hafi gef- ist upp á ról- unum virðist ríkisstjórn- in þjást af ótta og öryggis- leysi. Sem er dáldið undarlegt með tilliti til þess hversu mikil áhersla er lögð á að Ísland þurfi að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir öryggisleysið. Dómsmálaráðherranum fyrir hönd eigin ráðuneytis og annarra og ríkisstjórnarinnar í heild virð- ist standa jafnmikill stuggur af svonefndum hryðjuverkamönnum og betri borgurum af venjulegum verkamönnum hérna í eina tíð. Og ekki er nóg með það heldur óttast yfirvöldin líka bæði flugræningja og sjóræningja til viðbótar. Stundum þegar ég hef verið strekktur á taugum og áhyggju- fullur hefur mér gefist vel að fara á Náttúrulækningahælið í Hvera- gerði og dvelja þar í nokkrar vikur og drekka mikið af grasa- seyði. Áður en við förum út í að stofna þrjú hundruð manna her með rafmagnsvopn, hjálma og skildi og brynvarða bíla væri ódýrara að senda á Náttúrulækningahælið dómsmálaráðherrann og/eða aðra ráðherra sem þjást af öryggis- leysi eða „tindátalosta“ eins og snilldarbloggarinn Andrés Jóns- son kallar hermennskumaníuna. Eftir mánuð í Hveragerði og jurtaseyði í lítravís gæti ríkis- stjórnin örugglega einbeitt sér að einhverju öðru en óhugnanlegum martraðardraumum um hryðju- verkamenn, njósnara, landráða- menn og sjóræningja. Sjálfur held ég að þjóðinni stafi meiri hætta af eiturlyfjum en erlendum sjóræningjum. Jurtaseyði gegn tindátalosta Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um sexkant og afstæðiskenningu; grasate og tindátalosta; róteindir, rótfætlur og stór- merkilega bók. Einnig er talað um jólakvíða, bókakaffi á Selfossi, nepótisma í öðrum löndum og hjartahreina stjórnmálamenn. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.