Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 29

Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 29
LAUGARDAGUR 22. desember 2007 29 SUNNUDAGUR, 16. DESEMBER. Vörn við yfirgripsmikilli fáfræði Mikið snilldarverk er bókin „A Short History of Nearly Every- thing“ eftir Bill Bryson og frá- bært að þessi bók skuli loksins vera komin út á íslensku. Karl Emil Gunnarsson hefur unnið það afreksverk að þýða þetta stórvirki og íslenska heitið er: „Stiklað á stóru um næstum allt“. Það er réttnefni því að bókin inniheldur alls konar fróðleik um hug- myndir og hluti sem mann langar loksins til að fræðast um þegar búið er að útskrifa mann úr skólum og það rennur upp fyrir manni hvað maður veit lítið eftir alla þessa skóla- göngu. Í formálanum segir Bryson: „Og selta sjávar var ekki nema brot af yfirgripsmikilli fáfræði minni. Ég vissi ekki hvað róteind var eða rótfætla, þekkti ekki muninn á kvarka og kvasa, skildi ekki hvernig jarðfræðingar gátu ráðið aldur bergs í gljúfurvegg með því einu að horfa á það – vissi bara ekki neitt.“ Það tók Bryson þrjú ár að skrifa bókina. Með hennar hjálp fær maður að vita meira í dag en í gær. ÞRIÐJUDAGUR, 18. DESEMBER. Hrossastand og eyðing Indíalanda Las í nótt magnaða bók sem heit- ir „Örstutt frásögn af eyðingu Indíalanda“ eftir Barolomé de Las Casas í þýðingu Sigurðar Hjartarsonar sagnfræðings. Bartólómeus (1484-1566) var spænskur munkur sem starfaði áratugum saman í nýlendum Spánar í Nýja heiminum, Amer- íku, og blöskraði þjóðarmorð landa sinna á frumbyggjum hinnar nýfundnu heimsálfu. Þetta er bók sem allir verða að lesa sem hafa snefil af áhuga á sögu mannkynsins. Í dag fórum við austur í Bol- holt með Fanneyju og Finni og sóttum hross til að taka á hús. Fagurt veður og meira að segja engin rigning fyrr en á heimleið- inni. Hrossin voru, aldrei þessu vant, fremur stygg svo að það tók soldinn tíma að handsama þau og koma þeim á kerru. Þau voru feit og falleg og laus við hnjóska. Nú vonar maður bara að það viðri til útreiða um hátíðarnar. FIMMTUDAGUR, 20. DESEMBER. Nepótismi og íslenskt stjórnarfar Frétt dagsins: „Árni M. Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, skipaði í dag Þorstein Davíðsson, aðstoðar- saksóknara og deildarstjóra við embætti lögreglustjórans á höfuð borgarsvæðinu, héraðs- dómara frá og með 1. janúar 2008.“ Á Wikipedíu er fjallað ítarlega um pólitíska spillingu og ýmis afbrigði hennar í vanþróuðum löndum sem ekki hafa náð tökum á lýðræðislegum stjórnarháttum. „Nepótismi“ er það kallað þegar ættingjum valdhafa er hyglað eða potað í embætti með einum eða öðrum hætti og „crony- ism“ er hið alþjóðlega heiti á hugtaki sem svipar til „einka- vinavæðingar“ á okkar máli. Mikið er gott að íslenskir stjórnmálamenn skuli vera hjartahreinir og frábitnir allri spillingu. Í dag var tvíheilagt hjá mér. Í fyrsta lagi er bókin mín á báðum metsölulistunum, þeim frá Eymundsson og þeim frá Mogga/Félagsvísindastofnun. Þá er þungu fargi af mér létt því að ekki á útgefandi minn það skilið af mér að ég valdi honum búsifjum. Í öðru lagi var síðasti upplest- urinn á jólavertíðinni í kvöld – á bókakaffinu á Selfossi hjá Bjarna ritstjóra, útgefanda, bóksala og alþingismanni. Við vorum þrír sem lásum. Með mér voru Valur Gunnarsson sem las úr sinni fyrstu skáldsögu og Pétur Gunn- arsson sem las úr verki sínu um Þórberg Þórðarson sem gerir stormandi lukku. Við Valur skipt- umst á bókum og ég hlakka til að lesa söguna hans. Þetta var nota- leg kvöldstund með góðu fólki. Góður endir á skemmtilegri jóla- vertíð. Nú get ég loksins snúið mér að því að skreyta piparkökur með Andra og litlu Sól. Í friði og spekt. Laus við jólakvíða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.