Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 34

Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 34
34 22. desember 2007 LAUGARDAGUR M enntamálaráðuneytið er í gömlum húsakynnum Sambandsins við Arnar- hól. Þar hélt Jónas frá Hriflu heimili til skamms tíma. Síðustu fjögur ár hefur Þorgerður Katrín verið þar æðsti- prestur menntamála, um leið og hún hefur gegnt stöðu varaformanns Sjálfstæðis- flokksins, fyrst kvenna. Hún svarar spurningu um frekari metnað sinn með því að varaformaður sé auðvitað ávallt reiðubúinn að hlaupa í skarð formanns. Geir sé hins vegar góður formaður og verði vonandi sem lengst. Þorgerður leggur áherslu að hún sé ekki í pólitík til að vera sæt og brosa. Hún vill hafa áhrif á sitt samfélag og ætlar að framfylgja sínum hugsjónum. En er ráðherra sér með- vitaður og jafnvel truflaður af því að vera fyrirmynd yngri kvenna? „Þetta er hluti af því sem maður verður að vera meðvitaður um þegar kona er valin til forystu í flokki sem er jafn rótgróinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Það er ákveðin ábyrgð fólgin í því að vera eina konan í for- ystunni. Ég er það, já, maður reynir að senda út ákveðin skilaboð.“ -Sjálfstæðiskonur eru ansi sér á parti í jafnréttismálum? „Við erum ekki alltaf sammála öðrum konum um þessi mál, ég er til dæmis algjör- lega mótfallin kynjakvótum. Mér hefur leiðst hvernig vinstri konur hafa nálgast okkar aðferðafræði. Við höfum til dæmis allan tímann sagt að kynin væru samherjar í því að ná fram jafnrétti. Hér á árum áður var karlmaðurinn alltaf álitinn vera ógnun; vondi aðilinn og gerandinn í mis- beitingunni. Við sögðum nei við þessu og töldum og teljum að ábyrgðin sé allra í sam- félaginu. Ég nefni líka launaleyndina. Ríkisstjórnin tók hana inn í jafnréttisfrumvarpið og ég hef alltaf lagt ríka áherslu á að einstaklingsfrelsi verði að virða. Ef konur og karlar vilja bera laun sín saman, þá eiga þau að fá að velja um það. En já, sjálfstæðiskonur hafa lagt áherslu á aðra hluti, til dæmis feðraorlofið, það kom að hluta til frá okkur, með Friðrik Sophus- son, þáverandi varaformann, í broddi fylk- ingar. En það er áherslumunur innan flokks- ins eins og innan annarra flokka um hvernig eigi að nálgast þessi mál.“ -Nýlega hélt sjálfstæðiskona því fram í sjónvarpinu að enginn launamunur sé milli kynja? „Já, það eru nú mjög fáir sem halda því fram,“ segir Þorgerður og hlær. „Þetta er náttúrulega algjör della að horfast ekki í augu við að það er ákveðinn launamunur. En það er hægt að vinna bug á honum eins og Akureyrarbær gerir núna með sjálfstæðiskonu í broddi fylkingar og Kristján Þór [Júlíusson, fyrrverandi bæjar- stjóra] þar á undan. Þar var farið markvisst í að vinna á kynbundnum launamun og það er hægt með aðferðum sjálfstæðismanna. Auðvitað eru alltaf bábiljur innan hvers flokks en ég hef aldrei tekið undir með þeim sem segja að það sé ekki launamunur. Hann er ljótur löstur á efnahagslífi okkar Íslend- inga.“ -Saknar þú fleiri kvenna í ráðherraliði sjálfstæðisflokks? „Já, ég fann mikið fyrir því þegar Sigríður Anna fór út úr stjórn. Ég er ein með strákun- um og við hittumst sjálfstæðisráðherrarnir reglulega og það er áberandi öðruvísi nálgun eftir að ég varð eina konan. Það er önnur aðferðafræði og önnur sjónarmið sem koma fram þegar fleiri konur koma saman.“ -Er þá ekki gott að hafa allar Samfylkingar- konurnar þarna? „Við vorum nú fjórar líka við ríkisstjórn- arborðið um tíma þegar við vorum með Framsókn. Þetta eru náttúrulega vaskar konur sem eru að hálfu Samfylkingar, en ég hefði kosið það alveg hreint út sagt að við værum fleiri konur í ríkisstjórninni.“ -Það virðist miklu meira fjör í ríkisstjórnar- samstarfinu en var með Framsókn? „Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks stuðlaði að ótrúlegum framför- um og mörg málefni sem þeir flokkar fóru í sem kannski ekki allir aðrir hefðu treyst sér til að fara í. Við fórum bæði í gegnum ólgu- sjó og lygnan. Stundum fengum við fólkið með okkur og stundum ekki. En ég viðurkenni alveg að það er meira líf í þessari ríkisstjórn. Menn hafa einbeittan ásetning til að láta þetta ganga og mér líður vel með Samfylkingunni í ríkisstjórn. Ingibjörg er traustsins verð og það er gott að vinna með henni. Það er auðvitað erfitt fyrir marga sjálfstæðismenn að kyngja því; þetta var höfuðandstæðingur okkar í mörg ár. En göngulag okkar er að verða taktvissara og samhæfðara með hverju skrefi. Við vitum alveg að það eru ákveðnir hlutir, eins og Evrópumálin, þar sem við göngum ekki í takt, en það er líka alveg uppi á borð- inu! Það sem meira er er að þau Geir vinna vel saman og orð þeirra standa. Sama þótt það séu menn úti í samfélaginu sem vilja gera allt til að draga þessa ríkisstjórn niður. Við verð- um bara að standast það báðir þingflokkarnir. Sú atlaga mun halda áfram og verða allt kjör- tímabilið. Það liggur nokkuð ljóst fyrir,“ segir Þorgerður en vill ekki tjá sig frekar um hverj- ir standi þar að baki. Menntamál í forgang Þorgerður segir til marks um ferskan andblæ nýrrar ríkisstjórnar hversu opinskáar og lif- andi umræður skapist á fundum. Hlutirnir séu út ræddir. „Við höfum til dæmis rætt menntamálin meira á þessum skamma tíma en á öllu síð- asta kjörtímabili! Ég finn að það er auðveld- ara að tala fyrir mínum málaflokki heldur en oft áður. Til að gæta allrar sanngirni verð ég samt að segja að það varð veruleg breyting á þessum umræðum í síðustu stjórn þegar Jón Sigurðsson kom inn. Hann er mikill mennta- og sómamaður, hann Jón. En að öðru leyti var enginn áhugi. Samfylkingin er áhugasöm um mennta- og menningarmál.“ -Enginn ágreiningur um þau? „Nei, það er enginn ágreiningur og mér fannst ánægjulegt að finna það að Samfylk- ingin lagði áherslu á að þessi mál kæmu fram. Að þau fengju umræðu. Ég fékk mjög góðar ábendingar og við höfum unnið þetta saman. Þessi ríkisstjórn hefur forgangsraðað í þágu menntunar. Og hún gerði það strax á sínu fyrsta hálfa starfsári.“ Biður bænirnar sínar með börnunum Þorgerður hefur mátt þola mikla gagnrýni eftir að hún ákvað að taka mið af alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Hún breytti um orðalag í lögum, sem sögðu áður að siðgæði í skólum ætti að vera kristilegt. -Sumir segja að nú sé vá fyrir dyrum og þú hafir vegið að kristninni. Er þetta ekki bara bull og vitleysa? „Jú, þetta er bara della. Þetta er pólitískur popúlismi og ótrúlegt að eina athugasemdin sem framsóknarmenn gera við eitt mikil- vægasta frumvarp kjörtímabilsins er út af þessu kristilega siðgæði sem er nákvæm- lega ekkert að breytast að inntaki! Við erum að nútímavæða lögin. Það er ekki þannig að aðilar að mannréttindasáttmála Evrópu geti bara valið úr honum eins og úr konfektkassa. Við erum lýðræðisþjóð og við verðum að una því. Því er alveg óviðunandi að fá þann góða mann Guðna Ágústsson og hina popúlistana sem koma mjálmandi á eftir honum og segja að ég sé með þessu að klippa á tengingu íslenskrar menningar og skólakerfis við kristnina. Það er fásinna að tala svona! Það dettur engum þetta í hug nema framsóknar- mönnum. Mér finnst það synd að eina framlag Fram- sóknarflokksins í þessa umræðu sé að ýja að því að verið sé að slíta þessi tengsl. Það er ekki verið að slíta þau, við viljum bara hafa þau alveg á hreinu. Ef einhverjir hafa sáð tortryggnisfræjum út í samfélagið um sam- skipti kirkju og skóla, þá eru það akkúrat þessir menn.“ Ráðherra minnist á Kristinhald undir Jökli og bækur Halldórs Laxness. Hvernig eigi fólk að geta skilið þær til fullnustu, kunni það ekki skil á grunnatriðum kristinnar sögu? Að ekki sé minnst á aðrar heimsbók- menntir og menningu. Hún segir samskipti skóla og kirkju hafa verið góð í gegnum tíð- ina. En það var kvartað undan fermingar- fræðslunni. Skólastjórnendur settu hana inn í skóladagatalið þar sem átti að vera kennsla. Þeir gerðu ráð fyrir að allir nemendur vildu láta ferma sig í Þjóðkirkju. „Og það á ekki að gera. Hins vegar er ekk- ert mál að foreldrar biðji um leyfi til að börn- in fari í þessa fræðslu. En það verður ekki of oft sagt að skóli er menntastofnun, ekki trú- boðsstofnun. Við sinnum fræðslu, en kirkjan sinnir trúboði.“ -Tekur þú trú þína alvarlega? „Kannski ekki nægilega alvarlega,“ segir Þorgerður og skellir upp úr. „En ég er kristin og er með mína Maríumynd hér og geng mikið með krossa og fer með bænirnar með börnunum á kvöldin og svona.“ -Þú tilheyrir svokölluðum sértrúarsöfnuði, hefur það flækt þessi mál fyrir þér? Hefurðu verið sökuð um að vera vond við Þjóðkirkj- una af því þú ert kaþólikki? „Ég vil nú ekki kalla kaþólsku kirkjuna sértrúarsöfnuð. Hún er stærsti kristni söfn- uður í heimi, þótt hún sé kannski lítil á Íslandi. Það gleymist stundum að Þjóðkirkj- an hefur ekki verið til staðar í öll þessi þús- und ár kristni á Íslandi. Kaþólska kirkjan var hérna fyrstu 550 árin af þeim! En jú, það var sagt á sínum tíma að ég mætti aldrei verða dóms- og kirkjumálaráð- herra. Það gæti Þjóðkirkjan ekki liðið. En ég hef bara aldrei fundið votta fyrir þessu. Samskipti mín við Þjóðkirkjuna hafa alltaf verið prýðileg og mér finnst gott að leita til herra Karls [Sigurbjörnssonar biskups]. Við höfum átt mjög góð samskipti. Kaþólskan kemur þessu ekki við. Ég er kristin kona og við Karl trúum á sama guð og höfum sömu gildi.“ Lagabreytingin um siðgæði í skólastarfi var Þorgerði erfið. „Og ég velti því mikið fyrir mér. Af því að ég er kaþólsk og þetta trúuð og kem úr Sjálfstæðisflokknum, sem hefur passað upp á hin kristnu gildi og mun gera það áfram, þá hefði verið auðveldast fyrir mig að leggja til að halda þessu óbreyttu. Við hefðum getað látið bara reyna á það og sjá svo til. Sumir tala svona, en ég gat það ekki.“ Hún hikar í hálfa sekúndu. „Ég er ekki í pólitík upp á punt, eins og margir halda um konur sem komast til valda í Sjálfstæðisflokknum. Við erum tiltölulega ungar konur sem erum sýnilegar í flokknum og með okkar fjölskyldur og börn. Þetta er dýrmætur tími sem fer í þetta og við værum ekki að fórna honum ef við ætluðum bara að vera upp á punt. Við höfum okkar að segja og menn utan og innan flokksins verða að átta sig á því. Við konur leitum í forystuna til að framkvæma ákveðna hluti og við höfum þor til að gera það. Við erum ekki þarna bara til að brosa framan í heiminn. Við erum þarna til að fylgja eftir hugsjónum okkar og sann- færingu. Það er ekkert öðruvísi með konur en karla. Að fara inn í þetta vígi karlmennsk- unnar í stjórnmálum, þetta vígi sem Sjálf- stæðisflokkurinn og forysta hans hefur verið, það er ekki eitthvað sem maður gerir áreynslulaust. Maður þarf að hafa fyrir hlut- unum og maður þarf að berjast! Maður er Ég er ekki í pólitík upp á punt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er hæstsetta sjálfstæðiskona landsins og einatt nefnd sem næsti formaður flokksins. Hún viðurkennir fyrir Klemensi Ólafi Þrastarsyni að stundum sé erfitt að vera kona í forystu flokksins og hún geri það ekki að gamni sínu. Þorgerður sakar framsóknarmenn um lýðskrum sem skaði skóla og kirkju. EKKI UPP Á PUNT „Við höfum okkar að segja og menn utan og innan flokksins verða að átta sig á því. Við konur leitum í forystuna til að framkvæma ákveðna hluti og við höfum þor til að gera það. Við erum ekki þarna bara til að brosa framan í heiminn.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sama þótt það séu menn úti í samfélaginu sem vilja gera allt til að draga þessa ríkis- stjórn niður. Við verðum bara að standast það báðir þingflokkarnir. FRAMHALD Á NÆSTU OPNU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.