Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 50

Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 50
[ ] Ekki eru allir svo lánsamir að geta haldið jólahátíðina upp á eigin spýtur og þá er gott að eiga einhvers staðar höfði sínu að halla. Samhjálp er til staðar fyrir þá sem minna mega sín. Markmið Samhjálpar er að veita bjargir til þeirra einstaklinga sem hafa farið halloka í lífinu vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála. Sam- hjálp stendur fyrir öflugri félags- starfsemi og yfir jólahátíðina er ýmislegt í boði. „Á aðfangadagskvöld fara margir af skjólstæðingum okkar í kvöldverð klukkan sex hjá Hjálp- ræðishernum. Í Hlaðgerðarkoti eru þrjátíu vistmenn í meðferð um jólin. Þar er hátíðarmatur á aðfangadagskvöld og jólahald með hefðbundnu sniði. Síðan er kaffi- stofan okkar opin alla daga og þar er boðið upp á mat klukkan tólf í hádeginu á aðfangadag,“ segir Þórir Haraldsson, dagskrárstjóri stoðbýla Samhjálpar. „Þar er boðið upp á hangikjöt með tilheyrandi. Á annan í jólum er matur klukkan þrjú sem og á gamlársdag og á nýársdag er matur klukkan tólf.“ Í gistiskýlunum er boðið upp á morgunmat og kvöldhressingu ef fólk vill. „Þá er gjarnan vísað á kaffistofuna og í matinn hjá Hjálp- ræðishernum. Síðan eru það heim- ilin okkar á Miklubraut 18 og 20 en þar gengur lífið sinn vanagang og þar er að sjálfsögðu matur á aðfangadagskvöld,“ útskýrir Þórir. Kaffistofan er opin alla daga árs- ins og þangað getur fólk alltaf leitað. Hún er mikilvægur hlekkur í þeirri þjónustu sem Samhjálp veitir. „Kaffistofan er mikið nýtt en nú höfum við í tvö ár verið að leita að húsnæði fyrir hana en það hefur gengið frekar erfiðlega þar sem sá hópur sem sækir kaffistofuna er oft ekki velkominn hvar sem er. Kaffi- stofan var á hrakhólum á tímabili og var um sinn í Fíladelfíu-kirkj- unni. Reykjavíkurborg er hins vegar að hjálpa okkur og nú fyrir viku síðan opnuðum við nýja kaffi- stofu,“ segir Þórir vongóður um framtíð kaffistofunnar. Nýja kaffi- stofan er í Borgartúni 1 og gengið er inn frá Sætúni. „Þetta er talsvert stærra og bjartara og miklu betra húsnæði. Við höfum þennan stað í þrjú ár en þá stendur reyndar í skipulaginu að rífa eigi húsnæðið. Svo krossar maður bara fingur og vonast til að við fáum að vera þarna lengur,“ segir Þórir kíminn og lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Hátíðarsamkoma verður í félags- heimili Samhjálpar á aðfangadag klukkan fjögur. „Svo má ekki gleyma félagsskap kvenna í Sam- hjálp sem heitir Dorkas en þær útbúa jólapakka og senda til dæmis í öll fangelsi á landinu og víðar til þeirra sem eru einir,“ segir Þórir. Ef fólk hefur áhuga á að styrkja Samhjálp á einn eða annan hátt má hafa samband við Þóri eða Vilhjálm í síma 561 1000. hrefna@frettabladid.is Jólahátíð Samhjálpar Þórir er afar þakklátur öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn í félagsstarfi Sam- hjálpar og nefnir Reykavíkurborg sérstaklega. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Að veita hjálparhönd EKKI HAFA ALLIR EFNI Á AÐ HALDA HÁTÍÐLEG JÓL. Á hverju ári hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoðað Hjálpar- stofnun kirkjunnar við matarút- hlutun rétt fyrir jólin. Ætíð er þörf á góðum sjálfboðaliðum í þetta mikilvæga og gefandi starf. Ef þú átt tvo tíma eða meira aflögu rétt fyrir jólin geturðu hringt í síma 545 0400 eða sent póst á reykja- vik@redcross.is og boðið fram að- stoð þína. Þetta er kjörin leið til að veita góðu málefni lið. - hs Jesú, þú ert vort jólaljós SB 1945 V. BRIEM. Jesú, þú ert vort jólaljós um jólin ljómar þín stjarna. Þér englarnir kveða himneskt hrós það hljómar og raust Guðs barna. Skammdegismyrkrið skyggir svart, ei skugga sjáum þó tóma. Þú ljósið af hæðum blítt og bjart þú ber oss svo fagran ljóma. Meðlæti er ekki síður mikilvægur hluti af jólamáltíðinni en aðalrétturinn. Margir eru mjög hefðbundnir í vali sínu á meðlæti og þykja grænu Ora- baunirnar til dæmis ómissandi með hangikjötinu. Skart smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni Gullsmiðja Hansínu Jens Laugavegi 42 • Sími 551 8448
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.