Fréttablaðið - 22.12.2007, Page 62
● hús&heimili
● AÐ FÆÐAST MEÐ DEMANTASNUÐ Í MUNNI Eitt sinn
var talað um að sum börn fæddust með silfurskeið í munninum en
nú er það orðið svo að önnur
fæðast með demantasnuð í
munninum. Á itsmybinky.com
er hægt að verða sér úti um
snuð með 278 demöntum sem
eru í heild þrjú karöt og með
nikkel fríum 14 karata hvíta-
gullsgrunni. Á snuðinu er ekta
sílikon tota en þrátt fyrir það er
snuðið einungis fyrir útlitið þar
sem hætta er á að skraut losni
af snuðum sem þessum og þá
geta börnin gleypt það. Þetta einstaka snuð er án efa eftirminnileg
gjöf en það kostar sitt, 17.000 dollara, enda var það víst upphaflega
hannað fyrir son Donalds og Melanie Trump. Einnig er boðið upp á
sérhönnuð snuð með lituðum demöntum. Fyrirtækið itsmybinky.com
gaf auk þess dóttur Angelinu Jolie og Brads Pitt eintak af snuðinu
þannig að hér er greinilega um munaðarvöru að ræða.
1. Jóladúkur er ómissandi
hluti jólanna. Þessi fallegi
rauði dúkur fæst í Habitat,
er 180x270 cm að stærð og
kostar 4.490 krónur. Hann er
einnig til í ljósum lit.
2. Jólaservíettur er gott að
hafa við hendina þegar sósan
fer á flakk. Í Ikea er mikið
úrval af munnþurrkum en
þessar ISIG-servíettur kosta
95 krónur og eru 30 stykki í
hverjum pakka
3. Waldorf-salat er klassískt
á jólum og um að gera að vera
með réttu tólin til að flytja það
á matardiskinn. Þessi salat-
áhöld fást í Ikea á 895 krónur.
4. Englakerti sómir sér vel
á fallegu matarborði. Þetta
20 cm stóra rauða kerti fæst í
Habitat á 2.490 krónur.
5. Ljósaskraut er skemmti-
legt og upplífgandi á matar-
borðinu. Þessi ljósasería fæst
í Ikea á 1.290 krónur og er til í
nokkrum litum.
Á síðustu stundu
● Að mörgu þarf að huga fyrir jól. Kortin þarf að skrifa og senda, gjafir þarf að
kaupa og pakka. Margir gleyma því að horfa alla leið til aðfangadagskvölds og
jólaborðsins. Ef í ljós kemur tveimur dögum fyrir jól að ekki eru til servíettur, kerti
eða jóladúkur þarf þó ekki að örvænta enda flestar verslanir opnar fram á síðustu
3
5
2
1
4
● PERSÓNULEGT VEGGFÓÐUR Familjen, eða Fjölskyldan, heitir
þetta veggfóður frá sænska hönnuðinum Lisu Bengtsson. Veggfóðrið er
sérstakt fyrir þær sakir að hægt er að breyta því í persónulegt ljósmynda-
albúm.
Veggfóðrið er alsett myndum af svörtum og hvítum römmum sem
fólk getur síðan límt ljósmyndir eða annað persónulegt inn í.
veggfóður
22. DESEMBER 2007 LAUGARDAGUR8