Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 72
● hús&heimili
Light Sock eða Ljósasokkur frá Swar-
ovski Crystal Palace, sem unninn er af
Diller Scofidio + Renfro, þekktri arki-
tektastofu í New York.
Fyrirtækið Swarovski hefur í meira en öld framleitt hágæða skorinn
kristal, allt frá því að uppfinninga- og hugsjónamaðurinn Daniel Swar-
ovski I settist að í þorpinu Wattens í Austurríki árið 1895 og hafði með
sér vél, sem hann hafði hannað og bjó yfir þeim eiginleika að geta
skorið út og pússað kristal.
Frá þeim tíma hefur Swarovski, sem er nú í eigu afkomenda Dani-
els, skipað sér í röð fremstu kristalframleiðenda heims og er reyndar
að sumra mati það allra besta. Starfsemi fyrirtækisins teygir sig víða
og framleiðslan spannar vítt svið, allt frá tískuskartgripum upp í ljós
og aðra innanhússmuni.
Síðustu sex ár hefur einn afkomenda Daniels, Nadja Swarovski,
síðan fengið til liðs við sig ólíka en upprennandi arkitekta, tísku- og
innanhússhönnuði til að vinna að hönnun nýstárlegra ljósakróna þar
sem Swarovski-kristallinn fær almennilega notið sín. Útkoman er töfr-
um líkust, eins og sést á meðfylgjandi myndum. - rve
Töfrum líkust
● Fyrirtækið Swarovski á sér langa sögu sem nær aftur til
ársins 1895.
Ljósakrónan Pandora eftir Fredrikson
Stallard er eina stundina í heilu lagi
en þá næstu er eins og hún svífi um í
loftinu í þúsund molum, fyrir tilstuðlan
tölvustýrðra víra sem toga kristalinn
upp og niður.
Þessi ljósakróna kallast Rock Royal og er unnin af Sheikh Majed Al Sabah & Stoique.
Fyrirtækið fékk það verkefni að hanna ljósakrónu sem táknaði líf sjeiks og útkoman
varð þessi samsettu höfuðdjásn.
Ljósakrónan Arana sem listamennirnir og
samstarfsfólkið Ben Jakober & Yannick Vu
unnu fyrir Swarovski.
22. DESEMBER 2007 LAUGARDAGUR18