Fréttablaðið - 22.12.2007, Page 83

Fréttablaðið - 22.12.2007, Page 83
LAUGARDAGUR 22. desember 2007 51 og þegar sýningin var búin urðu þau svo að fara heim eða á annan skemmtistað en alls ekki út í sal þar sem þau sýndu. „Þau báru líka virð- ingu fyrir mér fyrir vikið og það komu aldrei upp vandræði. Það er helst að mig hafi vantað GSM-síma á þessum árum, það hefði sko verið mikill munur! Enda var ég mikið í símanum og ef eitthvert módelið var til dæmis of seint þurfti alltaf að kalla mann fram í hótelafgreiðsl- una til að taka símann.“ Unnur segir að beri hún saman tískusýningarn- ar eins og þær voru þarna og þær eru í dag, verði hún að segja að sér finnist að sumt gæti verið betur gert, það vanti ýmislegt upp á kunn- áttunna og oft langi hana til að hoppa upp á svið og kenna fólki nokkra rétta snúninga. „Það fór enginn upp á sýningarpallinn frá mér nema hafa verið á námskeiði til að læra að ganga með reisn. Það er mikill munur á því að sýna undir- föt eða loðfeldi.“ Unnur heldur miklu og mjög góðu sambandi við stóran hóp þess fólks sem sýndi fyrir hana og því er vert að spyrja hvort það sé rétt sem Heiðar snyrt- ir hefur meðal annarra sagt: Að Unnur hafi haft mikil áhrif á líf fjölda kvenna? „Jú, ég held ég verði að vera sammála því. Ég veit það því ég hef fengið svo mikið til baka frá konum í gegnum árin. Um dag- inn hitti ég til dæmis gamlan nem- anda á Oddfellow-fundi og hún sagði við mig þar sem ég hélt á hönskunum mínum í hendinni: „Ég sé að þú heldur rétt á hönskunum – lætur fingurna snúa aftur, ég geri það líka enda var ég á námskeiði hjá þér og lærði það.“ Ég hafði steingleymt því að ég hafði kennt það en þarna vorum við báðar og héldum báðar rétt á hönskunum.“ Kostur að hugsa vel um líkamann Og þá erum við aftur komnar að bókinni en í henni má finna alls kyns upplýsingar á þeim nótum sem hún kenndi á námskeiðum hér áður fyrr. „Þetta sem ég skrifa um er ekki kennt í skólum og það eru svo margir sem eru óframfærnir og óöruggir með hvort þeir séu að haga sér rétt. Bókin er til dæmis góður vegvísir fyrir fólk sem er að klára skóla, sækja um vinnu eða ætlar kannski í eitthvert leiðbein- endastarf.“ En ef Unnur ber saman framkomu, kurteisi og líkamsburð kvenna og karla frá því sem var fyrir þrjátíu til fjörutíu árum, hvar erum við þá stödd? „Mér finnst fólk meðvitaðara um að bera sig vel og vera „fitt“ eins og maður segir. Og það er enginn ókostur að hugsa vel um það. Auðvitað eru engir tveir eins í laginu en grunnreglan er sú, og það kemur alltaf langbest út, að líkaminn samsvari sér. Þannig að það eru ákveðin mál sem eru grunn- mál og maður tekur mið af þyngd og hæð en það er farsælast að fólk geti alltaf gengið að sínu númeri á fatarekkanum – hvort sem það er 38 eða 42. Maður er í góðum málum ef maður gerir það besta úr því sem maður hefur og er ánægður með sjálfan sig. Það eina sem ég get sett út á er að margur maðurinn mætti hugsa betur um hárið á sér. Það er oft hreinlega óhreint og illa klippt. En kurteisi í búðum og bönkum finnst mér hreint út sagt ágæt, það er helst að Íslendingar sleppi kurt- eisinni þegar áfengi er haft um hönd.“ Athafnasemi sigrar sorgina Unnur segir að hún hafi lært ýmis- legt síðustu árin en tíu ár eru síðan Hermann dó. „Þetta var mjög erfitt undir það síðasta en hann var sjúk- lingur í átta ár og mikið veikur í tvö ár. Svo kom sorgin og hún gleymir engum og tekur mikið frá manni. Það var svo skrítið að búa allt í einu ein eftir að hafa átt svona góðan mann. Ég leitaði mér hjálpar á því tímabili en vendipunkturinn var svo þegar Samvinnuferðir-Landsýn höfðu samband við mig og báðu mig um að vera fararstjóri hjá sér á Benidorm. Þá fór ég að standa á eigin fótum, gekk í öll plöggin hans Hermanns, því hann var búinn að vera fararstjóri í mörg ár, fann allar skrítlurnar hans og brandar- ana og lagði mig mikið fram. Ég kynntist nýju fólki og allt þetta hjálpaði mér. Ég myndi hiklaust ráðleggja öllum í sorg að hafa nóg fyrir stafni. Vinnan skaðar engan, svo lengi sem heilsan er fyrir hendi.“ ➜ GRIPIÐ NIÐUR Í BÓKINA UM BORÐSIÐI: Sé vín á borðum eru notuð glös á fæti. Halda skal um fót glassins. Ekki er byrjað fyrr en búið er að hella í glösin hjá öllum og þá er skálað. Þegar glösum er lyft er aðeisn staldrað við og horft í augu gestgjafa og gesta. Tekið skal fram að það er ekki nauðsynlegt að hafa vín með mat. Aldrei má teygja sig eftir fötum eða öðru á borði heldur biðja um sér sé rétt. Herrann má ekki gleyma að rétta dömunni sinni það sem hana vantar og jafnvel skála við hana. UM HANDA- BAND: Takið þétt í hendi en ekki letilega og horfið framan í viðkomandi. Hneigðu höfuðið lítið eitt og bros má gjarnan fylgja með. Þétt og öruggt handaband segir mikið og þessi fallega siðvenja má ekki falla niður í okkar daglegu samskiptum. UM FATNAÐ: Flestar konur eiga sér þá ósk að eignast pels. Pelsar úr ekta skinnum kosta mikla peninga. Það er mikill verðmunur á pelsum eftir því hvaða skinn eru notuð í flík- ina. Það þarf að ganga vel um pelsinn, t.d. ekki hanga í vös- unum og helst ekki sitja á honum. Ekki geyma pelsa í plasti. Ekki spyrja vinkonu þína hvað pelsinn hennar kostaði. Bókin Njóttu lífsins fæst í versluninni Ynju í Hamraborg. . ÚRIN ERU KOMIN Mikið úrval af úrum og öðru skarti fyrir konur og karla. Hallbera Laugavegi 72 hallbera@hallbera.is sími 552 5769 Birgitta Haukdal ætlar að árita diskinn sinn “Ein” í Hallberu Laugavegi 72 milli kl 18 og 20 í dag Laugardaginn 22. Desember.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.