Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 96
64 22. desember 2007 LAUGARDAGUR
ITEM IDEM – CYRIL DUVAL
Franski listamaðurinn Item
Idem býr í Tókýó og leikur
sér með rými innandyra í
listsköpun sinni. Til dæmis
setur hann lítið diskótek inn
í verslun með lúxusvarningi,
listasafn með litlum sækera-
veitingastað og heimili sem
breytist í ljósmyndastúdíó,
og blandar saman list, tísku,
hönnun og vísindum mark-
aðssetningarinnar. Item Idem
hefur meðal annars unnið
með Karl Lagerfeld, Kevin
Spacey, Bernhard Wilhelm
og Michel Gaubert og var
að ljúka fyrstu einkasýningu
sinni í Tókýó þegar hann
kíkti á Art Basel. „Ég fann
ekkert nýtt né áhugavert,“
sagði hann. Næst á döfinni
hjá Item Idem er hópsýning
í New York í John Connelly-
galleríinu sem heitir AA
Bronson School for Young
Shamans.
MAROUSSIA REBECQ
Parísarskvísan Maroussia Rebecq
setti fyrir nokkrum árum á fót fyrir-
bærið Andrea Crews, sem er hópur
listamanna úr ýmsum heimshornum
sem einbeitir sér að endurnýtingu
gamals fatnaðar. Andrea Crews
endurhannar gömul föt og kallar þau
„post-vintage“ og vill meina að það
bjóði upp á byltingu á sviði tísku.
Sýningar Andrea Crew eru mjög
listrænar og eru oft blanda af vídeó-
verkum og tónlistarviðburði. Um
þessar mundir er Rebecq að vinna
með leikstjóranum Yaoi Kusama að
kvikmynd, er gestaritstjóri tískutíma-
ritsins WAD og er nýbúin að opna
Andrea Crews-verslun í París. Þegar
hún er spurð út í hvað hún sé að
gera á Art Basel svarar hún: „Sjór, sól,
kynlíf, list og afslöppun.“
ASSUME VIVID
ASTRO FOCUS,
– ELI SUDBRACK
Þessi brasilíski listamaður býr í New York og sýndi verkefnið
sitt „Concrete Waves“ á Art Basel. Vídeóverki var varpað fyrir
ofan hjólabrettaramp og var í raun virðingaróður til hjólabretta-
menningar. Sudbrack sýndi einnig vídeóverk af fyrstu tískusýn-
ingu Issey Miyake í New York árið 1977 og heimildarmynd um
Grace Jones á Studio 54-árunum. Sautján klukkutíma langt
vídeóverk eftir Sudbrack var einnig sýnt en það heitir Butch
Queen Realness With a Twist in Pastel Colours. Sudbrack sækir
áhrif frá japönskum og kínverskum teikningum, miðaldavefn-
aði, tíbetskum málverkum og litabókum barna. Hann hefur
sýnt í mörgum mikilvægum galleríum í New York , þar á meðal
White Columns, Apex Art, Bellwether Gallery og New Museum
og einnig í Pompidou-safninu í París.
Sirkus lista-
heimsins
Listamessan Art Basel er haldin árlega á
Miami Beach og er einn stærsti listvið-
burður heims. Hún þykir ansi skrautleg
og fólk streymir að úr öllum heimshorn-
um: Listaverkasafnarar, safnstjórar, lista-
menn, blaðamenn og tískutýpur. Ljós-
myndarinn Yvan Rodic, betur þekktur
sem Facehunter, fangaði stemninguna.
➜
ARTÍ PARTÍ
Art Basel Miami Beach er mikilvægasta listamessa Bandaríkj-
anna og er um leið eitt mesta partí ársins. Hún er systurhátíð
Art Basel-hátíðarinnar í Sviss og býður upp á mikla breidd
alþjóðlegra listamanna. Hún á sér stað í desember í „Art Deco“
hverfi Miami, rétt hjá ströndinni þar sem er nóg af hótelum og
skemmtistöðum. Eins og gefur að skilja er staðsetningin og hið
skrautlega samansafn af fólki ávísun á mikil skemmtanahöld
eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.