Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 96

Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 96
64 22. desember 2007 LAUGARDAGUR ITEM IDEM – CYRIL DUVAL Franski listamaðurinn Item Idem býr í Tókýó og leikur sér með rými innandyra í listsköpun sinni. Til dæmis setur hann lítið diskótek inn í verslun með lúxusvarningi, listasafn með litlum sækera- veitingastað og heimili sem breytist í ljósmyndastúdíó, og blandar saman list, tísku, hönnun og vísindum mark- aðssetningarinnar. Item Idem hefur meðal annars unnið með Karl Lagerfeld, Kevin Spacey, Bernhard Wilhelm og Michel Gaubert og var að ljúka fyrstu einkasýningu sinni í Tókýó þegar hann kíkti á Art Basel. „Ég fann ekkert nýtt né áhugavert,“ sagði hann. Næst á döfinni hjá Item Idem er hópsýning í New York í John Connelly- galleríinu sem heitir AA Bronson School for Young Shamans. MAROUSSIA REBECQ Parísarskvísan Maroussia Rebecq setti fyrir nokkrum árum á fót fyrir- bærið Andrea Crews, sem er hópur listamanna úr ýmsum heimshornum sem einbeitir sér að endurnýtingu gamals fatnaðar. Andrea Crews endurhannar gömul föt og kallar þau „post-vintage“ og vill meina að það bjóði upp á byltingu á sviði tísku. Sýningar Andrea Crew eru mjög listrænar og eru oft blanda af vídeó- verkum og tónlistarviðburði. Um þessar mundir er Rebecq að vinna með leikstjóranum Yaoi Kusama að kvikmynd, er gestaritstjóri tískutíma- ritsins WAD og er nýbúin að opna Andrea Crews-verslun í París. Þegar hún er spurð út í hvað hún sé að gera á Art Basel svarar hún: „Sjór, sól, kynlíf, list og afslöppun.“ ASSUME VIVID ASTRO FOCUS, – ELI SUDBRACK Þessi brasilíski listamaður býr í New York og sýndi verkefnið sitt „Concrete Waves“ á Art Basel. Vídeóverki var varpað fyrir ofan hjólabrettaramp og var í raun virðingaróður til hjólabretta- menningar. Sudbrack sýndi einnig vídeóverk af fyrstu tískusýn- ingu Issey Miyake í New York árið 1977 og heimildarmynd um Grace Jones á Studio 54-árunum. Sautján klukkutíma langt vídeóverk eftir Sudbrack var einnig sýnt en það heitir Butch Queen Realness With a Twist in Pastel Colours. Sudbrack sækir áhrif frá japönskum og kínverskum teikningum, miðaldavefn- aði, tíbetskum málverkum og litabókum barna. Hann hefur sýnt í mörgum mikilvægum galleríum í New York , þar á meðal White Columns, Apex Art, Bellwether Gallery og New Museum og einnig í Pompidou-safninu í París. Sirkus lista- heimsins Listamessan Art Basel er haldin árlega á Miami Beach og er einn stærsti listvið- burður heims. Hún þykir ansi skrautleg og fólk streymir að úr öllum heimshorn- um: Listaverkasafnarar, safnstjórar, lista- menn, blaðamenn og tískutýpur. Ljós- myndarinn Yvan Rodic, betur þekktur sem Facehunter, fangaði stemninguna. ➜ ARTÍ PARTÍ Art Basel Miami Beach er mikilvægasta listamessa Bandaríkj- anna og er um leið eitt mesta partí ársins. Hún er systurhátíð Art Basel-hátíðarinnar í Sviss og býður upp á mikla breidd alþjóðlegra listamanna. Hún á sér stað í desember í „Art Deco“ hverfi Miami, rétt hjá ströndinni þar sem er nóg af hótelum og skemmtistöðum. Eins og gefur að skilja er staðsetningin og hið skrautlega samansafn af fólki ávísun á mikil skemmtanahöld eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.