Fréttablaðið - 22.12.2007, Side 98
66 22. desember 2007 LAUGARDAGUR
Óska eftir að kynnast
konu, 25-45 ára, sem á
eða hefur ráð á íbúð.
Þær sem vildu sinna
þessu, leggi nafn og
heimilisfang á afgr.
Mbl. Merkt: „Þag-
mælska – 205“.
Varað við sára-
sótt og dansað í
síðdegiskaffinu
Það er fróðlegt og oft fyndin dægradvöl að lesa gömul dagblöð. Þórdís
Gísladóttir fann nokkrar áhugaverðar auglýsingar í gömlum árgöngum
Morgunblaðsins sem sýna að tímarnir hafa breyst. Eða langar einhverja
eiginkonu í stórisastrekkjara í jólagjöf?
1914
Fundið
Gulur hundur í óskilum hjá Lög-
reglunni. Vitjist innan 3 daga og
borgist áfallinn kostnaður. Annars
skotinn.
1916
Fundið
Múffa hefir fundist á búðar-
borðinu á Klapparstíg 1 og vitjist
þangað.
1918
Húsaleigunefndin er nú röknuð
úr inflúenzurotinu og byrjar fundi
sína í kveld kl. 6 á bæjarþingstof-
unni.
1919
Reykið „Sayor Boy Mixture“
Hún er létt, bragðgóð og brennir
ekki tunguna -
Fæst hjá LEVÍ og víðar
1922
Kaup og sala
Tíu þúsund danskar krónur
óskast keyptar fyrir ellefu þúsund
íslenskar. Vilji nokkur sinna þessu
segi til nafns sín í lokuðu brjefi
merkt „Mikkel“, sem afhendist
afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir
mánudagskvöld 22. þ.m. Ef til
kemur, þarf að ávísa upphæðinni
með símskeyti.
1923
Húsmæður, athugið eftirfarandi.
Hið viðurkenda góða þvottaduft
„GOLD DUST“, nýkomið og kostar
aðeins 50 aura pakkinn, en ef
heill kassi (100 stykki) er tekinn,
þá kostar pakkinn 40 aura.
– Munið þetta!
Verslunin Goðafoss. Sími 436
Laugaveg 5
1926
Dr. Guðmundur Finnbogason
flytur erindi í dag í Nýja Bíó, sem
hann nefnir „Bölv og ragn og
þjóðnýting þess.“ Má óefað búast
þar við skemtilegu og frumlegu
erindi. Því bæði er það, að efnið
er nokkuð sérstakt og eins hitt, að
Guðm. er manna líklegastur til að
fara vel með það.
1938
Ráðskona
Þrifin og reglusöm stúlka óskast
til að taka að sjer ráðskonustörf á
litlu sveitaheimili frá 14. maí n.k.
Gjöri svo vel að koma til viðtals
Hótel Skjaldbreið í kvöld föstudag.
Herbergi Nr. 10, 2. hæð
1926
Viðskifti.
Með Botníu komu heyrnartól kr.
14,00. lampar kr. 10,00 kristal
og detektor spólur, banastik
íklemmuskrúfur o.fl. o.fl til
víðvarpstækja með lægsta verði.
Viðgerðir og leiðbeiningar fást í
Hljóðfærahúsinu.
1928
Salernahreinsun
Fer fram á svæðinu milli Lauga-
vegs og Skólavörðustígs föstudag-
inn 21. þ.m. í stað laugardags 22.
þ.m.; á svæðinu milli Lækjargötu
og Framnesvegar laugardaginn
22. þ.m. í stað mánudags 24. þ.m.
Hreinsað verður á sömu svæðum
28. og 29. þ.m.
Salernin verða að vera opin á
hinum tilteknu dögum. Heilbrigðis-
fulltrúinn.
1929
Ástalíf í stórborgum á vorum
tímum, heitir fyrirlestur sem
Þorsteinn Björnsson úr Bæ heldur
í Gamla Bíó í dag (17. nóvem-
ber) kl. 3. – úr efninu: Gifting-
arskrifstofur – Næturlíf – Óeðli.
Aðgöngumiðar kosta kr. 1.25, og
fást í Gamla Bíó eftir kl. 1 í dag.
1931
Kvörtunum um rottugang
í húsum er veitt viðtaka á skrif-
stofu minni við Vegamótastíg 2-7.
nóvember. kl. 10-12 árd. Og 3-7
síðd. Sími 753.
Heilbrigðisfulltrúinn
1932
Tapast hefir ljósblár köttur
(högni). Finnandi vinsamlega beð-
inn að skila honum á Vitastíg 7.
1933
Nýtt böglasmjör
Gulrófur, nýteknar upp úr jörðu,
jafngóðar og á haustdegi. Hvítkál.
Gleymið ekki blessuðu silfur-
tæra þorskalýsinu, sem allir lofa.
Björnin.
1933
Þeir, sem kaupa trúlofunarhring-
ana hjá Sigurþór verða altaf
ánægðir.
1937
Þakkarávarp.
Við undirritaðar, sem á síðastliðnu
sumri nutum, ásamt börnum
okkar, nokkurra vikna hvíldar og
hressingar endurgjaldslaust á
Egilsstöðum á vegum mæðra-
styrksnefndarinnar, þökkum hjart-
anlega fyrir þær ánægjustundir er
við áttum þar og óskum við, að
það nauðsynlega góðgerðarfjel-
ag megi blómgast og blessast í
framtíðinni.
Reykjavík 19. febrúar 1937.
Guðríður, Guðrún, Halldóra
1938
Látið grafa nafn yðar á reykjarpíp-
una yðar. Það fáið þjer gert ódýrt
í Pennaviðgerðinni, Austurstræti
14, 4. hæð.
1938
Leiga
Hænsnahús og íbúðarhús ásamt
180 hænsnum til leigu í nágrenni
Reykjavíkur. Uppl. Í síma 3799.