Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 100
68 22. desember 2007 LAUGARDAGUR
Í hvernig fötum líður þér best?
Bara þægilegum fötum.
Botnaðu: Ef ég fengi að velja mínu hinstu mál-
tíð, yrði hún …
Hlaupbúðingur.
Hvaða kæki ertu með?
Þarf alltaf að taka tvö skref afturábak þegar
ég er búinn að taka þrjú skref áfram. Getur
verið mjög pirrandi, sérstaklega þegar ég er
orðinn of seinn.
Botnaðu: Þegar eldri sem ég verð því …
kynngimagnaðri hestur þessi tilvera er Kringl-
an.
Hvaða frasa ofnotar þú?
Þar hefur Gunnur nú aldeilis rétt fyrir sér.
Eftirlætisbragð?
Bylta.
Fallegasta húsið í Reykjavík er …
Gamla Borgarbókasafnið niðri í bæ.
Ef þú ættir að velja þér haus einhverrar frægrar
manneskju til að setja á búkinn þinn – hvaða
haus yrði fyrir valinu?
Haus Ben Afflecks.
Hvernig heilsarðu?
Sæll og blessaður.
Hverju tekurðu fyrst eftir í fari fólks?
Látbragðinu.
Hver fer mest í taugarnar á þér?
Þori ekki að segja það, en get gefið vísbending-
ar. Karlmaður, rúmlega fertugur, alltaf að
blaðra um hluti sem hann veit ekkert um.
Látum það nægja.
Ef þú yrðir að eyða 20.000 krónum næsta hálf-
tímann – hvernig myndirðu eyða peningnum?
Koma á heimsfriði.
Hvað gerir þig dapran?
Minningargreinar, gamalt fólk sem haltrar,
dauðinn. Fleira í þessum dúr.
Hvað ætti Grýla grænmetisæta að gera við
óþekku börnin?
Borða þau.
Hvaða lag geturðu hlustað á aftur og aftur?
Allt með Chet Baker.
Hvað myndi sjálfsævisaga þín heita?
Óttar M. Norðfjörð – Viðkvæmt blóm í eyði-
mörk hafsins.
Ef þú uppgötvaðir nýja plánetu í sólkerfi okkar
– hvað myndirðu nefna hana?
Gústaf Jarl.
Hver er frægasti ættinginn þinn?
Jón forseti og Fjalla-Eyvindur, held ég.
Ef þú ættir tímavél, á hvaða sögulega tímabili
myndir þú stilla hana?
Væri til í að sjá heiminn eftir svona 200 ár.
Þú færð þér karakter úr kvikmynd til búa með
– hvaða persóna yrði það og af hverju yrði hún
fyrir valinu?
Hannibal Lecter hefur nú alltaf virkað mjög
viðkunnanlega á mig.
Hvaða bók getur þú lesið aftur og aftur?
Enga, get ekki lesið hluti aftur og aftur. Finnst
það tímaeyðsla.
Hver er kynþokkafyllsti klæðnaður sem kona
getur klæðst?
Sjálflýsandi kraftgalli. Nei, ég meinti gegnsær
kraftgalli. Gegnsær.
Hvaða ljóð ætti að lesa upp í jarðarförinni þinni
og af hverju?
„Jæja, þá er partíið búið“. Óskrifað ljóð eftir
einhvern. amb@frettabladid.is
ÞRIÐJA GRÁÐAN
FULLT NAFN: Óttar Martin Norðfjörð
FÆÐINGARÁR: 1980
Á HUNDAVAÐI: Vann bróður minn í skák
þegar ég var 13 ára, entist þrjá mánuði á
djúsfæribandi í Sól hf., fann upp pitsu með
kartöflum ásamt Hlyni vini mínum þegar
við unnum á Eldsmiðjunni, útskrifaðist úr
skóla, skrifaði mína fyrstu ljóðabók, tókst
að svara þessum skrítnu spurningum.
■ Á uppleið
Farfuglarnir komnir Barferðir yfir
allra heilögustu hátíðardagana ættu
að vera sigurstranglegar því nú eru
farfuglarnir komnir heim um jól.
LA-gæjarnir og NY-píurnar eru lent og
því hefur úrvalið a.m.k. fjórfaldast á
götum borgarinnar.
Friðargangan á Þorláksmessu
Rölt niður Laugaveginn með kerti í
hönd og frið í hjarta er lífsnauðsyn á
Þorláksmessu.
Óvæntar uppákomur Gefðu
ástinni þinni gjöf á Þorláksmessu.
Komdu henni á óvart með litlum
sætum pakka ofan á ryksugunni eða
á bak við Ajaxið.
Heimatónleikar Finnið jólafrið
í hjarta með því að syngja saman
jólasálmana á aðfangadagskvöld. Enn
betra ef þið eigið eitt stykki píanó,
fiðlu eða gítar.
■ Á niðurleið
Snjórinn. Útlit fyrir óveður og
rigningu yfir hátíðarnar. Dragið bara
gluggatjöldin fyrir.
Fyllirí á Þorláksmessu Það vill
enginn vakna á aðfangadag með
fullan poka af geisladiskum með
drengjunum í Lúxor eða gjafakort hjá
Geira á Goldfinger. Haldið áfengis-
neyslu í lágmarki þessa síðustu metra
fyrir jólin. Kvíðir barnið þitt jólunum?
Sjónvarp Prófið að kveikja ekkert á
sjónvarpinu heldur hlustið þess í stað
á huggulega jólatónlist þessi síðustu
kvöld fram að jólum. Hugljúfir tónar á
grammófóninum slá út Kastljósstefið
eða Hagkaupsauglýsinguna.
Fyllirí á aðfangadag Segir sig sjálft.
MÆLISTIKAN
ÓTTAR MARTIN NORÐFJÖRÐ, RITHÖFUNDUR „Ég get ekki lesið hluti aftur og aftur, mér finnst það tímaeyðsla.“
Myndi vilja búa með
Hannibal Lecter
Rithöfundurinn ungi Óttar Martin Norðfjörð hefur fengið afbragðsgóða dóma fyrir bók sína, Hnífur
Abrahams, og í kjölfarið keypti kvikmyndafyrirtækið ZikZak réttinn að henni. Óttari hefur hingað
til verið mjög umhugað um framtíð miðbæjarins en hver veit nema hann endi í borg englanna. Frétta-
blaðið tók hann í þriðju gráðu viðtal.