Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2007, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 22.12.2007, Qupperneq 110
78 22. desember 2007 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Skipulag er auðvitað bráðnauðsynlegt á hverjum jólum. Að passa að jólakjóllinn sé kominn úr hreinsun, skyrturnar straujaðar og að allur jólamaturinn sé kominn í ísskápinn. Það er ekkert hátíðlegt við það að vera stressaður yfir steikinni á síðustu stundu og eyðileggja stemn- inguna með því að pakka inn pökkum þegar messan er að hefjast. Ég er samt því miður ekki sérlega skipulögð kona. Þegar fyrstu rjúpna- lausu jólin skullu á var mér sett það verkefni í stórfjölskyldunni að panta íslenskt hreindýrakjöt með góðum fyrirvara. Ég vaknaði upp skelfingu lostin daginn fyrir Þorláksmessu og mundi allt í einu eftir árans hreindýrinu. Eftir klukkustund í símanum komst ég að því að allt íslenskt hreindýrakjöt var uppselt í stórmörkuðunum og brá á það örþrifaráð að hringja í vinkonu mína fyrir austan. Hún fann að lokum veiðigaur sem átti eitt stykki hreindýrabóg eftir og gat sent hann með vini sínum í flugvél suður næsta dag. Á Þorláksmessu sendi ég svo bróður minn niður á flugvöll og fékk paníska símhringingu í vinnuna sem hljómaði svona: „Ertu orðin algjörlega geðveik? Þetta er eins og stór gítar! Þetta kemst varla í bílinn, hvað þá í ísskápinn.“ Þegar ég fékk pakkann í hendurnar féll mér allur ketill í eld. Þetta var bógur í orðsins víðustu merkingu því að ég hélt á níðþungum, risavöxnum og alheilum fótlegg hreindýrs, með klauf, feld og öllu. Ég fékk móðursýkislegt hláturskast þegar ég reyndi í huganum að finna lausnir á málinu. Sá fyrir mér fótlegg Rúdolfs í baðkarinu og eitt stykki sög og sú mynd varð fljótlega að einhvers konar Texas Chainsaw Massacre í höfðinu á mér. Leggurinn fékk að dúsa úti á svölum á meðan ég svaf á vandamálinu um nóttina. Næsta dag tiplaði ég í vetrarkápunni á háum hælum niður snævi þakinn Skólavörðu- stíginn. Og með hvað annað undir hendinni en fótlegginn á Rúdolf vini mínum. Gekk hnarreist inn i Ostabúðina þar sem ég spurði kurteislega hvort einhver gæti mögulega verið svo sætur að búa til jólasteik úr þessum Hammer House of Horrors hryllingi. Af eintómri meðaumkun urðu þeir að bón minni enda örugglega fullvissir um að þarna væri kona á ferð sem hefði algerlega tapað sér í jólastressinu. Og heim fór ég með eitt stykki snyrtilegan og fallegan innpakkaðan hreindýrabóg sem rann ljúflega niður um kvöldið. Söguna af Rúdolf þorði ég hinsvegar ekki að segja fyrr en í janúar. Rúdolf í ógöngum Stelpur, stórar sem smáar, klæðast gjarnan rauðum kjólum á jólunum. Ekkert gæti verið jólalegra, en hvers vegna skyldi rauður vera litur þessarar hátíðar? Jú, í kirkjunnar augum er rauður litur tákn fyrir blóð Krists og er eins konar áminning til okkar um hvað við erum eiginlega að halda upp á. Rautt er einnig litur konunga, litur hjartans og litur ástar- innar. Allt þetta er að sjálfsögðu tengt hinni helgu hátíð. Hins vegar hefur rautt líka ýmsar neikvæðar merkingar og var til dæmis talinn „illur“ litur af forn Egyptum sem tengdist guðinum Set og undirheimum. Rauður er líka litur hættunnar og litur stríðsins. Konur í rauðum fötum fyrr á tíð voru svo oft stimplaðar sem vændiskonur. Hvað sem rauði liturinn táknar fyrir manni sjálfum þá er sjálfgefið að sú kona sem klæðist rauðu er ávallt mjög áberandi og því kallar liturinn á ákveðið hugrekki. Hönnuðir hafa lengi verið mjög hrifnir af þessum lit og eins og sjá má hér voru margir með eldrauðan fatnað á tískupöllun- um. Þær sem leggja ekki í eldrautt frá toppi til táar geta til dæmis verið í rauðu við svart og skellt á sig eldrauðu naglalakki eða varalit. - amb LITUR ÁSTARINNAR, BLÓÐSINS OG HÆTTUNNAR Á HÁTÍÐUNUM RAUÐ JÓL RAUTT OG SVART Fallegur ballerínukjóll og svartar sokkabuxur undir flottum eldrauðum jakka frá Luellu Bartley fyrir haust/vetur 2007. SKÆRRAUTT Áberandi og ótrúlega flottur kjóll frá Oscar de la Renta fyrir vor og sumar 2008. JÓLAPAKKI Guðdómlegur satínkjóll frá tískuhúsinu Valentino fyrir haust/ vetur, en hönnuður- inn er frægur fyrir aðdáun sína á rauðu. STELPULEGT Fallega sniðinn kjóll með víðu pilsi og matrósa- kraga frá Narciso Rodriguez fyrir vor/sumar 2008. Geggjuð rauð taska eftir Hrafnhildi, fæst í Trilogiu, Laugavegi. Falleg rauð svanapeysa frá Liborius, Laugavegi. TÖFF OG BRESKT Æðislegar rauðar hnébuxur við svartan flauelsjakka frá Luellu Bartley fyrir haust/vetur 2008. FÓSTBRÆÐUR Á DVD FÓSTBRÆÐUR Loksins á DVD! Tryggðu þér allar 5 seríurnar! Pæjulega hælaskó með opinni tá og slaufu frá Soniu Rykiel. Fást í Kron- Kron. Dásamlegan „cape“-kjól í fölgylltu með svörtum brydd- ingum. Fæst í KronKron. > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Á BAK VIÐ TJÖLDIN Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvað er uppáhaldsbókabúð Lagerfelds, eða hvar Dita Von Teese drekkur kokkteila? Nú er Blackberry komið með nýja vefsíðu sem það kallar The B List og þar ljóstra stjörnurnar upp leyndarmálum eins og uppá- haldshótelunum, veitinga- stöðunum, næturklúbbum og verslunum. Skoðaðum www.the-b-list.com OKKUR LANGAR Í … Gullfallegan svartan pallíettukjól fyrir hátíð- arnar. Fæst í KronKron. hjá Þráni skóara á Grettisgötu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.