Fréttablaðið - 22.12.2007, Page 113

Fréttablaðið - 22.12.2007, Page 113
LAUGARDAGUR 22. desember 2007 81 Breski rithöfundurinn Terry Pratchett hefur greint frá því að hann sé haldinn sjaldgæfu formi Alzheimer-sjúkdómsins. Í bréfi sem birtist á vefsíðu listamanns- ins Paul Kidby skrifaði rithöfund- urinn að sjúkdómurinn væri ástæða heilablóðfalls sem hann fékk fyrr í ár. Pratchett segir að tilkynninguna eigi að túlka sem svo að hann sé enn á lífi, og hafi tekið fréttunum „heimspekilega“ og „mögulega með dálítilli bjart- sýni“. Terry Pratchett skrifar ævin- týrakenndar vísindaskáldsögur og hefur selt yfir 55 milljónir bóka á heimsvísu. Frá því að fyrsta skáld- saga hans kom út árið 1971, hefur hann skrifað að meðaltali tvær bækur á ári, og telst því ansi afkastamikill sem rithöfundur. Pratchett segir í bréfinu að hann hefði gjarnan viljað halda fréttun- um fyrir sjálfan sig í einhvern tíma, en að hann sæi sig knúinn til að greina frá sjúkdómnum í ljósi skuldbindinga sinna við útgefendur og aðra. Pratchett seg- ist telja að það sé „tími fyrir að minnsta kosti nokkrar bækur í viðbót“ og hvetur aðdáendur til að taka fréttunum með ró. „Ég mun, auðvitað, deyja einhvern tíma í framtíðinni, eins og allir aðrir. Það gæti verið lengra í það en þið haldið,“ skrifar Pratchett. Pratchett þjáist af Alzheimer TEKUR FRÉTTUNUM MEÐ RÓ Terry Pratchett segist hafa tekið þeim fréttum að hann sé haldinn Alzheimer með ró, og hvetur aðdá- endur sína til að gera slíkt hið sama. NORDICPHOTOS/GETTY Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, segist eiga erfitt með að hlusta á lög með fyrrum sveit sinni Nirvana vegna dauða söngv- arans Kurt Cobain. Um leið og hann heyrir lög með sveitinni í útvarpinu fyllist hann af endurminningum frá þeim tíma þegar þeir félagar voru í hljóðveri. „Ég minnist þess strax hvernig það var daginn sem við tókum upp lagið. Hvernig maturinn var eða hvort það hafi verið hríð úti. Þetta er eins og að opna albúm fullt af gömlum ljósmyndum og mér finnst ekki gaman að gera það of oft,“ sagði Grohl. Fram undan hjá Foo Fighters eru tónleikar á Wembley á næsta ári sem aðdáendur sveitarinnar bíða með mikilli eftirvæntingu. Hlustar ekki á Nirvana NIRVANA Dave Grohl, fyrrverandi trommari Nirvana, á erfitt með að hlusta á lög með sinni gömlu sveit. Natalie Portman var útnefnd best klædda kona ársins af tímarit- inu In Style. Tíma- ritið segir Portman bera af, þar sem hún sýni „óbil- andi trú á snið og gæði glæsilegs kjóls.“ Á hæla Portman fylgdi Drew Barrymore, þá Cameron Diaz, Penelope Cruz og Jennifer Lopez. Jessica Alba og Cash Warren hafa fallið frá áformum um að gifta sig á næsta ári, þar sem Alba vill ekki vera ólétt í brúðkaupinu. Alba og Warren hættu saman í júlí síðastliðnum, en byrjuðu aftur saman í ágúst, og heyrðist því þá fleygt að ástæðan væri hik Warrens við að festa ráð sitt. Hann fær þó að hika nokkuð enn, því Alba vill bíða þar til barnið er komið í heiminn. Það mun gerast í byrjun sumars á næsta ári. Kvikmynd sem byggð verður á sögu Sue Monk Kidd, Leyndardómur býflugnanna, lítur út fyrir að verða stjörnum prýdd. Jennifer Hud- son fer með eitt hlutverkanna, en auk hennar hafa Queen Latifah og Sophie Okonedo tekið að sér hlutverk í mynd- inni. Dakota Fanning kemur til greina í aðalhlut- verkið, og svo gæti farið að Alicia Keys tæki einnig þátt í myndinni. Leyndar- dómur býflugnanna kom út árið 2003 og hefur notið mikilla vinsælda bæði ytra og hér á landi. FRÉTTIR AF FÓLKI GJAFAKORT KAFFIVÉLAR - MATVINNSLUVÉLAR - POTTAR & PÖNNUR - SAFAPRESSUR - ELDHÚSÁHÖLD fást í Eirvík JÓLAGJAFIRNAR EIRVÍK REYKJAVÍK: Laugardag 22. des kl. 11-18 Sunnudag, Þorláksmessu kl. 13-17 Aðfangadag 24. des kl. 10-12 Þriðja í jólum, 27. des LOKAÐ OPNUNARTÍMAR UM JÓLIN: EIRVÍK AKUREYRI: Laugardag 22. des kl. 11-15 Sunnudag, Þorláksmessu LOKAÐ Aðfangadag 24. des LOKAÐ Þriðja í jólum, 27. des 10-18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.