Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2007, Qupperneq 114

Fréttablaðið - 22.12.2007, Qupperneq 114
 22. desember 2007 LAUGARDAGUR Tyra Banks var útnefnd Kona árs- ins af tímaritinu OK! á dögunum. Ástæðurnar voru bæði velgengni hennar sem kaupsýslukona og hversu mikil fyrirmynd fyrirsætan er konum um víðan völl, og þá kannski helst hvað varðar sjálfs- traustið. Í viðtali við tímaritið sagð- ist Tyra elska eigin líkama. „Ég hef þénað milljónir dollara út á þennan líkama. Núna eru margir góðir hlutir að gerast. Það er Amer- ica Ferrera, Jennifer Hudson, Bey- oncé, Jennifer Lopez og ég sjálf – konur með línur. En mér finnst ennþá eins og þessari þvengmjóu ímynd sé haldið á lofti. Það er mjög ruglandi fyrir ungar stúlkur, og ég er að reyna að breyta því,“ sagði ofurfyrirsætan. Fyrr á árinu vöktu myndir af henni í baðfötum mikla athygli, en einhverjir vildu meina að þar liti hún út eins og strandaður hvalur. Tyra mótmælti þeim ummælum harðlega á sínum tíma, sem hún útskýrir í viðtalinu við OK! „Bandarísk meðalkona er í stærð 12 eða 14. Ef ég lít út fyrir að vera í stærð 10 eða 12 á einhverjum mynd- um, og fólk segir að ég sé ógeðsleg, eru það þá að segja að stærsti hluti Bandaríkjamanna sé ógeðslegur? Ég komst í mikið uppnám út af því, og þess vegna ákvað ég að láta í mér heyra,“ segir fyrirsætan. Tyra valin kona ársins af OK! ELSKAR EIGIN LÍKAMA Tyra Banks hefur verið iðin við að dásama konur með línur, og þykir frábær fyrirmynd fyrir konur um allan heim. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan Beyoncé Knowles gift- ist nýlega unnusta sínum, rappar- anum Jay-Z. Parið vildi ekki stórt brúðkaup og lét pússa sig saman við litla látlausa athöfn í París. „Þau vildu ekki athyglina sem yfirleitt fylgir þeim, heldur hafa brúðkaupið náið og rómantískt. Athöfnin var yndisleg og þau eru afar hamingjusöm,“ segir náinn ættingi söngstjörnunnar. Hann segir einnig að parið hafi ekki kosið hin hefðbundnu hringa- skipti við athöfnina heldur fengið sér samstæð húðflúr á baugfing- urna. „Þeim fannst það persónu- legra.“ Tólf ára aldursmunur er á Bey- oncé og Jay-Z. Þau hafa verið saman síðan árið 2002, þegar þau unnu saman við gerð lagsins Bonn- ie & Clyde ´03. Parið forðast að ræða samband sitt opinberlega og telur Beyoncé það hafa hjálpað þeim. „Mig langar að gifta mig og eignast fjölskyldu,“ sagði stjarnan í viðtali fyrr á árinu. „Óskastaðan væri að eignast stelpu og tvo stráka.“ Í fyrra lenti stjörnuparið á lista tímaritsins Time yfir hundrað áhrifamestu manneskjur veraldar og var útnefnt valdapar ársins 2006. Beyoncé Knowles gift Jay-Z Sinn er siður í landi hverju. Helstu stjörnur Breta halda flestar upp á jólin í faðmi fjöl- skyldunnar en eiga sér þó misjafnar hefðir sem hafðar eru í heiðri yfir hátíðirnar. „Ég tek mér alltaf vikufrí yfir jólin. Ég vinn mikið allan ársins hring en jólin eru tími fjölskyld- unnar og við förum yfirleitt til tengdamömmu og til foreldra minna í Essex.“ Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver „Ég vil eyða jólunum heima hjá mér í faðmi fjölskyldunnar. Börnin fá gjafirnar sínar um morguninn. Svo elda ég jóla- hádegismat fyrir okkur öll. Kalkún og allt þetta helsta.“ Fyrirsætan Jordan „Við vöknum mjög seint og gefum hvort öðru gjafirnar strax. Svo borð- um við enskan morgunverð – beikon, egg, pylsur og allt það. Eftir það förum við með hundana í göngutúr og horfum á ræðu drottningarinnar. Við borðum jólamatinn um sex, leggjumst eftir það í sófann, borðum steiktar kartöflur og horfum á Tommy Cooper á DVD.“ Hin óviðjafnanlega Sharon Osbourne „Fjölskyldan mín átti sér ótrúlega skemmtilegar hefðir þegar ég var barn. Við ókum í hestvagni í snjónum og horfðum á ljósin eða fórum á einhvern yndislegan stað eins og Hawaii. Núna eru hátíðirnar tími einfaldleikans fyrir mér og ég einbeiti mér að því að vera með þeim sem mér þykir vænt um.“ Leikkonan Minnie Driver „Ég geri tilraun til þess að elda en mér finnst líka gott að horfa á sjónvarpið og sofa um jólin. Tim (Burton) er búinn að skreyta jólatréð með dúkkum af dánum börnum, slímboltum og þess hátt- ar. Það lítur fallega út úr fjarlægð, glitrar og glansar, en þegar maður kemur nær sér maður að það er frekar ógeðfellt.“ Leikkonan Helena Bonham Carter „Ég hata jólin. Ég hata þessa heimskulegu tónlist í útvarpinu. Ég hata auglýsingarnar í sjónvarpinu. Mér finnast bökur ekki góðar og ég hata kalkún. Ég nenni ekki að flækja mig í þetta og var næstum búinn að segja við dóttur mína: „Jólasveinninn er ekki til.“ Ég hlakka mikið til að segja henni fréttirnar einn daginn.“ Söngvarinn Noel Gallagher Jólasiðir frægra í Bretlandi BEYONCÉ KNOWLES OG JAY-Z Giftu sig við látlausa athöfn í París og létu húð- flúra hringa á baugfingur sína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.