Fréttablaðið - 31.12.2007, Side 35

Fréttablaðið - 31.12.2007, Side 35
fasteignir 31. DESEMBER 2007 Rétt við lítinn furuskóg efst í Krikahverfi í Mos- fellsdal stendur nýtt einnar hæðar raðhús. Ein íbúð í því er föl hjá fasteignasölunni Stórborg. R aðhúsið er með mikilli lofthæð, millipalli og innbyggðum bílskúr og er samtals 194,6 fer-metrar að flatarmáli. Íbúðin skiptist í for- stofu, gestaherbergi, hol, eldhús, stofu, borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymslu/þvotta- hús. Milliveggir eru ýmist staðsteyptir og múrhúðaðir eða klæddir og hljóðeinangraðir málmgrindarveggir. Allir eru þeir klæddir og tilbúnir til spörslunar og málningar. Gólf eru frágengin í rétta hæð undir endanlegt slitlag og rykbundin. Hitalagnir eru ísettar í gólf. Loftplötur eru steyptar og slípaðar, tilbúnar til spörslunar og málningar. Hurðir eru fullfrágengnar og ísettar og hið sama gildir um gluggana. Einnig eru fráveitulagnir innan- húss fullgerðar og neysluvatnslagnir eru tengdar við stofninntak og frágengnar að tækjum. Vinnuljós eru tengd í hverju herbergi, gert ráð fyrir hljómtækjum í stofu og tölvu- og símalagnir eru í herbergjum. Gert er ráð fyrir innfelldri gólflýsingu í anddyri og gangi, einnig rafknúnum gardínum í stofu. Húsinu er skilað fullbúnu að utan, steinuðu með hrafntinnu. Útihurð er hvítmáluð og bílskúrshurð er hvít fellihurð. Jarðvegur á lóð er frágenginn í rétta hæð undir endanlegt yfirborð og jarðvegsskiptum verður lokið þar sem þörf er undir hellur, malbik eða gróður. Nýtískulegt funkishús Aðeins ein íbúð er óseld í þessu raðhúsi í Litlakrika í Mosfellsbæ. Ásett verð er 39,9 milljónir. „Við erum aldrei of upptekin fyrir þig “ Ekki heldur um áramótin. Bóas Sölufulltrúi 699 6165 boas@remax.is Gunnar Sölufulltrúi 899 0800 go@remax.is Áslaug María Sölufulltrúi 8200 301 aslaug@remax.is Eir Sölufulltrúi 660 6085 eir@remax.is Benedikt Sölufulltrúi 661 7788 benolafs@remax.is Edda Hrafnhildur Sölufulltrúi 896 6694 edda@remax.is Hilmar Sölufulltrúi 892 2982 hilmarosk@remax.is Stefán Páll Jónsson Löggiltur fasteignasali VEXTIR FRÁ AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 20.6.2007. 3,7% Frjálsi fjárfestingarbankinn lánar fyrirtækjum og einstaklingum til kaupa eða endurfjármögnunar á atvinnuhúsnæði. Lánstími er allt að 30 árum og við kappkostum að veita framúrskarandi þjónustu á hagstæðari kjörum. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í 540 5000 eða sendu póst á frjalsi@frjalsi.is til að kynna þér málið nánar. Finndu þér stað Atvinnuhúsnæðislán með lægri lántökukostnaði F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.