Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.12.2007, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 31.12.2007, Qupperneq 60
52 31. desember 2007 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Enska úrvalsdeildin: Manchester City-Liverpool 0-0 Derby - Blackburn 1-2 1-0 Matt Oakley (27,) 1-1 Roque Santa Cruz (39.), 1-2 David Bentley (42.). Iceland Express-deild karla: Leik Snæfells og Þórs Akureyri sem fara átti fram í gær var frestað vegna veðurs. Hann hefur verið settur á að nýju 2. janúar. ÚRSLIT FÓTBOLTI Guðný Björk Óðinsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir fóru til reynslu hjá bandaríska úrvals- deildarliðinu FC Indiana rétt fyrir jól. Valsstúlkurnar tóku tvær æfingar með þessi feiki- sterka félagsliði þar sem þær æfðu þó aðallega með strákum vegna fría. Guðný skoraði tvö mörk í 8-4 tapi í æfingaleik gegn strákunum en henni leist ágæt- lega á félagið. „Þeir eru reyndar ekkert svo góðir,“ sagði Guðný kímin um meistaraflokk karlaliðs FC Indiana. „Þetta var mjög fínt annars og aðstæðurnar eru góðar. Mér skilst að félagið vilji semja við okkur en ég er ekki viss um að ég myndi gera það ef það byðist. Mig langar eiginlega bara til að vera í Val,“ sagði Guðný sem ætlar þó ekki að útiloka neitt eins og er. - hþh Guðný Björk Óðinsdóttir: Skoraði tvö gegn strákunum GUÐNÝ Stóð sig vel úti í Bandaríkjunum. NFL New England Patriots varð um helgina annað liðið í sögu NFL-deildarinnar til að vinna alla leiki sína í deildarkeppninni. Patriots lagði New York Giants 38-35 í lokaleik sínum og full- komnaði þar tímabil sitt með sextánda sigurleiknum. Miami Dolphins vann alla fjórtán leiki sína árið 1972 áður en fyrirkomu- lagi deildarinnar var breytt 1978. Leikstjórnandi Patriots, Tom Brady, bætti einnig met yfir flestar snertimarkssendingar á einu tímabili en þær urðu 50 talsins. Peyton Manning sendi 49 slíkar fyrir Indianapolis Colts árið 2004. Þá bætti Randy Moss 20 ára gamalt met Jerry Rice yfir flest snertimörk útherja. Moss skoraði 23 snertimörk á tímabil- inu og bætti metið um eitt mark. Úrslitakeppnin í NFL hefst í janúar. - hþh New England Patriots: Tapaði ekki leik MAGNAÐUR Brady býr sig undir að kasta í lokaleik deildarkeppninnar um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Franska dagblaðið L’Equipe greindi frá því í gær að Jose Mourinho hefði samþykkt að taka við AC Milan eftir tímabilið. Mourinho hætti sem stjóri Chelsea í september og hefur enn ekki fundið sér nýtt starf en hefur lýst yfir áhuga á því að stýra liði á Ítalíu. Fyrstu kaup Mourinho yrðu svo endurfundir við Didier Drogba sem lýsti yfir óánægju með að missa stjórann frá Chelsea. Blaðið segir einnig að Carlo Ancelotti, sem stýrir nú AC Milan, muni taka við Barcelona af Frank Rijkaard sem er undir mikilli pressu þessa dagana. - hþh José Mourinho: Á leið til Milan ásamt Drogba? FÓTBOLTI Marel Baldvinsson byrj- aði að mæta fimm ára gamall á æfingar hjá Blikum og eftir nokk- urra ára flakk í atvinnumennsku er hann nú alfarið kominn heim. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik í gær og er ánægður með vistaskiptin. „Það er ljúft að vera kominn heim í Blikana. Það eru spennandi tímar framundan hér, það er allt í kringum þetta sem mælir með því. Hér er besta aðstaðan á landinu, góður þjálfari, flottur heima völlur, líflegir stuðningsmenn og góður leikmannahópur,“ sagði hinn 27 ára gamli framherji. Hann var í tvö og hálft ár hjá Stabæk í Noregi áður en hann gekk í raðir Lokeren í Belgíu. Þaðan lá leiðin heim 2006 áður en hann fór til Molde. Þar fann hvorki hann né fjölskylda hans sig og ákvað því að koma aftur heim. Þrátt fyrir áhuga annarra liða ákvað Marel að krota undir í Kópa- voginum. „Ég skoðaði það sem bauðst og hvort að þeir kostir væru spenn- andi knattspyrnulega séð. Sumir voru það en ég leit svo á að það væru ekki síður spennandi hlutir í gangi hér. Svo er ég auðvitað upp- alinn hér,“ sagði Marel sem fór rólega í yfirlýsingar um markmið- in í Kópavoginum. „Við skulum fara rólega í yfir- lýsingar um titla en ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta blandað okkur í toppbaráttuna. Það ætti að vera hægt að byggja á því sem var gert vel síðasta sumar,“ sagði Marel. Marel lék síðast með Blikum sumarið 2006 þegar hann fór á kostum. Hann skoraði þá ellefu mörk í þrettán leikjum og varð markakóngur deildarinnar. Hann hefur alls leikið 28 leiki með Blik- um í efstu deild á Íslandi og skor- að í þeim sautján mörk. Hann segist kominn til að vera og hyggst koma sér fyrir á Íslandi. „Gámurinn með dótinu er á leið- inni og ég er alfarið kominn heim. Ég held að þetta sé komið ágætt í atvinnumennskunni núna og ég muni bara einbeita mér að Blikun- um,“ sagði Marel sem er ánægður með uppganginn í knattspyrnunni á Íslandi. „Umgjörðin hér heima hefur breyst og ég lít ekkert á það sem skref niður á við að koma heim. Fótboltinn er í uppgangi og svo líður manni alltaf best heima, þrátt fyrir veðurfarið,“ sagði Marel brosmildur. Einar Kristján Jónsson, formað- ur knattspyrnudeildar Breiða- bliks, lýsti yfir mikilli ánægju með að fá Marel aftur í sínar raðir. Hann staðfesti einnig að Magnús Páll Gunnarsson myndi að öllum líkindum framlengja samning sinn við Blika en viðræður við hann eru á lokastigi. - hþh Ég er alfarið kominn heim Framherjinn Marel Baldvinsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Breiðablik. Hvalreki á fjörur Blika sem ætla sér stóra hluti næsta sumar. „Það eru spennandi tímar framundan hjá Blikum,“ segir Marel. KOMINN AFTUR Í BLIKATREYJUNA Marel handsalar samninginn í gær með Einari Jónssyni, formanni knattspyrnudeildar Breiðabliks. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SÍÐASTA YFIRFERÐ Marel skoðar samninginn áður en hann skrifar undir. Samningur- inn er til þriggja ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI > Grétar tryggði AZ Alkmaar sigur Grétar Rafn Steinsson skoraði sigurmark AZ Alkmaar gegn Heracles Almelo í hollensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Grétar lék allan leikinn í vörn AZ og skoraði sigurmarkið á 71. mínútu við mikinn fögnuð sextán þúsund áhorfenda á heimavelli Alkmaar. Þetta var fyrsta mark Grétars á tímabilinu en liðinu hefur ekki gengið sem skyldi undanfarið. Með sigrinum komst það þó upp í níunda sæti deildarinnar og á nú tvo leiki til góða á liðin í næstu sætum fyrir ofan. Handknattleiksdeild Hauka lagði í gær inn kæru á borð HSÍ á framkvæmd úrslitaleiks félagsins gegn Fram í N1-deildarbikar karla í handbolta. Leikurinn fór fram á laugardag- inn og þau mistök voru gerð að eitt marka Framara í fyrri hálfleik var tvískráð á stöðu- töflunni. Fram vann leikinn 30-28. „Framkvæmd leiksins er ekki í lagi og ein- faldlega ólögleg. Þetta er grátlegt fyrir bæði félög og HSÍ þar sem mótið var glæsilegt í alla staði,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, við Fréttablaðið í gær. Framarar fengu auk heiðursins 500 þúsund krónur og sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð fyrir sigurinn. Haukar fengu 250 þúsund krónur fyrir annað sætið. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði að málið færi nú fyrir dómstól HSÍ og sína leið í gegnum kerfið. „Það eiga sér stað mannleg mistök og þetta er leiðindaatvik. Auðvitað hörmum við það og þetta skyggir á hversu vel mótið heppnaðist. Þetta fer nú sína leið í gegnum dómstól- ana,“ sagði Einar og bætti við að ef kæmi til þess að spila þyrfti leikinn aftur yrði erfitt að finna tíma til þess fyrr en í vor. Aron er mjög ósáttur við að ekkert skyldi vera aðhafst í mál- inu á meðan á leiknum stóð. „Ábyrgðin liggur hjá fram- kvæmdaraðila leiks- ins. Það eru dómarar, eftirlitsmaður og tímavörður til staðar svo það er nóg af mönnum þarna. Hlutlausir aðilar gerðu athugasemdir við þetta og það er magnað að ekkert sé viðhafst í málinu,“ sagði Aron sem er ekki í vafa um að leikurinn hefði þróast á annan veg ef mistökin hefðu verið leiðrétt. „Leikurinn er í járnum í lokin. Þegar við erum að jafna í síðari hálfleik erum við í raun að komast yfir og það hefur sálræn áhrif á alla leikmenn. Menn taka ákvarðanir út frá stöðu leiks- ins og þetta hefur gríðarleg áhrif á leikinn,“ sagði Aron sem segir eðlilegt að spila þurfi leikinn aftur. „Það segir sig sjálft að það þurfi að spila leikinn aftur. Það er ekki hægt að útdeila titli, peninga- verðlaunum og Evrópusæti á þessu. Dómarar og fleiri gera mistök í hita leiksins en þetta er út fyrir þann ramma,“ sagði Aron. HANDKNATTLEIKSDEILD HAUKA: KÆRIR FRAMKVÆMD ÚRSLITALEIKSINS Í DEILDARBIKARNUM GEGN FRAM Magnað að ekkert skuli vera aðhafst í málinu FÓTBOLTI Liverpool og Manchester City gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liver- pool mistókst þar með að minnka forystu toppliðanna en leikmenn liðsins geta sjálfum sér um kennt. Þeir fengu urmul marktæki- færa en engu líkara er að þeir hafi geymt skotskóna heima á Anfield. Liverpool átti um tuttugu skot að marki City en miðvarðarparið Richard Dunne og Micah Richards átti stórleik auk Joe Hart mark- manns. Það varð til þess að gest- irnir náðu ekki að skora, ekki frek- ar en baráttuglaðir heimamenn. City átti aðeins fjögur skot að marki og fór vart yfir miðju í síð- ari hálfleik en barðist vel fyrir stiginu. Jamie Carragher fór fyrir vörn Liverpool og stöðvaði marg- ar sóknarlotur heimamanna sem eru líklega sáttari með stigið en gestirnir. „Við erum ögn pirraðir yfir þessu. Við sköpuðum okkur mörg marktækifæri, spiluðum vel og héldum boltanum innan liðsins á löngum stundum. Ég er ánægður með liðið mitt en óánægður með úrslitin,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool. „Við fengum nógu mörg tæki- færi til að vinna leikinn gegn mjög góðu liði sem er erfitt heim að sækja. Leikmennirnir lögðu sig alla fram í verkefnið en það dugði ekki til að þessu sinni. Það er gott að halda hreinu á útivelli en eftir svona mörg skot á markið átti að klára leikinn,“ sagði Benítez. Dunne var að öðrum ólöstuðum maður leiksins en hann bjargaði sínum mönnum hvað eftir annað á ögurstundu. „Þetta var mjög erfitt. Liverpool hefur verið gagnrýnt fyrir að spila ekki nógu vel en það sýndi í dag hvað í því býr. Sem betur fer stóðum við okkar plikt í vörninni og það skilaði sér í þess- um leik,“ sagði Dunne. Blackburn lagði Derby Derby endaði árið á tapi og situr sem fastast á botni deild- arinnar með aðeins sjö stig. Árið 2008 verð- ur erfitt fyrir Paul Jewell, stjóra liðsins, en Steve Howard brenndi af víta- spyrnu fyrir Derby eftir að liðið komst í 1-0. Leikmenn Black- burn nýttu sér það og skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleiknum og unnu að lokum 2-1. „Við sýndum mikinn dug í að koma sterkir til baka og ef við hefðum nýtt eitthvert af þessum færum hefðum við unnið stærra,“ sagði Mark Hughes, stjóri Blackburn, eftir sig- urinn. Blakcburn er í níunda sæti deildar- innar, stutt frá bar- áttunni um Evrópu- sæti. - hþh Liverpool og Manchester City gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gær: Leikmenn Liverpool gleymdu skotskónum STERKUR Richard Dunne er hér á undan Fernando Torres í boltann, eins og svo oft í leiknum í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.