Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.01.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 02.01.2008, Qupperneq 8
8 2. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR RV U N IQ U E 01 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Katrín Edda Svansdóttir, sölumaður í þjónustuveri RV Skrifstofuvörur - á janúartilboði Á tilboðií janúar 2008 Bréfabindi, ljósritunarpappír, töflutússar og skurðarhnífur 1.398 kr. ks. 5 x 500 blöð í ks. 1. Hvað heitir nýr forseti Kenía? 2. Framherjinn Marel Baldvinsson skrifaði nýverið undir samning við íslenskt knattspyrnulið. Hvaða lið? 3. Hvað heitir Íslendingurinn sem stóð fyrir jólasveinagöngu í Peking á dögunum? SVÖR Á SÍÐU 42 DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald þar til dómur fellur í máli hans í Hæstarétti. Hann var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur 4. desember fyrir auðgunar-, fíkniefna- og umferðarlagabrot, en áfrýjaði. Maðurinn, sem á að baki langan sakaferil, hefur setið í varðhaldi síðan 11. september á þessu ári. Fyrst vegna rannsóknarhags- muna, síðan í síbrotagæslu og því næst var honum haldið þar til áfrýjunarfrestur var liðinn. Nú hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til dómur fellur í Hæstarétti, þó ekki lengur en til 29. febrúar 2008. - sþs Bíður dóms Hæstaréttar: Síbrotamanni haldið í gæslu Hammond fram til formanns Aleqa Hammond, sem fer með utanríkismál í grænlensku landstjórn- inni, hyggst sækjast eftir formennsku í Siumut-flokknum á flokksþingi í febrúar næstkomandi. Nái hún kjöri verður hún fyrsta konan til að hljóta þann frama. GRÆNLAND Gáfu bænum Nonnahús Zontaklúbbur Akureyrar gaf Akur- eyrarbæ Nonnahús í gær. Safnið er helgað minningu Jóns Sveinssonar rithöfundar og jesúítaprests, og hafa Zontakonur í bænum rekið það í hálfa öld. Minjasafnið á Akureyri tekur nú við rekstri safnsins. AKUREYRI SLÓVENÍA, AP Á nýársdag varð Slóvenía fyrst þeirra tólf ríkja sem gengið hafa til liðs við Evr- ópusambandið síðan árið 2004 til að taka við formennskuhlutverk- inu í því. Áður en Slóvenía varð sjálfstætt ríki með tæplega tvær milljónir íbúa árið 1991 var landið nyrsti hluti júgóslavneska sambands- ríkisins. Af umsóknarríkjunum í Mið- og Austur-Evrópu varð Sló- venía fyrst til að uppfylla skilyrð- in fyrir inngöngu í sambandið og hún var fyrst nýju aðildarríkjanna til að taka upp evruna fyrir ári. Meðal helstu verkefna á for- mennskumisserinu verður að fylgja eftir fullgildingarferli Lissabon sáttmálans svonefnda, nýjustu uppfærslu stofnsáttmála ESB, en stefnt er að því að hann geti tekið gildi árið 2009. Þá hafa Slóvenar það snúna verkefni að reyna að fá bæði Serba og Kosovo- Albana til að sættast á lausn á framtíðarskipan Kosovo. Slóvenski utanríkisráðherrann Dmitrij Rupel segir smæð lands- ins geta verið kost. „Margir segja okkur að litlar þjóðir taki for- mennskuna alvarlegar en stórar,“ tjáði hann AP-fréttastofunni. „Og þannig nái þær árangri.“ - aa Formennskuskipti í Evrópusambandinu: Slóvenar til forystu fyrstir nýliðaþjóða ALPALÝÐVELDI Fánar Slóveníu og Evrópusambandsins blakta við hún á stjórnarbygg- ingu í höfuðborginni Ljúblíana. NORDICPHOTOS/AFP FÉLAGSMÁL „Við höfum barist fyrir þessu í fjölda ára. Það hefur þó hvorki gengið né rekið þar til Jóhanna tók við,“ segir Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, um átaksverkefni félagsmálaráðuneytis- ins sem miðar að því að efla þjónustu við geðfatlaða. „Verkefnið nær til 160 manns á landinu sem þurfa á búsetu að halda á vegum svæðisskrifstofa eða félagsþjónustu sveitarfélaga. Markmiðið er að veita fólki íbúðir utan stofnana og styrkja þjónustu sem talin er efla virkni fólks með geðfötlun. Átakið nefnist Straumhvörf og er Ásta R. Jóhannesdóttir þingkona formaður verkefnisins. Þá hefur Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra undirritað samkomulag við hússjóð Öryrkja- bandalagsins um kaup á 15 íbúðum í Reykjavík sem notaðar verða í þágu geðfatlaðra. Íbúðirnar hafa þegar verið teknar í notkun. Þar með hafa 27 manns fengið húsnæði á árinu fyrir atbeina Straumhvarfa. Sveinn segir að frá því í lok ársins 2006 og þar til nú hafi 111 einstaklingar leitað til hans þar sem þeir hafa ekki haft í önnur hús að venda. Enn sé mjög margt ógert en þetta verkefni lofi góðu um framhaldið. - kdk Formaður Geðhjálpar segir að 111 hafi leitað til sín vegna húsnæðisleysis: Nýjar íbúðir fyrir geðfatlaða LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í vinnugám verktaka sem vinna við að reisa verksmiðju Icelandic Water Holdings við Hlíðarenda í Ölfusi. Að sögn varðstjóra lögreglunn- ar á Selfossi fóru verktakar af svæðinu daginn fyrir Þorláks- messu og uppgötvaðist innbrotið þegar þeir snéru aftur til vinnu á fimmtudagsmorgun. Í gámnum var mikið af nýlegum verkfærum og var þeim öllum stolið. Er tjónið talið í hundruðum þúsunda. Lögreglan biður alla þá sem telja sig hafa upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010. - ovd Stálu öllu steini léttara: Verkfærum stolið í Ölfusi JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR SVEINN MAGNÚSSON HÚSNÆÐISMÁL Fasteignaverð hefur hækkað um ríflega 100 prósent umfram verðlag frá árinu 2000, samkvæmt drögum að greinar- gerð og tillögum nefndar um úrræði í húsnæðismálum. Verð- þróun umfram kaupmátt launa hefur leitt til þess að vaxandi hópur fólks hefur ekki fjárhags- legt bolmagn til að kaupa hús- næði. Þrátt fyrir þetta eru aðeins áform um fjölgun leiguíbúða í fimm sveitarfélögum í landinu, samkvæmt sömu skýrslu. Tæplega 2.800 manns eru á bið- listum eftir félagslegum leigu- íbúðum, langflestir hjá sveitar- félögunum, eða tæplega 1.500 manns. Lengsti biðlistinn er í Reykjavík en þar bíða 750 manns eftir leiguíbúð, í Kópavogi eru tæplega 160 á biðlista og í Hafnar- firði eru með tæplega 150 manns í bið. Reykjanesbær og Akureyri eru með tæplega 100 manns á biðlista hvort sveitarfélag. Á Akranesi, í Grindavík, Árborg, á Blönduósi og í Skagafirði eru tugir manna á biðlista en fólk er á biðlista í samtals 24 sveitarfélög- um. Aðeins í fimm sveitarfélögum eru áform um fjölgun leiguíbúða á þessu ári, samkvæmt greinar- gerðinni. Þessi sveitarfélög eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnar- fjörður, Seltjarnarnes og Reyk- hólahreppur. Síðastnefnda sveitar- félagið er aðeins með tvo á biðlista og Seltjarnarnes með fjóra. Reykjavíkurborg á tæplega 2.000 íbúðir, Kópavogsbær tæp- lega 312 og Hafnarfjörður 226. Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi eiga 14 íbúðir og Reykhóla hreppur á tíu. Reykjavík hefur 100 nýjar íbúðir í bígerð hjá Félagsbústöð- um auk ýmissa annarra úrræða. Hafnarfjarðarbær gerir ráð fyrir tuttugu íbúðum en keypti fimm eða sex á þessu ári. Lúðvík Geirs- son bæjarstjóri segir að bærinn hafi fundið fyrir aukinni eftir- spurn frá því í haust. „Það hefur ekki farið fram hjá okkur að leigumarkaðurinn er miklu þrengri og erfiðari og verð- ið hefur sprungið upp úr öllu valdi. Við finnum á fólki að það er þröngt og erfitt og við erum að reyna að koma til móts við þann vanda sem er að safnast upp,“ segir hann. Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóri Kópavogs, segir að bærinn hafi keypt 20 til 40 íbúðir á ári síð- ustu árin og stefni að því að kaupa minnst tuttugu á þessu ári, það fari þó eftir verði og hugsanlega kaupi bærinn fleiri íbúðir ef fast- eignaverð lækki. „Vandamálið er hvað verðið hefur verið gífurlega hátt,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Fimm sveitarfélög áforma að fjölga leiguíbúðum Um 2.800 manns eru á biðlistum eftir félagslegum leigubúðum á landinu öllu. Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Seltjarnarnes og Reykhólahreppur ætla að fjölga leiguíbúðum á þessu ári. ÁFORM UM FJÖLGUN Fólk er á biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum í 24 sveitar- félögum í landinu. Reykjavík, Hafnarfjörður og Kópavogur ætla að fjölga íbúðum á næsta ári ásamt Seltjarnarnesi og Reykhólahreppi. Biðlistarnir eru lengstir í stærstu sveitarfélögunum þremur. Húsið á myndinni tengist efni fréttarinnar ekki beint. VATÍKANIÐ, AP Friður á jörðu og mikilvægi fjölskyldunnar voru meginefni nýársávarps Benedikts sextánda páfa. Hann leiddi messu í Vatíkaninu á nýársdag. Páfinn talaði um mikilvægi „hinnar hefðbundnu fjölskyldu“, sem byggðist á hjónabandi karls og konu. Þá sagði hann mannkyn- ið í heild vera stóra fjölskyldu og gildi fjölskyldunnar væru nauðsynleg til þess að ná fram friði á jörðu. Einnig sagði hann að þolinmæði þyrfti til þess að friður næðist og friðurinn væri umfram allt guðdómleg gjöf. - þeb Nýársávarp páfans: Friðurinn er guðdómleg gjöf LÖGREGLUMÁL Karlmaður var hlaupinn uppi af lögreglumanni á Akureyri á fimmtudagskvöldið þegar hann reyndi að stinga af eftir að honum hafði verið gefið stöðvunarmerki við akstur. Ók maðurinn að húsi í bænum og reyndi að flýjan þaðan á hlaupum. Þetta er fjórði ökumað- urinn á stuttum tíma sem hlaupinn er uppi á Akureyri og grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. - ovd Hljóp ökumanninn uppi: Sá fjórði sem reynir að flýja VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.