Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 2
2 3. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Gulli, býðurðu ekki Jóa Fel í þáttinn? „Góð hugmynd. Þátturinn gæti heit- ið Bakari hengdur fyrir smið.“ Útvarpsmaðurinn og smiðurinn Gulli Helga stjórnar nýjum sjónvarpsþætti þar sem þrjú pör innrétta jafn margar íbúðir á Arnarneshæðinni. SAMGÖNGUMÁL Kristján Möller samgönguráðherra segir Vaðla- heiðargöng á Norðausturlandi vera framar í forgangsröðinni en Sundabraut og tvöföldun Suður- landsvegar. Rætt hefur verið um að þessi verkefni verði gerð að veruleika með einkaframkvæmd. „Það liggur fyrir niðurstaða um að framkvæmdin þurfi ekki að fara í umhverfismat auk þess sem skipu- lagsvinnu sveitarfélaga á svæðinu er að mestu lokið. Hin verkefnin eru styttra á veg komin.“ Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, segir seinagang stjórnvalda með Sundabraut bitna á ökumönnum á hverjum degi. „Það eru fá verk þar sem fag- menn úr öllum áttum eru sammála um ágæti framkvæmdar eins og í tilfelli Sundabrautar. Samt gerist ekki neitt og það er vitanlega ekki gott,“ segir Gísli Gíslason. Faxaflóahafnir hafa sýnt því áhuga að leggja Sundabraut. Eins og greint hefur verið frá í Frétta- blaðinu telja forsvarsmenn Faxa- flóahafna ekki nauðsynlegt að setja framkvæmdina í hefðbundið útboðsferli. Kristján hefur hins vegar talað fyrir nauðsyn þess. Horfir stjórnin einkum til verk- lags Norðmanna við sambærilegar framkvæmdir en þar hafa sam- göngumannvirki, þar á meðal jarð- göng, ekki alltaf verið boðin út heldur framkvæmdin sett í hendur opinberra fyrirtækja sem sjá um rekstur þeirra og gerð. Kristján Möller samgöngu ráðherra lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu 8. desem- ber að útboð væri eina réttláta leiðin þegar kæmi að því að taka ákvörðun um Sundabraut þar sem fleiri en Faxaflóahafnir hefðu sýnt verkinu áhuga. Svandís Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, segir það miður að Sundabraut sé ekki á dagskrá á þessu ári. „Sundabraut- in er jafn mikið forgangsmál fyrir landsbyggðina eins og höfuðborg- arbúa. Ég hefði frekar kosið að Sundabrautin yrði forgangsverk- efni á þessu ári þar sem þörfin fyrir hana er afar brýn. En von- andi mjakast þessi mál í rétta átt.“ Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvernig brautin verður lögð en nokkrar tillögur að henni hafa verið teiknaðar upp og lagðar fram. Líklegast er að farin verði sú leið að leggja hluta brautarinnar í göng. magnush@frettabladid.is Vaðlaheiðargöngin framar Sundabraut Samgönguráðherra segir Vaðlaheiðargöng vera framar í forgangsröðinni en Sundabraut og tvöföldun Suðurlandsvegar. Undirbúningur vegna ganganna er lengst á veg kominn. Ekki verður byrjað á gerð Sundabrautar á þessu ári. SUNDABRAUT Enn er deilt um Sundabraut. Ríkisstjórnin hefur ekki á dagskrá sinni að hefja framkvæmd hennar á þessu ári. SVANDÍS SVAVARS- DÓTTIR Vill að Sundabrautin verði að veruleika sem fyrst. KRISTJÁN MÖLL- ER Vaðlaheiðar- göng framar í for- gangsröðinni en Sundabrautin. PAKISTAN, AP Stjórnvöld í Pakistan ákváðu í gær að fresta um sex vikur þingkosningunum sem áttu að fara fram næstkomandi þriðjudag. Var ólgan sem morðið á Benazir Bhutto fyrir viku tilgreind sem ástæða frestun- arinnar. Talsmenn stjórnarand- stöðuflokkanna tóku ákvörðuninni illa en sögðust samt myndu taka þátt í kosning- unum. Í sjónvarpsávarpi í gærkvöld sagðist Pervez Musharraf forseti hafa farið þess á leit við bresk stjórnvöld að þau sendu sérfræð- inga frá rannsóknarlögreglunni Scotland Yard til að aðstoða við rannsóknina á morðinu svo að allir gætu sannfærst um að hún færi eðlilega fram. - aa / sjá síðu 12 Kosningum frestað í Pakistan: Scotland Yard til aðstoðar PERVEZ MUSHARRAF SRÍ LANKA, AP Ríkisstjórn Srí Lanka hefur ákveðið að segja formlega upp vopnahléssamkomulaginu við aðskilnaðarsinna Tamílatígra sem samið var um fyrir milligöngu Norðmanna árið 2002. Þetta þýðir að norræna vopnahléseftirlitssveitin, sem nú er aðeins skipuð Íslendingum og Norðmönnum, missir umboð sitt til starfa og verður frá að hverfa. Frá hausti 2006 hafa um tíu liðsmenn Íslensku friðargæslunnar þjónað í vopnaeftirlitssveitinni. Anna Jóhannsdóttir, forstöðumaður skrifstofu Íslensku friðargæslunnar í utanríkisráðuneytinu, segir stöðugildin nú vera níu og átta Íslendingar séu staddir þar syðra eins og er. Hún staðfestir í samtali við Fréttablaðið að uppsögn vopnahléssamkomulags- ins þýði að liðsmenn eftirlitssveitarinnar hafi fjórtán daga til að ljúka starfseminni og koma sér heim. Með því að vopnahléssamkomulagið fellur formlega úr gildi komast átök stjórnarhersins og Tamílatígra á nýtt formlegt stig. Stjórnmálaskýr- endur höfðu undanfarið kosið að kalla þau „óyfirlýst borgarastríð“ og því gat vopnahléseftirlitið haldið áfram, þrátt fyrir sívaxandi átök. - aa Srí Lanka-stjórn ákveður að segja formlega upp vopnahléssamkomulagi: Íslenskir gæsluliðar kallaðir heim ÓHEFT STRÍÐ Stjórnarhermenn við herrútu sem eyðilagðist í sprengingu í höfuðborginni Colombo í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJARSKIPTI Síminn hækkaði verð í nokkrum þjónustuflokkum nú um áramótin. Sem dæmi hækkaði mínútu- verð í flestum flokkum farsíma- þjónustunnar um eina krónu þegar hringt er í heimasíma. Þá hækkar einnig upphafsgjald úr farsíma. Hækkun á mánaðarverði heimasíma nam 50 krónum og sérþjónusta hækkaði um níu krónur. Grunnáskriftarverð fyrir ADSL-þjónustu hækkaði um 10 prósent eins og mánaðarverð fyrir NMT. Vefur símans, siminn.is, greindi frá. - ovd Verðhækkanir um áramót: Gjaldskrá Sím- ans hækkar TAÍLAND, AP Í Taílandi ríkti í gær almenn sorg eftir að Galyani Vadhana prinsessa lést af völdum krabbameins. Hún var 84 ára gömul og eina systir konungs landsins, hins áttræða Bhumibols Adulyadej, sem nýtur mikillar virðingar meðal landsmanna. Starfsfólk konungsfjölskyld- unnar tilkynnti að sorg skyldi ríkja í hundrað daga og opinberir embættismenn voru beðnir að klæðast svörtum fötum í hálfan mánuð. Stjórnmálamenn ákváðu jafnframt að bíða með deilumál sín fyrst um sinn, en ekki hefur tekist að mynda stjórn síðan kosningar voru haldnar þar á Þorláksmessu. - gb Sorg í Taílandi: Öldruð prins- essa fellur frá PRINSESSAN SYRGÐ Tvær taílenskar konur með mynd af Galyani Vadhana. NORDICPHOTOS/AFP VINNUMARKAÐUR Á morgun hittast vinnuhópar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífs- ins. Með því hefjast kjaraviðræð- ur á ný, sem hafa legið niðri um hátíðarnar. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segist vonast til að rætt verði um að gera stórframkvæmdasamning í stað virkjanasamnings sem nú fellur úr gildi. „Við höfum líka áhuga á vinnustaðaskilríkjum og erum að skoða rökstuðning fyrir uppsögnum,“ segir hann. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, segist ekki eiga von á því að ríkisstjórnin „slengi neinu á borðið á þessu stigi“ enda sé það of snemmt. - ghs Vinnuhópar ASÍ og SA hittast: Kjaraviðræður hefjast á ný DÓMSTÓLAR „Það er augljóst að Árni [Mathiesen] hefur talið þetta rétta ákvörðun og hann færir þá rök fyrir því. Svo geta aðrir verið ósammála þeim rökum, eins og gengur þegar ákvarðanir eru teknar,“ segir Þorsteinn Davíðsson, nýráðinn héraðsdómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austur- lands. Hann kvíðir ekki rökstuðn- ingi ráðherrans. Árni Mathiesen, settur dóms- málaráðherra, valdi Þorstein í stöðu héraðsdómara umfram þrjá aðra umsækjendur, sem fagleg matsnefnd telur hæfari í starfið. Tveir þeirra hafa nú óskað eftir því að Árni rökstyðji ákvörðun sína. Hann hefur til þess tvær vikur. Ákvörðun Árna hefur vakið nokkra athygli, enda er faðir Þor- steins, Davíð Oddsson, fyrrum yfirmaður Árna úr Sjálfstæðis- flokknum. Þorsteinn segist sjálfur ekki vilja dæma í eigin sök eða gera upp á milli umsækjendanna. Annars lá Þorsteinn í flensu þegar Fréttablaðið náði tali af honum og hafði legið frá því á gamlársdag. Hann mætti því ekki til vinnu í gær, sem átti að vera hans fyrsti dagur í starfi. Veikindi Þorsteins hafa ekki áhrif á starfsemi dómsins, enda hefur honum ekki verið úthlutað málum til að dæma í. - kóþ Þorsteinn Davíðsson, nýráðinn héraðsdómari, liggur heima í flensu: Kvíðir ekki rökstuðningi Árna ÞORSTEINN DAVÍÐSSON Nýráðinn dómari segist ekki vilja dæma í eigin sök. ATVINNUMÁL Öllum starfsmönnum hjá Kræki fiskverkun ehf. á Dalvík hefur verið sagt upp störfum. Um er að ræða 32 stöðugildi. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær kom fram að ákvörðunin um uppsagnirnar hefði verið tekin í kjölfar rekstrarerfiðleika sem fiskvinnslan hefði átt í. Þar sé helst um að kenna stöðu krónunn- ar, fiskverði og hráefnisskorti. Henning Jóhannesson, stjórnar- formaður fyrirtækisins, vildi ekki svara fyrirspurnum Fréttablaðs- ins um málið þegar leitað var eftir því. - sþs Hafa átt í rekstrarerfiðleikum: Öllu starfsfólki Krækis sagt upp HEILBRIGÐISMÁL Mengun af völdum svifryks fyrsta hálftíma ársins mældist 500 míkrógrömm á rúmmetra, en heilsuverndar- mörk miðast við 50 míkrógrömm. Þetta telst afar mikið, enda var vindhraði töluverður og úrkoma nokkur, sem dregur allajafna úr mælanlegri svifryksmengun. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfissviði Reykjavíkur- borgar mældist mengunin 455 míkrógrömm, um klukkan 18.00 á nýársdag, líklega vegna flugelda. Svifryk í borginni fór sautján sinnum yfir heilsuverndarmörk árið 2007. - kóþ Svifryk fyrstu 30 mínútur árs: Mengun tífalt yfir mörkum FLUGELDAR Þeir menga meira en margan grunar, flugeldarnir. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Jeppi ók aftan á flutningabíl Fernt slasaðist lítillega þegar jeppi rakst á flutningabíl á Norðurlandsvegi við Borðeyri um klukkan hálf tíu í gærkvöld. Samkvæmt lögreglu valt flutningabíllinn í fljúgandi hálku og lenti jeppinn aftan á flutningavagn- inum. Ökumaður flutningabílsins var einn á ferð en þrennt var um borð í jeppanum. Veginum var lokað í stutta stund eftir slysið. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.