Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 3. janúar 2008 27 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Virkjanamál Nú er ég svo hissa á öllu sem hefur gengið á að mér finnst þörf að leita svara hjá öðrum. Það heyrist um misrétti og kúgun í öðrum löndum og þá finnst fólki gott að lifa í þeirri trú að svona gerist ekki á Íslandi. Landsvirkjun hefur hér farið um svæðið í kring- um Þjórsá í all langan tíma og sagt við fólk að hvað sem það segi og vill þá muni Landsvirkjun fá sitt í gegn ef ekki með góðu þá með illu. Frá því í maí hefur Landsvirkjun beitt því óspart við landeigendur að hún eigi vatnsréttindin hvort sem er, svo fólk hafi ekkert að segja meir um málið. Aðeins þeir sem eigi vatnsréttindin geta eitt- hvað mótmælt og í raun ekki þeir heldur. Svo hefur verið sagt við fólk að ef það semur ekki núna strax þá hljóti þeim verra af seinna í samn- ingum því að heimild til eignarnáms liggi fyrir þar sem bara örfáir vilja ekki semja af fúsum vilja. Svo sér fólk að gríðarlegt jarðrask á sér stað og þetta veldur undrun og ugg þótt það eigi bara að heita rann- sóknir. Auðvitað veldur þetta allt ringulreið hjá fólki. Ráðherrar, þingmenn og sveitar- stjórnarmenn hafa varp- að ábyrgð hver til ann- ars. Skiljanlega því að allt er þetta að verða flókið mál. Nú hefur svo margt komið í ljós sem mælir gegn þessum virkjunum og það er svo mikil andstaða að eigin- lega flestallir eru sam- mála um að það ætti að hætta við allt saman, nema Landsvirkjun sjálf. Hver er það nú sem á að taka af skarið og flauta þessu vitleysu af fyrir fullt og allt, svo ekki verði meiri skaði og kostnaður en orðinn er nú þegar? Eitt er víst að það verður aldrei sátt um þessar framkvæmdir í landinu, það verður aldrei sátt meðal íbúa á þessu svæði og ekki heldur meðal landsmanna sem láta sig náttúru varða en ekki bara peninga. Rétt er það að Landsvirkjun hefur nú þegar lagt í mikinn kostn- að við undirbúning þessara virkj- ana. Sumir vilja meina að bara þess vegna sé ekki hægt að hætta við. En er það ekki svo að ef einhver hugmynd reynist ekki farsæl þá hættir maður við áður en kostnað- ur verður ennþá meiri? Eru ekki hagfræðilegar staðreyndir um það að stundum er lagt upp með hug- myndir og tilraunir en bara hluti af þeim er framkvæmdur? Sumar hugmyndir reynast réttar og aðrar ekki. Ef Landsvirkjun heldur til streitu sínum áformum þá verður þetta stórt tap fyrir alla aðila; Landsvirkjun tapar endanlega almenningsáliti og áttar sig fyrr eða seinna á staðreyndum sem fróðir menn eru nú að benda á. Náttúra Íslands fær sár sem aldrei munu gróa og allir landsmenn tapa sálarfrið yfir að hafa ekki geta stoppað græðgi fyrir réttlæti. Vonandi erum við nógu mörg sem viljum standa vörð um Þjórsá. Fórnum ekki meiru fyrir minna. Ég spyr: Hver getur stoppað þessar virkjanaframkvæmdir? Svo að það verði friður um Þjórsá í sveitum og borgum landsins. Höfundur er bóndi og heilsunær- ingarráðgjafi. Hver getur stoppað þessar virkjanir? ATIE BAKKER UMRÆÐAN Stjórnmál Sunnudaginn 30. desember mætti Kristinn H. Gunnarsson í sjónvarpsþáttinn Silfur Egils. Fyrstu orð Egils Helgasonar við Kristin voru: „Frjálslyndi flokkurinn virðist vera að breytast með þér innanborðs, til að mynda hefur hann snúið frá þessu útlend- ingatali sínu og allt í einu ætlar hann að fara að styðja kirkjuna.“ Kristinn H. Gunnarsson sá ekki þörf á því að leiðrétta Egil í þessari djörfu staðhæfingu enda virðist sem Kristinn H. Gunnarsson reyni sitt besta að draga úr þeim grund- vallarbaráttumálum sem Frjáls- lyndi flokkurinn boðaði í kosninga- baráttunni. Af mínum kynnum virðist Krist- inn H. Gunnarsson ala á stefnu- leysi, magnleysi og ósamheldni innan flokksins. Kristinn virðist halda að flokkurinn eigi að aðlag- ast sér en hann ekki flokknum. Á einhvern dæmalausan hátt fær hann fólk upp á móti sér og sýnir afar slakan vilja til samstarfs. Það eru lítið annað en svik við kjósendur Frjálslynda flokksins ef einstaka þingmenn flokksins standa ekki við gefin kosningaloforð og ætti Kristinn H. Gunnarsson alvarlega að íhuga framgöngu sína í garð þeirra sem komu honum á þing, þeirra sem kusu hann, þeirra sem börðust með honum og þeirra sem börðust fyrir hann. Ég sem formaður Félags ungra frjálslyndra krefst þess að Krist- inn H. Gunnarsson standi við gefin loforð og berjist fyrir því að flæði innflytjenda til Íslands verði takmarkað. Höfundur situr í miðstjórn Frjálslynda flokksins og er formaður Félags ungra frjáls- lyndra. Kristinn H. veldur von- brigðum Af mínum kynnum virðist Kristinn H. Gunnarsson ala á sér stefnuleysi, magnleysi og ósamheldni innan flokksins. VIÐAR GUÐJOHNSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.