Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 3. janúar 2008 41 Lily Allen segist ekki vilja leggja nafn sitt við línu af meðgöngu- fatnaði, þar sem það væri „slæmt fordæmi fyrir unglinga Bret- lands“. Þetta sagði söngkonan þegar hún opnaði árlega jólaút- sölu Harrods-verslunarinnar í London á föstudag. Aðspurð hvort slík lína væri væntanleg fór Lily að flissa óviðráðanlega. „Ég fékk mörg tilboð en ég held að það séu ekki rétt skilaboð til að senda til hinna ungu á Bretlandi,“ svaraði söngkonan. Hún tilkynnti í desember að hún væri barnshafandi eftir kærastann Ed Simons. Simons er annar hluti dúettsins Chemical brothers, en þau Lily hafa verið saman síðan í september. Engin með- gönguföt SLÆMT FORDÆMI Lily Allen segist ekki vilja leggja nafn sitt við meðgöngufatn- að þar sem það væri slæmt fordæmi fyrir unglinga landsins. Kjóllinn sem Keira Knightley klæðist í myndinni Atonement var valinn besti bún- ingur kvikmynda- sögunnar í kosn- ingu á vegum Sky Movies og tímaritsins In Style. Á eftir fylgdi hvíti kjóllinn sem Marilyn Monroe klæðist í The Seven Year Itch, og víðfræg- ur litli-svarti-kjóll Audrey Hepburn úr myndinni Breakfast At Tiffany’s. Britney Spears átti örugglega rólegra gamlárskvöld en margir aðrir, en því varði hún heima við í félagsskap sona sinna tveggja, nýja kærastans Adnan Ghalib og eftirlitsmanns frá dómstólnum sem þarf að fylgjast með fundum henn- ar og drengj- anna. „Það var enginn villtur fögnuður. Hún segist hafa sofnað skömmu eftir miðnætti en átt mjög gott kvöld,“ segir vinur söngkon- unnar. Uma Thurman er hætt að reykja eftir margra ára baráttu við nikótínfíknina. Hún segir að reykingarnar hafi haft áhrif á feril hennar og komið í veg fyrir að hún fengi hlutverk þar sem mikilla hlaupa eða hasarsena var krafist. „Ég reykti svo mikið að ég varð uppgefin og andstutt ef ég fór í ræktina,“ segir leikkon- an, sem hefur nú loks gefið sígarettur upp á bátinn. FRÉTTIR AF FÓLKI Bandaríska hljómsveitin Skid Row, sem hélt tón- leika hérlendis á dögunum, hefur stundum verið kölluð hármetalsveit erlendis. Sítt eða blásið hárið og vælandi gítarsólóin voru allsráðandi þegar hún var upp á sitt besta. Hármetalsveitirnar voru vinsæl- astar undir lok níunda áratugarins og í byrjun þess tíunda og voru nokkurs konar afkvæmi glys- rokksins sem kom fram á sjónar- sviðið í Bretlandi í byrjun áttunda áratugarins með sveitum á borð við T Rex og Slade. Auk Skid Row voru mest áber- andi hljómsveitir á borð við Möt- ley Crüe, Poison, Warrant, Eur- ope, Bon Jovi og Whitesnake, sem er einmitt á leiðinni hingað til lands á næsta ári. Guns N´Roses hefur stundum verið nefnd í sömu andrá og þessar sveitir en hörð- ustu aðdáendur hennar eru því eflaust mótfallnir. Kynlíf, áfengi og eiturlyf Sítt eða blásið hárið og létt þunga- rokkið þar sem vælandi gítarsóló með mikilli fingrafimi voru áber- andi einkenndu þessar hljóm- sveitir auk þess sem textarnir fjölluðu aðallega um kynlíf, áfengi og eiturlyf. Báru myndbönd þeirra, sem sjónvarpsstöðin MTV spilaði ótt og títt, vott um þessar áherslur. Einnig áttu flestar þess- ar sveitir að minnsta kosti eina góða kraftballöðu. Hver man til dæmis ekki eftir slögurum eins og Carrie með Europe, Every Rose Has It´s Thorn með Poison og Here I Go Again með Whitesnake? Hármetallinn varð hallærisleg- ur á einum degi þegar rokksveitin Nirvana kom fram á sjónarsviðið með plötunni Nevermind. Síðan þá hefur lítið farið fyrir þessari tón- listartegund, sem eitt sinn þótti sú allra svalasta í bransanum. Ballöður og blásið hár SKID ROW Skid Row á tónleikum í Chi- cago árið 1992 með þáverandi söngvara sínum, Sebastian Bach. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES POISON Söngvarinn Bret Michaels og félagar í Poison voru upp á sitt besta í lok níunda áratugarins. MÖTLEY CRÜE Rokkararnir í Mötley Crüe voru hinir mestu sukkarar í gamla daga. DAVID COVERDALE Söngvari Whitesnake er á leiðinni hingað til lands í annað sinn á næsta ári. WARRANT Rokksveitin Warrant náði töluverðum vinsældum á sínum tíma, enda með tískuna algjörlega á hreinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.