Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.01.2008, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 03.01.2008, Qupperneq 49
FIMMTUDAGUR 3. janúar 2008 41 Lily Allen segist ekki vilja leggja nafn sitt við línu af meðgöngu- fatnaði, þar sem það væri „slæmt fordæmi fyrir unglinga Bret- lands“. Þetta sagði söngkonan þegar hún opnaði árlega jólaút- sölu Harrods-verslunarinnar í London á föstudag. Aðspurð hvort slík lína væri væntanleg fór Lily að flissa óviðráðanlega. „Ég fékk mörg tilboð en ég held að það séu ekki rétt skilaboð til að senda til hinna ungu á Bretlandi,“ svaraði söngkonan. Hún tilkynnti í desember að hún væri barnshafandi eftir kærastann Ed Simons. Simons er annar hluti dúettsins Chemical brothers, en þau Lily hafa verið saman síðan í september. Engin með- gönguföt SLÆMT FORDÆMI Lily Allen segist ekki vilja leggja nafn sitt við meðgöngufatn- að þar sem það væri slæmt fordæmi fyrir unglinga landsins. Kjóllinn sem Keira Knightley klæðist í myndinni Atonement var valinn besti bún- ingur kvikmynda- sögunnar í kosn- ingu á vegum Sky Movies og tímaritsins In Style. Á eftir fylgdi hvíti kjóllinn sem Marilyn Monroe klæðist í The Seven Year Itch, og víðfræg- ur litli-svarti-kjóll Audrey Hepburn úr myndinni Breakfast At Tiffany’s. Britney Spears átti örugglega rólegra gamlárskvöld en margir aðrir, en því varði hún heima við í félagsskap sona sinna tveggja, nýja kærastans Adnan Ghalib og eftirlitsmanns frá dómstólnum sem þarf að fylgjast með fundum henn- ar og drengj- anna. „Það var enginn villtur fögnuður. Hún segist hafa sofnað skömmu eftir miðnætti en átt mjög gott kvöld,“ segir vinur söngkon- unnar. Uma Thurman er hætt að reykja eftir margra ára baráttu við nikótínfíknina. Hún segir að reykingarnar hafi haft áhrif á feril hennar og komið í veg fyrir að hún fengi hlutverk þar sem mikilla hlaupa eða hasarsena var krafist. „Ég reykti svo mikið að ég varð uppgefin og andstutt ef ég fór í ræktina,“ segir leikkon- an, sem hefur nú loks gefið sígarettur upp á bátinn. FRÉTTIR AF FÓLKI Bandaríska hljómsveitin Skid Row, sem hélt tón- leika hérlendis á dögunum, hefur stundum verið kölluð hármetalsveit erlendis. Sítt eða blásið hárið og vælandi gítarsólóin voru allsráðandi þegar hún var upp á sitt besta. Hármetalsveitirnar voru vinsæl- astar undir lok níunda áratugarins og í byrjun þess tíunda og voru nokkurs konar afkvæmi glys- rokksins sem kom fram á sjónar- sviðið í Bretlandi í byrjun áttunda áratugarins með sveitum á borð við T Rex og Slade. Auk Skid Row voru mest áber- andi hljómsveitir á borð við Möt- ley Crüe, Poison, Warrant, Eur- ope, Bon Jovi og Whitesnake, sem er einmitt á leiðinni hingað til lands á næsta ári. Guns N´Roses hefur stundum verið nefnd í sömu andrá og þessar sveitir en hörð- ustu aðdáendur hennar eru því eflaust mótfallnir. Kynlíf, áfengi og eiturlyf Sítt eða blásið hárið og létt þunga- rokkið þar sem vælandi gítarsóló með mikilli fingrafimi voru áber- andi einkenndu þessar hljóm- sveitir auk þess sem textarnir fjölluðu aðallega um kynlíf, áfengi og eiturlyf. Báru myndbönd þeirra, sem sjónvarpsstöðin MTV spilaði ótt og títt, vott um þessar áherslur. Einnig áttu flestar þess- ar sveitir að minnsta kosti eina góða kraftballöðu. Hver man til dæmis ekki eftir slögurum eins og Carrie með Europe, Every Rose Has It´s Thorn með Poison og Here I Go Again með Whitesnake? Hármetallinn varð hallærisleg- ur á einum degi þegar rokksveitin Nirvana kom fram á sjónarsviðið með plötunni Nevermind. Síðan þá hefur lítið farið fyrir þessari tón- listartegund, sem eitt sinn þótti sú allra svalasta í bransanum. Ballöður og blásið hár SKID ROW Skid Row á tónleikum í Chi- cago árið 1992 með þáverandi söngvara sínum, Sebastian Bach. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES POISON Söngvarinn Bret Michaels og félagar í Poison voru upp á sitt besta í lok níunda áratugarins. MÖTLEY CRÜE Rokkararnir í Mötley Crüe voru hinir mestu sukkarar í gamla daga. DAVID COVERDALE Söngvari Whitesnake er á leiðinni hingað til lands í annað sinn á næsta ári. WARRANT Rokksveitin Warrant náði töluverðum vinsældum á sínum tíma, enda með tískuna algjörlega á hreinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.