Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 8
8 3. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Innritun í kvöldskóla Iðnskólans í Reykjavík stendur yfir á netinu, www.ir.is (Námsframboð – Kvöldnám) Aðstoð við innritun verður í matsal skólans, miðvikudaginn 2. og fimmtudaginn 3. janúar frá kl. 17:00–18:30. Allar nánari upplýsingar á www.ir.is Kennsla hefst miðvikudaginn 9. janúar. Kvöldskóli Iðnskólans í Reykjavík – vorönn 2008 Frakkland: Hreint loft með reykingabanni Ferskt loft þykir dálítið nýstárlegt á kaffihúsum, krám og veitinga- stöðum í Frakklandi. Með nýju ári gekk þar í gildi reykingabann alls staðar nema á einkaheimilum og á götum úti, og vék þá reykinga- stybban fyrir ferska loftinu. Írak: 32 fórust í sjálfsvígstil- raun Að minnsta kosti 32 menn fórust þegar sjálfsvígsárás- armaður sprengdi sig í loft upp í austurhluta Bagdad í gær þar sem fólk hafði safnast saman til að syrgja fyrrver- andi herforingja, sjíta sem myrtur var í síðustu viku. Þessir tveir menn voru nánast yfirbugaðir af sorg þegar þeir sóttu jarðneskar leifar ættingja síns á sjúkrahús. Írak: Lögreglukonur útskrifast Þessar vígalegu konur útskrifuð- ust úr lögregluskóla í Karbala í Írak á gamlársdag. Þær fá flestar það hlutverk að sinna líkamsleit á konum við innganginn að helgum stöðum í landinu. AÐ UTAN SJÁVARÚTVEGUR Fiskistofa áætlar að heildarafli íslenskra skipa á árinu 2007 verði 1.401 þúsund lestir sem þýðir 78 þúsund lesta aukningu ársafla frá fyrra ári. Afli ársins 2006 var 1.323 þúsund lestir. Áætlað er að botnfiskafli hafi minnkað milli ára um 30 þúsund lestir en afli uppsjávartegunda hafi aukist um 104 þúsund lestir. 24 þúsund lestum minni þorskafli innan íslensku lögsögunnar 2007 vegur þyngst í samdrætti botn- fiskafla frá fyrra ári. Aukning í uppsjávarafla var hinsvegar mest í loðnu en síldarafli jókst líka. Sérstaka athygli vekur mikill makrílafli íslenskra skipa á árinu sem er að líða. Mestur var ársaflinn 1997 eða 2.199 þúsund lestir. - shá Ársaflinn við Ísland 2007: Aukning í afla LÖNDUN Á REYÐARFIRÐI Landaður afli var meiri á síðasta ári en 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sofnaði undir stýri Tveir bílar lentu saman á Hvalfjarðar- vegi um klukkan sjö í gærmorgun með þeim afleiðingum að þeir eyðilögðust báðir og ökumenn hlutu minni háttar meiðsl. Að sögn lögregl- unnar í Borgarnesi sofnaði ökumaður annars bílsins með fyrrgreindum afleiðingum. LÖGREGLUFRÉTT SJÁVARÚTVEGUR Fulltrúar Lands- sambands smábátaeigenda og sjómannasamtakanna undirrituðu kjarasamning um kaup og kjör sjómanna á smábátum nýlega. Samningurinn markar tímamót í sögu smábátaeigenda þar sem hann er sá fyrsti í sögu landssam- bandsins. Áður höfðu verið gerðir samningar í Bolungarvík og Ísafirði, en nú er kominn á samningur sem nær til allra smábátaeigenda og sjómanna sem róa hjá þeim. Þá hefur verið bent á að hér er um að ræða fyrsta samninginn milli atvinnurekenda og launþega sem gerður er í þeirri samninga- lotu sem nú er hafin. - shá Smábátasjómenn: Fyrsti samning- urinn í höfn FJARSKIPTI Póstkössum á höfuð- borgarsvæðinu fækkar úr 126 í 90 vegna endurskipulagningar hjá Íslandspósti. „Einstaka kassar eru teknir niður vegna ítrekaðra skemmdarverka,“ segir Ágústa Hrund Steinarsdótt- ir hjá Íslandspósti um ástæður fækkunarinnar. „En aðalástæðan er sú að þeir voru lítið notaðir.“ Þá hanga skilti nú þar sem áður hengu kassar og vísa þau veginn að næsta póstkassa eða pósthús. Póstsendendur geta nálgast nánari upplýsingar hjá þjónustu- veri Íslandspósts eða á vefnum www.postur.is - ovd Færri á höfuðborgarsvæðinu: Póstkössum fækkar um 36 Í HÓLMAVÍK Sjómenn á smábátum hafa undirritað sinn fyrsta kjarasamning. ORKUMÁL „Það eru spennandi tímar fram undan í orkumálum. Marg- vísleg tækifæri blasa við,“ segir Guðni A. Jóhannesson en Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra réð hann í gær orkumálastjóra. Guðni hóf störf í gær en hann er skipaður til fimma ára. „Það eru mikil tækifæri á ýmsum sviðum í orkugeiranum. Ég hef lengi haft áhuga á orkumálum. Ég hef unnið að þeim bæði hér á Íslandi og erlendis. Á næstunni er útlit fyrir að við förum að horfa til olíuleitar og það er auðvitað nýtt fyrir okkur,“ segir Guðni. Frá því árið 1990 hefur Guðni starfað í byggingartæknideild Konunglega verkfræðiháskólans í Stokkhólmi. Síðastliðin þrettán ár hefur hann veitt deildinni forstöðu og borið ábyrgð á rekstri hennar og rannsóknarstarfi. Níu sóttust eftir starfi orkumálastjóra en þrír þeirra voru kvaddir til sérhæfðra viðtala. Í tilkynningu frá iðnaðarráðu- neytinu vegna ráðningar Guðna segir að það sé mat ráðuneytisins að Guðni sé hæfastur allra umsækjenda, einkum vegna menntunar og langrar reynslu af þverfaglegum viðfangsefnum á sviði orkumála. Ragnheiður Inga Þórarinsdótt- ir aðstoðarorkumálastjóri hefur beðið iðnaðarráðherra að rök- styðja ráðninguna og íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis. Hún telur sig bæði hafa meiri menntun og reynslu á sviði stjórn- sýslu og orkumála heldur en Guðni. - mh Nýr orkumálastjóri segir mikiltækifæri blasa við Íslendingum: Spennandi tímar fram undan Vegabréfsáritanir hækka Umsóknargjöld fyrir vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna hafa nú hækkað úr 100 í 131 Bandaríkjadal. Í fréttatil- kynningu frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi kemur fram að gjöld vegna öryggisráðstafana, upplýsingakerfa og verðbólgu hafi stuðlað að hærri kostnaði. BANDARÍKIN GUÐNI A. JÓHANNESSON Orkumál eru í brennidepli. EFTIRLIT Fjármálaeftirlitið mun halda rauðvínsflöskunum sem Kaupþing banki sendi þeim fyrir jólin, þrátt fyrir að í reglum um Fjármálaeftirlitið standi að starfs- mönnum þess sé óheimilt að taka við gjöfum frá eftirlitsskyldum aðilum, svo sem bönkum, umfram það sem viðskiptavinir aðilanna fá almennt. Talsmaður Fjármálaeftirlitsins (FME), Íris Björk Hreinsdóttir upplýsingafulltrúi, segir að gjaf- irnar séu taldar innan eðlilegra marka. „Forstjórinn metur það hverju sinni hvað honum finnst eðlilegt og í þessu tilfelli heimilaði hann starfsfólkinu að taka við þessu,“ segir hún. „Ákveðnir lykilstarfsmenn“, líklega ekki fleiri en átta talsins, hafi fengið tvær vínflöskur frá bankanum. Nokkrir starfsmenn fengu konfektkassa að auki, en Íris veit ekki frá hverjum súkkulaðið kom. „Það hafa borist konfektkassar og það fór ekki leynt. Aðrar gjafir höfum við ekki fengið mér vitan- lega,“ segir hún. Íris bendir einnig á að það „geti verið til marks um ofurviðkvæmni að skila svona smáræði“. Jónas Friðrik Jónsson, forstjóri FME, hafi „að sjálfsögðu“ haft reglurnar til hliðsjónar og telji að gjafirnar muni ekki skaða dóm- greind starfsfólksins. Hann sjálf- ur ánafnaði sínar flöskur starfs- mannasjóði FME. Dýrasta rauðvínið í ríkinu, Chateau Mouton Rothschild, kost- ar 49.900 krónur flaskan, en upp- lýsingafulltrúinn veit ekki hvaða tegund lykilstarfsmennirnir fengu. Ekki náðist í Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra í gær, en að sögn aðstoðarmanns hans, Jóns Þórs Sturlusonar, verður málið skoðað í ráðuneytinu, komi í ljós að gjafirnar hafi verið óeðlilegar. klemens@frettabladid.is Fjármálaeftirlitið heldur gjöfunum Lykilstarfsmenn Fjármálaeftirlitsins sjá ekki ástæðu til að skila gjöfum frá Kaupþingi, banka sem það hefur eftirlit með, þrátt fyrir reglur eftirlitsins. Forstjórinn hefur ánafnað starfsmannasjóði stofnunarinnar sitt rauðvín. 1. grein: Markmið reglnanna. Reglum þessum er ætlað að tryggja hlutlægni við úrlausn verkefna Fjár- málaeftirlitsins og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra eða að hagsmuna- tengsl myndist. Stjórnarmenn, forstjóri og starfsmenn skulu ekki stunda viðskipti sem gætu með réttu gefið tilefni til tortryggni að því er varðar meðferð trúnaðarupp- lýsinga eða trúverðugleika Fjármálaeftirlitsins. [...] 3. grein: Samskipti við eftirlitsskylda aðila [...]Stjórnarmönnum, forstjóra og starfsmönnum er óheimilt að taka við gjöfum eða annarri ívilnun frá eftirlitsskyldum aðilum sem ekki eru veittar viðskiptamönnum almennt og eðlilegar geta talist. REGLUR UM GJAFIR OG FLEIRA JÓNAS FR. JÓNS- SON Forstjóri Fjármálaeftir- litsins telur að rauðvínið skerði ekki dómgreind starfsmanna og ákvað að ánafna sitt vín starfs- mannasjóðnum. RAUÐ- VÍN Dýrasta rauðvínið í ríkinu kostar tæpar 50.000 krónur flaskan. Ekki fylgir sögunni hvernig rauðvín Fjármála eftirlitið fékk í jólagjöf. 1 Hvað er Lögbirtingarblaðið gamalt í ár? 2 Hvar verður grafið eftir kaleik Krists á Íslandi? 3 Í hvaða sæti lenti íslenska ungmennalandsliðið í hand- bolta á móti í Þýskalandi milli jóla og nýárs? SVÖRIN ERU Á BLAÐSÍÐU 46 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.