Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 54
46 3. janúar 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Eitt hundrað ára 2 Í Skipholtskrók á Kili 3 Öðru sæti MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. örverpi 6. pot 8. örn 9. draup 11. samanburðartenging 12. blossaljós 14. kjöt 16. halló 17. mánuður 18. tímabils 20. átt 21. á fæti. LÓÐRÉTT 1. íþrótt 3. guð 4. fargið 5. málmur 7. raddfæri 10. frostskemmd 13. er 15. ávöxtur 16. langur 19. vörumerki. LAUSN LÁRÉTT: 2. urpt, 6. ot, 8. ari, 9. lak, 11. en, 12. flass, 14. flesk, 16. hæ, 17. maí, 18. árs, 20. nv, 21. rist. LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. ra, 4. pressan, 5. tin, 7. talfæri, 10. kal, 13. sem, 15. kíví, 16. hár, 19. ss. Andri Snær Magnason rithöfund- ur og eiginkona hans Margrét Sjöfn Torp eiga von á fjórða barn- inu sínu 27. janúar. „Jú, það er frekar óvenjulegt að eignast þetta mörg börn í dag,“ segir Andri, „sérstaklega með sömu konunni og utan sértrúarsafnaðar. Ég á von á að þetta hafi ýmsar afleiðingar í för með sér, til dæmis þær að nú getum við ekki lengur notfært okkur tilboð frá ferðaskrifstofum. Þar er alltaf gert ráð fyrir tveim- ur börnum á aldrinum 2-11 ára. Þá er líka alveg ljóst að fjölskyldu- bíllinn er sprunginn.“ Fyrir eiga Andri og Margrét einn son, tíu ára, og tvær dætur, fimm og tveggja. „Við höfum ekki látið kyngreina nýja barnið, enda er gott að lifa í smá óvissu, en hjartsláttur og fleira bendir til að þetta sé strákur. Þó væri náttúr- lega hagkvæmast ef þetta yrði stelpa.“ Í listinni hjá Andra ber það hæst að Draumalandið, kvikmynd hans og Þorfinns Guðnasonar, verður frumsýnd á árinu þótt Andri viti ekki nákvæmlega hvenær. „Þetta lítur allt saman mjög vel út. Við höfum tekið mikið upp á hálend- inu og myndin er að miklu leyti skotin á 35mm filmu. Við vorum að fá fimm spólur úr framköllun frá London og þeir sendu okkur meldingu með um að þeir hefðu aldrei séð annað eins myndefni. Þó framkölluðu þeir allar Lord of the Rings-myndirnar.“ Þá segir Andri ýmsar bækur vera í pípunum, bæði fyrir börn og fullorðna, en full snemmt sé að tjá sig um þau verkefni – „Það skýrist allt betur með sumrinu.“ Andri sprengir fjölskyldubílinn FJÖLGUN YFIRVOFANDI Andri Snær sér á eftir tilboðum frá ferðaskrifstofum og er farinn að skima eftir sjö manna bíl. Hallgrímur Helgason hefur lokið við málverk sem seldist á góðgerðauppboði til styrktar Unicef í desember 2005, en samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var ómálað verkið þá keypt á 20 milljónir króna. Hallgrímur bauð vinum og vandamönnum til veislu síðastliðið föstudagskvöld til að fagna verklokum. „Mig langaði að sýna mínum vinum og fjölskyldu verkið áður en það fer til eigandans,“ útskýrir Hallgrímur, sem segir óráðið hvort það komi nokkurn tíma fyrir augu almennings. Hann segir skort á vinnuaðstöðu hafa haft sín áhrif á langan meðgöngutíma verksins. „Ég var ekki með vinnustofu á þessum tíma. Ég fékk hana á síðasta ári og var að þessu frá ágúst og fram að jólum, meðfram öðrum verkefnum,“ útskýrir listamaðurinn. „Ég tók mér mjög góðan tíma í þetta. Það voru svo miklir peningar sem fylgdu þessu að ég gat ekki annað en vandað til verka. Svo vildi ég líka hugsa vel um það hvað gæti verið þess virði að mála fyrir svona upphæð,“ segir Hallgrímur. Myndefnið sem fyrir valinu varð er ekki af verri toganum. „Ég ákvað að mála eitthvað sem væri verðugt viðfangsefni, og málaði þess vegna Guð. Málverkið heitir Guð á Sæbraut,“ útskýrir Hallgrímur, sem segir vinnuferlið hafa verið ágætis reynslu. „Þetta var nýtt fyrir mér, svona í anda endurreisn- arinnar. Furstinn kemur með fúlgu og leggur á borðið og segir „gerðu eitthvað flott fyrir þetta“. Maður verður hvumsa fyrst, en kemst svo að því að peningar eru hvati. Ég held að ég hafi aldrei lagt jafn hart að mér fyrir eitt málverk, svo þetta fyrirkomu- lag getur verið jákvætt,“ segir Hallgrímur. Afhending verksins hefur ekki farið fram, en Hallgrímur segir eigandann hafa fengið að sjá málverkið. Hallgrímur vill ekki gefa upp hver kaupandinn er, en segir hann hafa treyst sér fullkomlega. Listamaðurinn hyggst afhenda verkið bráðlega. „Ég á eftir að ramma það inn og taka ljósmyndir af því,“ útskýrir Hallgrímur. Milljónirnar sem greiddar voru fyrir verkið hafa þegar komið Unicef að góðum notum, enda runnu þær til góðgerðamála á þeirra vegum. „Ég held að það hafi verið keypt flugnanet til varnar malaríu fyrir börn í Gíneu-Bissá fyrir peningana,“ segir Hallgrímur. Aðspurður segir Hallgrímur það vera gott kaup. „Ég verð að segja að þetta er mjög góð tilfinning,“ segir hann. sunna@frettabladid.is HALLGRÍMUR HELGASON: HEFUR LOKIÐ VIÐ 20 MILLJÓNA MÁLVERKIÐ Málaði Guð á Sæbraut GÓÐ TILFINNING Hallgrímur Helgason segir það gott kaup fyrir vinnuna að börn í Gíneu-Bissá hafi fengið flugnanet til varnar malaríu. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR „Það er nú bara hafragrautur og lýsi, það er klassískur morg- unmatur. Hann er langbestur.“ Lára Sveinsdóttir leikkona. Sjónvarpsþátturinn Næturvaktin og Astrópía halda áfram að auka við sig í sölu eftir jól þrátt fyrir að hafa verið vinsælustu dvd-diskarnir í jólapökkum landsmanna þetta árið. „Þetta er auðvitað hálf ótrúlegt,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, markaðsstjóri Skífunnar. „Þessir tveir mynddiskar eru að koma út í plús eftir skilavertíðina, það er að segja þær halda áfram að bæta við sig. Fólk skilar þeim og fær sér annan hvorn,“ útskýrir Sigvaldi. Gróflega talið má reikna með að tæplega sautján þúsund eintök hafi selst af Næturvaktinni fyrir jólin en sjónvarps- þættirnir nutu gríðarlegra vinsælda á Stöð 2. Astrópía seldist í rúmum átta þúsund eintökum en hátt í fimmtíu þúsund sáu kvikmyndina í bíó. „Þetta er ákaflega jákvætt,“ segir Júlíus Kemp, einn framleiðenda myndarinnar. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er mikill áhugi á íslenskri dvd-útgáfu og hafa þeir selst í bílförmum og er nú verið að skoða möguleikana á því að gefa út allar bestu kvikmyndir Friðriks Þórs Friðrikssonar í sérstakri viðhafnar - útgáfu og svo hina sígildu þætti um Heilsubælið. - fgg Landsmenn elska íslenskt DVD SIGUR FYRIR ÍSLENSKT EFNI Íslenskt efni á DVD virðist vera nýjasta æðið hjá Íslend- ingum. Astrópía og Næturvaktin seldust í rúmum tuttugu og fimm þúsund eintökum fyrir þessi jól. Fátt virðist koma á óvart þegar jólabækurnar taka að streyma inn í skilavertíðinni. Harðskafi seld- ist mest fyrir þessi jól og er því sam- kvæmt öllum reglum einnig mest skilað þótt skilahlut- fall Arnaldar sé töluvert lægra en hjá öðrum metsöluhöfundum. Ævisögu Guðna Ágústssonar hefur einnig verið skipt út fyrir aðrar bækur og því ljóst að menn töldu sig nokkuð örugga með annaðhvort glæpa- sögu eða formann Framsóknar- flokksins undir trénu. Og meira af bókum því Penninn/ Eymundsson sendi nýverið frá sér lista yfir mest seldu bækur ársins og þar kemur einna mest á óvart hversu lítið vægi jólabókaflóðið hefur. Níu af þeim fimmtán bókum sem voru mest seldar á árinu 2007 voru gefnar út snemma á árinu og þar kemur kiljan hvað sterkust út. Hin geigvænlega sala á Arnaldi fyrir jólin fleytir honum hins vegar í efsta sætið en litlu mátti muna að sjálfshjálparbókin Leyndarmálið eftir Rhondu Bynes skákaði sjálfum glæpasagnakónginum. Hins vegar þarf Arnaldur væntan- lega engu að kvíða því hann er með tvær bækur á topp tíu-listan- um. Og er eini íslenski höfundurinn sem getur státað af slíkum árangri þetta árið. Hins vegar er alveg augljóst að Arnaldur á í harðri samkeppni við hinn afganskættaða Khaled Hosseini sem einnig á tvær bækur á listanum; hina sívin- sælu Fludreka- hlauparann og svo nýj- ustu bókina, Þúsund bjartar sólir. FRÉTTIR AF FÓLKI Nr. 1 - 2008 Verð 659 kr. 3. jan. – 9. jan. Völvuspáin 2008 Ár átaka! STEND MEÐ SYNI MÍNUM! Fræga fólkið fjölgar sér: Gerir lífið skemmtil egra! Bara í Stelpustrákurinn Vala Einars:STJARNA Á HVÍTA TJALDINU!Alma Geirdal á von á þriðja barninu:FÉKK ÁTRÖSKUN Á MEÐGÖNGUNNI!Jón Ársæll í kröppum dansi: Geiri Goldfinger: STELPURNAR UPPSELDAR! Völvan 2008! GLEÐILEGT NÝTT STJÖRNUÁR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.