Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 12
fréttir og fróðleikur Vægast sagt slæmt ástand Meira en 1000 ára gömul uppfinning Stjórnmál í Pakistan hafa verið í uppnámi síðan Benazir Bhutto, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks landsins, var myrt fyrir viku. Ákveðið hefur verið að fresta um sex vikur þing- kosningunum sem halda átti 8. janúar. Stjórnvöld í Islamabad tilkynntu í gær þá ákvörðun að vegna morðs- ins á Bhutto og ólgunnar sem það hefur skapað verði kjördagur hinn 18. febrúar í stað 8. janúar. Tals- menn stjórnarandstöðunnar, þar á meðal flokks Bhutto, fordæmdu ákvörðunina en sögðust þó ekki munu sniðganga kosningarnar. Að sögn Nabeel Gabol, talsmanns framkvæmdastjórnar Þjóðarflokks Pakistans, flokks Bhutto, álítur flokkurinn að ríkisstjórninni sé ekki alvara með að ætla að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar. Engu síður muni Þjóðarflokkurinn taka þátt í þeim. Hinn helzti stjórnarandstöðu- flokkurinn, sem Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, fer fyrir, tók líka af skarið með það í gær að hann myndi heldur ekki sniðganga kosningarnar þrátt fyrir óánægju með frestunina. „Við munum ekki eftirláta flokki konungsins völlinn undir neinum kringumstæðum,“ sagði Ahsan Ikbal, talsmaður flokksins, og vísaði með þessum orðum sínum til stjórnarflokksins sem stendur að baki Pervez Musharraf, forseta og fyrrverandi yfirmanni hersins. Talsmenn stjórnarandstöðunnar sögðust telja að stjórnarflokkurinn byndi vonir við að frestunin kæmi sér til góða, þar sem búast mætti við að svo skömmu eftir morðið á Bhutto fengi flokkur hennar ófá samúðaratkvæði. Stjórnarflokkur- inn gæti jafnvel goldið afhroð. Bhutto hafði opinberlega sakað vissa aðila innan hans um að leggja á ráðin um að myrða sig, en þeirri aðdróttun vísa talsmenn flokksins staðfastlega á bug. Reiðin sem upp gaus meðal stuðningsmanna Bhutto við morðið á henni varð til þess að til heiftar- legra götuóeirða kom víðs vegar um landið. Þau stóðu yfir í þrjá sólarhringa og kostuðu 58 manns lífið. Eignatjón varð gríðarlegt. Heimahérað Bhutto, Sindh, varð sérstaklega illa úti. Tíu kosninga- skrifstofur voru brenndar til grunna. Qazi Mohammed Farooq, for- maður yfirkjörstjórnarinnar, sagði óeirðirnar hafa gert það ómögulegt að halda kosningarnar á tilsettum Prófraun fyrir lýðræði í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.