Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.01.2008, Blaðsíða 22
22 3. janúar 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum ! Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins UMRÆÐAN Umhverfismál Það er með ólíkindum hvað íslenskir nátt-úrufræðingar og allir sem vinna að nátt- úruvernd, skógrækt eða landgræðslu hafa mikið langlundargeð varðandi rányrkju og hjarðbúskap á landinu. Með bitvarginn á hælunum, sem hefur gert þeim marga skrá- veifuna, þurfa þeir að víggirða hvern gróðurreit sem á að vernda eða græða upp. Óhemju kostnaður fer í girðingarreiti sem falla illa að berangrinum í kring. Getur virkilega verið að allir þessir fræðingar sætti sig við þetta óþarfa og fáránlega miðaldar búskaparlag sem stöðugt gengur á gæði landsins? Hver er ástæðan? Erum við í álögum? Það er vel hægt að búa á þessu blessaða landi með þær skepnur sem við þurfum á að halda, án þess að halda áfram að hjálpa eyðingaröflunum að rýra það sem eftir er af náttúrulegu gróðurþekjunni. Skepnurnar eru of margar, á aðra milljón. 1400 tonn af kjöti voru afgangs í haust. Það þýðir að hátt í sextíu þúsund skepnur hafa nagað landið að óþörfu allt sumarið í fyrra og álíka offramleiðsla er á hverju ári. Er eitthvert vit í þessu? Búfé þarf að vera á völdum girtum svæðum og á ábyrgð eigenda sinna. Þessi tímaskekkja, lausa- ganga búfjár bænda um landið, veldur því að strax á vorin þegar gróðurinn fer að taka við sér og blómin að spretta eru á aðra millj- ón fjár auk hestastóðs hleypt á nýgræð- inginn og blómplönturnar, sem eru þeirra fyrsta val. Svo þegar við förum að ferð- ast um landið í sumarfríinu okkar er búið að hreinsa úr vistlandinu megnið af blómskrúðinu og sumar jurtir koma aldrei aftur. Staðreyndin er sú, eins og Náttúrufræðistofnun hefur sannað, að ótal blómplöntur hafa algerlega horfið úr beitilandinu og að á annað hundrað þyrftu gjörgæslu við, en ekkert hefur verið gert þeim til bjargar þrátt fyrir þessa vitneskju. Þetta hljóta náttúrufræðingar að vita. Finnst þeim þetta ásættanlegt? Af hverju minnast náttúrufræðingar aldrei á að þessi rányrkja sem stunduð er á landinu verði að hætta ef afkomendur okkar eiga ekki eftir að taka við blómlausu og tættu landi? Við hvað eru þeir hræddir? Nú er Framsókn ekki við völd, svo nú væri færi fyrir náttúruverndarfólk að mynda samtök og skora á ráðamenn að taka á þessum málum. Koma á ræktunarbúskap og hjálpa bændum að búa með reisn í landinu í stað þess að valda því óbætanlegum skaða. Það er löngu orðið tímabært. Hvað finnst ykkur? Höfundur er leikkona og fyrrverandi formaður Lífs og lands. Ótrúlegt langlundargeð Evrópusambandið var í öndverðu reist á þeirri snjöllu hugmynd, að millilandaátök um náttúruauðlindir, einkum kol og stál, hefðu haft svo hörmulegar afleiðingar í álfunni, þar á meðal þrjár styrjaldir á sjötíu árum, að nauðsyn bæri til að færa þessar auðlindir undir sameiginlega yfirstjórn til að koma í veg fyrir frekari stríðsátök í Evrópu. Þessi hugsjón um samstjórn á hernaðar- lega mikilvægum auðlindum gafst svo vel, að Evrópa hefur æ síðan lifað í friði við sjálfa sig. Væri sömu hyggindum til að dreifa í Austurlöndum nær, væri nú friðvænlegra þar, en látum það vera að sinni. Hér langar mig að velta upp öðru máli: Hverju sætir það, að efnahags- og myntbanda- lagi, sem var reist á hugsjón um sameiginleg umráð yfir mikilvæg- um náttúruauðlindum, hafi verið svo mislagðar hendur sem raun ber vitni um stjórn mikilvægrar, en þó ekki hernaðarlega mikil- vægrar, náttúruauðlindar? – fisks. Hvað brást? Sameiginleg fiskveiðistefna ESB er flopp. Höfuðmarkmið hennar var frá upphafi 1983 að varðveita fiskstofna á evrópskum hafsvæð- um með sjálfbærri fiskveiði- stjórn, en það hefur mistekizt herfilega. Þessi brestur þarf ekki að koma á óvart, því að fiskveiði- stefnan er skilgetið afkvæmi sameiginlegrar landbúnaðar- stefnu, sem heldur áfram að kosta evrópska neytendur og skattgreiðendur mikið fé. Landbúnaðarstefna ESB kostar að vísu minna nú en hún gerði fyrir tuttugu árum, eða rösklega eitt prósent af landsframleiðslu ESB nú á móti tveim til þrem prósent- um þá. Þessi samdráttur stafar einkum af því, að hlutur landbún- aðar í landsframleiðslu álfunnar hefur á sama tíma minnkað úr fjórum prósentum í tvö prósent. Evrópskur landbúnaður mun áreiðanlega komast af, þótt tækniframfarir og frekari umbætur á búverndarstefnunni haldi áfram að draga úr vinnu- aflsþörf í landbúnaði. Framtíð evrópsks sjávarútvegs er meiri óvissu undirorpin, því að þar veltur allt á sjálfbærum búskap. Margir fiskstofnar í lögsögu ESB-landanna hafa rýrnað og ramba á barmi útrýmingar þrátt fyrir mýgrút laga og reglna til að hamla sjósókn og styrkja útgerð. Geðklofinn í fiskveiðistjórninni blasir við: stjórnmálamenn reyna með annarri hendinni að hefta sjósókn og niðurgreiða útveginn með hinni. Þorskstofninn í Norðursjó hefur skroppið saman um þrjá fjórðu síðustu þrjátíu ár. Túnfiskstofninn í Miðjarðarhafi virðist hafa farið sömu leið. Kvótakerfi ESB er í aðalatriðum eins og íslenzka kvótakerfið að öðru leyti en því, að framsal aflaheimilda er ekki frjálst og veiðigjald hefur ekki heldur verið leitt í lög til málamynda. Vandinn þar er í grófum dráttum hinn sami og hér: sjávarútvegsráð- herrar ESB-ríkjanna ákveða í sameiningu árlegt aflamark einstakra tegunda á ólíkum hafsvæðum í ljósi stofnmats fiskifræðinga og óska útvegsins, og þá hallar á þorskinn. Heima- mönnum í hverju landi er síðan falið að skipta kvótanum á milli sín. Lönd geta skipzt á kvótum, ef þau vilja. Fjórir brestir Sameiginleg fiskveiðistefna ESB hefur að minni hyggju fjóra mikilvæga galla og hlaut því að missa marks. Í fyrsta lagi eru sjávarútvegsráðherrar aðildar- landanna samkvæmt langri hefð yfirleitt svo nátengdir útveginum, að kvótarnir, sem þeir ákveða, eru oftast nær mun meiri en fiskifræðingar telja stofnana þola. Fiskifræðingum er uppálagt að miða veiðiráðgjöf við ástand stofnanna langt fram í tímann án tillits til annarra hagsmuna, en stjórnmálamenn hugsa einnig um hag útvegsins fram að næstu kosningum, og einstökum útgerðum er skiljanlega mest í mun að ná til sín sem mestum hluta kvótans. Í annan stað er kvótum ESB úthlutað ókeypis til aðildarlanda, sem dreifa þeim síðan til einstakra útvegsfyrir- tækja heima fyrir, einnig án endurgjalds. Þetta fyrirkomulag jafngildir gríðarlegum fjárstyrk til evrópskrar útgerðar og dregur þrótt úr henni. Í þriðja lagi geta kvótarnir ekki gengið kaupum og sölum og gera það yfirleitt ekki, þótt lönd geti skipzt á kvótum. Í fjórða lagi hvetur endurgjalds- laus úthlutun aflakvóta til brottkasts, sem ESB sjálft telur nema nálægt helmingi heildar- aflans á fiskimiðum aðildarland- anna. Hvað er þá til ráða? Meira næst. Dvínandi afli í Evrópu HERDÍS ÞORVALDSDÓTTIR Í DAG | Fiskveiðistefna ESB ÞORVALDUR GYLFASON Slagsíða? Svandís Svavarsdóttir var kjörinn maður ársins af hlustendum Rásar 2 í blálok síðasta árs. Það kemur Agli Helgasyni ekki á óvart, sem heldur fram þeirri kenningu að hlustendur Rásar 2 kjósi alltaf vinstrimenn. Hvort það sé rétt skal ósagt látið en það er að minnsta kosti engin hægri slagsíða á kjörinu ef litið er tíu ár aftur í tímann. Árið 1998 var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, maður ársins, Ísfirðingurinn Kolbrún Sverrisdóttir hreppti hnossið árið eftir, Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabanda- lagsins, varð fyrir valinu árið 2000 en Ólafur F. Magnús- son borgarfulltrúi ári síðar. Vinsælastir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri var maður ársins á Rás 2 árið 2002. Ómar Ragnarson fékk flest atkvæði ári síðar og Ólafur Ragnar stóð aftur með pálmann í höndunum árið 2004, eftir að hann neitaði að kvitta undir fjölmiðlalögin umdeildu. Thelma Ásdísar- dóttir varð fyrir valinu árið 2005 og í fyrra varð Ómar Ragnarsson aftur maður ársins á Rás 2 eftir að hafa blásið í herlúðra gegn virkjanafram- kvæmdum. Ómar og Ólafur Ragnar semsagt verið kjörnir menn vikunnar alls fjórum sinnum á liðnum áratug. Hyldjúpar samræður Bubbi Morthens upplýsti nýársheit sitt á Vísi í gær. „Það er kannski að þeir í Siðmennt verði ánægðir með það. En ég ætla mér að tala meira við Guð á nýju ári.“ Skemmst er að minnast þess að fyrir jól gaf Bubbi út bókina Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð. Gengur nýársheit Bubba sem sagt ekki bara út á að veiða meiri lax? bergsteinn@fretta- bladid.is Á rið 2008 er gengið í garð með tilheyrandi sprengjugný og eldglæringum. Íslendingar létu ekki óveður á ára- mótum halda tiltakanlega aftur af sér í sprengigleði og björgunarsveitir og aðrir sem tekjur hafa af flug- eldasölu geta unað glaðir við sitt. Ákveðin þversögn er þó fólgin í því að sala á sprengiefni skuli vera fjárhagsgrundvöllur slysavarna og björgunarstarfa í okkar harðbýla landi. Raunar má benda á aðrar slíkar þversagnir eins og að SÁÁ, sem eru þau samtök sem helst koma spilafíklum til hjálpar, skuli hafa tekjur af spilakössum. Flugeldar eru vissulega fallegir á að líta, spennandi og krydda tilveruna í kringum áramót. Það er líka gleðilegt fyrir þá sem hafa gaman af því að sprengja þá að geta með kaupum á flugeldum lagt góðu málefni lið. En stundum virðist gleymast að flugeldar eru hreint ekki leikföng heldur sprengiefni sem er stórvarasamt. Aldrei líða svo áramót að ekki hljótist einhver slys af völdum flugelda. Augnslys og fingurmissir eru meðal ljótustu dæma og sem betur fer hafa um þessi áramót ekki orðið alvarleg slys af því tagi. Hins vegar hafa hlotist minni líkamlegir skaðar, auk eignatjóns af völdum bruna, Björgunarsveitirnar eru gríðarlega mikilvægar og starf þeirra fórnfúst og framúrskarandi. Því hlýtur að mega spyrja þeirrar spurningar hvort ekki ætti að byggja traustari fjárhagsgrund- völl undir starfsemi þeirra en svo að hún sé að miklu leyti háð því hvernig árar bæði efnahagslega og veðurfarslega í landinu. Hugsanlegt er að kosta starfsemi sveitanna að einhverju leyti með skattfé. Einnig má velta fyrir sér hvort finna megi aðrar leiðir til að gefa almenningi kost á að styðja starfsemi björgunarsveita. Óvíða í heiminum tíðkast jafnfrjálsleg meðferð skotelda og hér á landi. Þess er áreiðanlega stutt að bíða að hér á landi verði reglur í kringum flugeldanotkun hertar til muna, meðal annars með það að markmiði að minnka notkun skotelda til þess að draga bæði úr slysum og mengun af þeirra völdum. Í ár fór svifryksmengun yfir hættumörk í Reykjavík þegar árið var nýgengið í garð þrátt fyrir talsverðan vindstrekking á nýársnótt. Börnum þykir ekki lengur spennandi að safna rakettu- prikum enda eru þau ekki nema hluti draslsins sem eftir verður þegar sprengingum er lokið. Nú er svo komið, að auk prikanna sem fljóta út um allt standa heilu pappakassarnir eftir á gang- stéttum útbrunnir og svo virðist sem þeim sem úr tertunum skaut detti ekki í hug að hreinsa til eftir sig. Sóðaskapurinn er því gríðarlegur dagana eftir áramót. Það er áreiðanlega tímaspursmál hvenær tíðarandinn hafnar þeirri mengun sem af flugeldunum hlýst. Það er því mikilvægt að taka höndum saman um að tryggja fjárhagslegan grundvöll björgunarsveita áður en til þess kemur. Óvíða gegna björgunarsveitir jafnþýðingarmiklu hlutverki og hér í okkar strjálbýla landi þar sem allra veðra er von. Þess vegna verður fjárhagsgrundvöllur þeirra að vera afar traustur. Björgunarsveitum verður að tryggja nýja tekjustofna. Flugeldaveislu hlýtur að ljúka STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.