Fréttablaðið - 13.01.2008, Page 2

Fréttablaðið - 13.01.2008, Page 2
2 13. janúar 2008 SUNNUDAGUR frábær verð um veröldina - bókaðu í dag! Kairó Dubai Bankok Manila Verð eru flug fram og til baka frá Reykjavík (4 flug á viku) og fela í sér þjónustugjald, skatta og flugvallargjöld. Einn smellur á www.klmiceland.is fyrir besta miðaverðið, bókun á netinu, upplýsingar um flug, flugpunkta og þar fram eftir götunum. Rafræn miðakaup gera ferðalagið þitt auðveldara. klmiceland.is frá ISK 68.900 frá ISK 85.400 frá ISK 101.500 frá ISK 110.700 UMFERÐARMÁL Kanna á möguleika þess að hraðamyndavélar og hraðamælar geti komið í stað hraðahindrana á þeim stöðum í Kópavogi þar sem hindranirnar eru flestar á leiðum strætisvagna. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hefur Strætó óskað eftir samvinnu við bæjaryfirvöld í Kópavogi vegna þess að hraðahindranir séu svo margar á sumum leiðum að vagnstjórar fari allt að fimm hundruð sinnum á hverri vakt yfir hraðahindrun. Það bæði raski áætluninni og skemmi vagnana. - gar Álag á strætisvagna: Myndavélar og mælar leysi af hraðahindranir HRAÐAHINDRUN Leitað er nýrra lausna til að draga úr hraða á götum Kópavogs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHLEM VIÐSKIPTI „Þetta hefur farið vel af stað,“ segir Georg Lúðvíksson, einn fjögurra stofnefnda vefsíðunnar www.theupdown.com sem slegið hefur í gegn í Bandaríkjunum. Georg, sem er hálfnaður með annað ár í MBA-námi við Harvard-háskóla, stofnaði vefsíðuna ásamt tveimur skólafélögunum sínum. Einn þeirra gerði hlé á námi sínu og sinnir alfarið verkefnum tengdum síðunni. Vefsíðan er fyrir áhugafólk um hlutabréfavið- skipti og gefst fólki kostur á að kynna sér veruleika hlutabréfamarkaðarins í Bandaríkjunum í áhættu- lausu umhverfi. Það skráir sig til leiks og byrjar að kaupa og selja hlutabréf með eina milljón dollara í upphafsfé. „Markmiðið með vefnum er að skapa umhverfi fyrir fólk sem hefur áhuga á viðskiptum og vill fylgjast með því sem fólk hefur í huga þegar það fer út í fjárfestingar. Og einnig að skapa vettvang til upplýsingaöflunar,“ segir Georg. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, meðal annars Wall Street Journal, Boston Herald og sjónvarpsstöðin CNBC, hafa sýnt uppgangi vefsíðunnar töluverðan áhuga. Á vefsíðunni gefst þátttakendum í leiknum kostur á að skrifa greiningar um fyrirtæki, það er hvort, og hvers vegna, verðmæti tiltekins fyrirtæk- is ætti að aukast eða minnka á næstunni. Margir þátttakenda eru verðbréfamiðlarar, háskólanemar eða aðrir sem tengjast viðskiptalífinu. „Þetta gefur vefnum mikið vægi og gerir umhverfi þátttakenda raunverulegt,“ segir Georg. Ólíkt sambærilegum hlutabréfaleikjum á vefnum gefst þátttakendum kostur á að vinna sér inn raunverulega peninga ef þeim tekst að skila betri ávöxtun en markaðurinn (S&P 500 vísitalan). Fjárfestar hafa sýnt vefnum og upplýsingum sem safnast á honum áhuga en einn bakhjarla hans, ásamt stofnendunum, er svissneski fjárfest- irinn Joachim Schoss. Þá hafa ýmis félög sýnt því áhuga að fá aðgang að upplýsingunum sem þátttakendur leggja til með spilun. „Eftir því sem fram líða stundir þá munum við nýta upplýsing- arnar til fjárfestingar. Það felast í því verðmæti að sjá hvernig markaðurinn hagar sér og hvernig fjárfestar ávaxta fé sitt á hlutabréfamörkuðum, í síbreytilegu umhverfi. Fjárfestingasjóðir eru þegar byrjaðir að sýna síðunni áhuga. Nú er það okkar að halda rétt á spöðunum.“ magnush@frettabladid.is Íslendingur slær í gegn með fjárfestingaleik Vefleikur sem byggir á bandaríska hlutabréfamarkaðnum hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Þrír MBA-nemar við Harvard-háskóla, þar af einn Íslendingur, eru höfundar leiksins. Verðmætar upplýsingar safnast saman. Stofnendur vefsíðunnar eru auk Georgs þeir Michael Reich og Phuc Truong. Reich er með BA-próf í við- skiptafræði frá háskólanum í Reutlingen í Þýskalandi en Truong hefur BA-próf í viðskiptafræði frá Harvard- háskóla. Georg er tölvuverkfræðingur frá Háskóla Íslands og starfaði síðast sem sölustjóri hjá Músum og mönnum. Fjórir starfsmenn vinna í fullu starfi við vefinn þessa stundina en fjórir til fimm í hlutastarfi. MENNIRNIR AÐ BAKI THEUPDOWN.COM GEORG LÚÐVÍKSSON THEUPDOWN.COM Líflegt hlutabréfaumhverfi gefur þátt- takendum í leiknum góða innsýn í bandarískan hlutabréfa- markað. LÖGREGLUMÁL Maður, vopnaður hnífi og með lambhúshettu, rændi verslun 11-11 við Grensásveg rétt fyrir klukkan tíu á föstudags- kvöldið. Er það í annað sinn á hálfum mánuði sem verslunin er rænd á þennan hátt en fyrra ránið var framið að kvöldi 29. desember. Ræninginn hafði einhverja fjárhæð upp úr krafsinu en tvo starfsmenn verslunarinnar sakaði ekki. Málið er í rannsókn lögreglu. „Við erum búin, og erum að gera enn frekari ráðstafanir,“ sagði Sævar B. Einarsson, rekstarstjóri 11-11, aðspurður hvort einhverjar breytingar hefðu verið gerðar á öryggismálum eftir fyrra ránið. - ovd Annað ránið í ellefu-ellefu: Vopnað rán á Grensásvegi LÖGREGLUMÁL Yfirheyrslum yfir fimmmenningunum sem réðust á fjóra lögreglumenn við störf sín á Laugavegi aðfaranótt föstudagsins er ekki lokið. Þeim lýkur á mánudag og verður málið þá sent til ákæruvaldsins sem tekur ákvörðun um hvort mennirnir verða ákærðir. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur einn árásarmann- anna í tvígang verið kærður fyrir líkamsárás á lögreglumenn. Ekki er búið að dæma í þeim málum. Lögreglumennirnir sem ráðist var á eru á batavegi en ekki er vitað hvort þeir hafi orðið fyrir varanlegum skaða - ovd Árásin á fjóra lögreglumenn: Yfirheyrslum ekki enn lokið STJÓRNMÁL Leiðir til að bæta kjör hinna lægst launuðu og umdeildar ráðningar í opinber embætti voru meðal þeirra málefna sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vék að í setningarræðu sinni á flokksstjórnarfundi Sam- fylkingarinnar í gær. Ingibjörg Sólrún fullyrti að þótt ríkisstjórnin hefði hafnað tillögum ASÍ í skattamálum væri fullur vilji til þess að liðka fyrir gerð kjarasamn- inga. „Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að halda áfram að ræða málin og skoða hvaða leiðir eru færar til að bæta kjör fólks. Umræðan um kjara- málin er ekki fullþroskuð. Ég tek undir það að það þarf að hækka lægstu launin en við þurftum að sjá til þess að launahækkanir og skattalækkanir skili sér í auknum kaupmætti til þeirra sem hafa lægstu tekjurnar,“ sagði Ingibjörg í samtali við Fréttablað- ið í gær. Í ræðu sinni sagði Ingibjörg Sólrún að það hefði verið óheppilegt hjá settum dómsmálaráðherra að fara gegn mati dómnefndar þegar ráðið var í embætti héraðsdómara. „Hver ráðherra ber ábyrgð á sínum athöfnum og ég efast ekki um að settur dómsmálaráðherra hafi haft sannfæringu fyrir að hann væri að gera rétt. Það er hins vegar mín almenna skoðun að það sé óheppilegt að víkja frá niðurstöðum matsnefndar,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Sólrún ræddi kjaramál og opinberar ráðningar á flokksstjórnarfundi: Umræðan ekki fullþroskuð INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Ráðherrann lýsti yfir fullum vilja til að skoða allar hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FORNLEIFAR Óvíst er hvort hópurinn sem telur að dýrgripir frá musterisriddurum kunni að vera í leynihvelfingu á Kili haldi leit sinn áfram á sumri komanda. Þórarinn Þórarinsson arkitekt segir að þótt leyfi hafi fengist til að grafa lítinn skurð fyrir jarðsjártæki í Stórholtskrók þýði það ekki að hópurinn fari þangað upp eftir í þeim tilgangi næsta sumar. Eftir sé að lesa úr mælingu frá síðasta sumri og menn þurfi að ráða ráðum sínum. „Vísindamenn okkar hafa fundið mjög miklar truflanir í jarðveginum sem eru af ýmsum ástæðum,“ segir Þórarinn og játar því að rannsóknirnar fram að þessu gefi tilefni til að halda áfram. „En við erum að vinna eftir tilgátu og fullyrðum ekki neitt. Kannski er bara nákvæmlega ekki neitt þarna.“ Að því er Þórarinn segir telur hópurinn vísbendingar í listaverkum frá miðöldum gefa vísbendingar um að svokallaðir musterisriddarar hafi komið fyrir ýmsum dýrgripum, meðal annars skjölum, fyrir neðanjarðar í Stórholtskrók. Hann vill ekki svara því hvernig meðlimir hópsins telji að hlutunum hafi verið komið ofan í jörðina. „Maður veit ekkert hvers konar kverúl- antar eru þarna úti þannig að maður vill ekki segja of mikið,“ segir Þórarinn. „Það er mikið af sögum sem gera ekki greinar- mun á veruleika og ímyndun. Spennusög- ur eru í sjálfu sér bara bull og vitleysa sem fólk étur upp.“ - gar Leitarmenn á Kili gefa ekki upp hvernig þeir telja dýrgripi hafa komist í jörðu: Óvissa með leit að gral í sumar BLAÐIÐ 2. JAN Fjallað var um málið í Kompás fyrir jól. Fróðleikur tengdur mál- inu er á vefsvæði þáttarins á visir.is. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 2. janúar 2008 — 1. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Bragi Jónsson er nemi við Söngskólann í Reykjavík og lýkur sjötta stigi í vor. „Ég hef verið viðloðandi tónlist síðan ég var krakki. Það var mikið um tónlist á mínu æskuheimili, for- eldrar mínir í kór og systkini mín þrjú í tónlistar- skóla. Síðan söng ég sjálfur í kirkjukór Garðskirkju í Kelduhverfi sem krakki,“ segir Bragi Jónsson, 22 ára nemi í Söngskóla Reykjavíkur. Bragi býr nú í Sandgerði og sy kórnum Þar f mál. „Maður raular alltaf eitthvað á leiðinni og notar tímann til að hita aðeins upp,“ segir hann hlæjandi. Söngnemar verða að ná tveimur stigum á píanó samhliða söngnámi en Bragi þarf ekki að hafa áhyggj- ur af því. „Ég var í tónlistarnámi sem barn og lærði þá á trompet og píanó og þarf þar af leiðandi ekki að stunda það nám samhliða söngnum,“ útskýri B og segist vera hrifnastu fNá Þýskar óperur heilla mest Námskeið af ýmsum toga eru vinsæl enda leitast fólk sífellt við að kunna meira í dag en í gær. Myndlistar- skólinn í Reykjavík býður upp á allra handa listnámskeið fyrir fólk á öllum aldri. www.myndlistarskolinn.isMímir símenntun býður upp á margs konar námskeið. Íslenska fyrir útlend- inga vegur þar þungt en þau námskeið eru í boði bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Þau eru haldin á morgnana og kvöldin og hægt að velja um nokkra staði í bænum. www.mimir.is Vefsíðan www.netla.k hi.is er veftímarit um uppeldi og menntun gefið út af Kennarahá- skóla Íslands. Síðan spratt upp úr starfi áhugahóps um slíka útgáfu við skólann en þar eru birtar ritrýndar fræðigreinar, greinar af almennari toga, erindi, frá- sagnir af þróunarstarfi og margt fleira. KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna.Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bragi er alinn upp í tónelskri fjöl- skyldu og því kom ekki á óvart að hann kaus að leggja sönginn fyrir sig. 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Miðvikudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* 37% B la ð ið /2 4 s tu n d ir M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 43% 67% Mikilvægasta máltíð ársins BRAGI JÓNSSON Heillast mest af þýskum óperum Nám Í MIÐJU BLAÐSINS Lögbirtingablaðið aldargamalt Lögbirtingablaðið hefur verið gefið út óslitið síðan 1908. Hönnun þess hefur ekki breyst mikið. TÍMAMÓT 24 GUNNLAUGUR HELGASON Kynnir í nýjum sjónvarpsþætti Svipar til áströlsku þáttanna The Block. FÓLK 42 SIGURJÓN KJARTANSSON Á kafi í handritagerð Þrjár þáttaraðir í bígerð. FÓLK 42 Tommy Lee til landsins Rokkstjarnan kemur fram í Burn-partíi í janúar. FÓLK 30 FÓLK Þorgrímur Þráinsson stendur í samningavið- ræðum við danskt forlag um útgáfu á bók sinni, Hvernig gerirðu konuna þína hamingju- sama. Þýskir og bandarískir útgefendur hafa einnig sýnt bókinni áhuga, að sögn Þorgríms. Hann segist hafa hugsað bókina fyrir erlendan markað. Þorgrímur telur að um sex þúsund bækur hafi selst. „Ég væri vanþakklátur ef ég væri ekki ánægður með þá sölu en ég skal líka alveg viðurkenna að ég bjóst við meiru miðað við umfjöllunina sem bókin fékk,“ segir Þorgrímur. - sun / sjá síðu 42 Þorgrímur Þráinsson í útrás: Semur við danskt forlag HLÝNAR SÍÐDEGIS Í dag verður fremur hæg breytileg átt, en þó austan strekkingur syðst. Rigning suðaustan um hádegi og víða væta á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis og í kvöld. Þykknar upp norðaustan til í dag. Hægt hlýnandi. VEÐUR 4    Toppliðin unnu Arsenal, Man. Utd. og Chelsea unnu öll sína leiki í gær. ÍÞRÓTTIR 38 VEÐRIÐ Í DAG ÁVÖRP Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að sækjast eftir endurkjöri í embætti forseta Íslands. Þetta kom fram í nýársávarpi hans í gær. „Sé það nú á nýju ári vilji Íslendinga að ég beri áfram þessa ábyrgð er ég fús að axla hana,“ sagði forsetinn. Kosið verður í sumar. Í ávarpinu vék forsetinn meðal annars að stöðu íslenskrar tungu og gagnrýndi hugmyndir um tví-tyngda stjórnsýslu. „Móðurmálið býr yfir slíkum krafti til nýsköp-unar að einungis hugarleti eða tískudaður eru afsökun fyrir því að veita enskunni nú aukinn rétt,“ sagði hann. Þá ræddi forsetinn um orku-útrásina og sagði hana geta „styrkt til muna stöðu Íslands, veitt ungu fólki sem áhuga hefur á jarðfræði, náttúruvísindum, verkfræði og tæknistörfum fjölþætt tækifæri til að nýta menntun sína. Um leið hjálpum við öðrum þjóðum að virkja hreinar orkulindir og eflum baráttuna gegn breytingum á lofts-laginu, tökum öflugan þátt í brýn-asta verkefni þessarar aldar.“Forsetinn lauk ávarpi sínu á hugleiðingu um auðhyggju og hvatti landsmenn til að „ganga hægar um gleðinnar dyr, nema staðar um stund og hugleiða hvað skiptir mestu.“ - sh Forseti Íslands sagðist í nýársávarpi sínu vilja sitja fjórða kjörtímabilið í röð:Ólafur sækist eftir endurkjöri FORSETI ÍSLANDS Sitji Ólafur Ragnar eitt kjörtímabil enn hefur hann gegnt forsetaembættinu í sextán ár. Það hefur einungis Vigdís Finnbogadóttir gert til þessa. DULMÁL Dulmálssérfræðingar hafa fengið leyfi fyrir því að grafa skurð á Kili í leit sinni að heilög-um kaleik Jesú Krists og öðrum dýrgripum musterisriddara.Þórarinn Þórarinsson arkitekt ritaði hreppsnefnd Hrunamanna-hrepps bréf þar sem hann óskaði eftir heimild til að grafa tveggja metra djúpan skurð til leitarinnar. Sú heimild var veitt. Honum til liðsinnis verður ítalski verkfræð-ingurinn og dulmálssérfræðingur-inn Giancarlo Gianazza, sem telur sig hafa ráðið flóknar vísbending- ar fornra skálda og listmálara um að dýrgripir riddaranna hafi verið grafnir í stórri leyni- hvelfingu í Skip- holtskrók á Kili. „Sterkar vís- bendingar eru um að lausn þessarar gátu teygi anga sína til Íslands,“ segir í bréfinu. Meðal annars hefur Gian-azza bent á að tiltekin mynstur í málverkinu Síðustu kvöldmáltíð-inni eftir Leonardo da Vinci sam-svari línum í landslagsmyndum af Skipholtskróki. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitar-stjóri í Hrunamannahreppi, segir málið áhugavert. „Þótt við höfum okkar efasemdir finnst okkur þetta engu að síður spennandi,“ segir hann. „Þegar þetta kom upp á yfir-borðið kom reyndar í ljós að menn á Íslandi og meira að segja hér í Hrunamannahreppi hafa verið að lesa um þetta mál í eldgömlum fræðum.“ - gar / - sh / sjá síðu 6 Ætla að grafa eftir kaleik Krists á KiliLeyfi hefur fengist fyrir að grafa skurð í Skipholtskrók á Kili í leit að ævafornum dýrgripum. Dulmálssérfræðingar segja sterkar vísbendingar um að musteris-riddarar hafi grafið þar dýrgripi sína, meðal annars hinn heilaga kaleik Krists. ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON VÉLARVANA Í KÓPAVOGI Tveir gúmbátar voru sendir í Kópavog á þriðja tímanum í gær þar sem þriggja tonna Sómabáturinn Birna var vélarvana og rak í átt að landi. Innan- borðs var einn maður. Honum var bjargað um borð í annan gúmbátinn og fluttur í land. Björgunarbáturinn Stefnir dró bátinn til hafnar. Engan sakaði. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Eldinum yfirsterkari Bóndinn á Stærra-Árskógi segir kærleikann eldinum yfirsterkari. Sveitungar hjálpa honum að endurreisa fjósið sem brann. TILVERA 12 ORKUSTOFNUN Egill Benedikt Hreinsson, einn umsækjenda um starf orkumála- stjóra, hefur sent Össuri Skarphéð- inssyni iðnaðar- ráðherra bréf þar sem hann óskar eftir sundurliðuð- um rökstuðningi fyrir skipun Guðna A. Jóhann- essonar í embætt- ið. Í bréfi Egils til Össurar kemur fram að ekki verði séð af opinber- um gögnum að Guðni hafi sérþekkingu á helstu meginsviðum orkustofnunar. Egill óskar þess að ráðherra rökstyðji ráðninguna með því að telja upp „lið fyrir lið, tiltekin verkefni úr ferli Guðna og úr faglegum ritalista hans, sem falla undir lykilsvið Orkustofnun- ar“. Ekki náðist í Össur við vinnslu fréttarinnar. - þo Egill sendi ráðherra bréf: Vill rök fyrir skipun Guðna EGILL B. HREINSSON Alfreð, helgar tilgangurinn meðalið? „Ég hugsa að lyfin haldi okkur frá meðalmennskunni.“ Allir leikmenn íslenska landsliðið í hand- knattleik eru komnir á lyfjakúr í kjölfar inflúensu sem kom upp innan hópsins. Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins. LÖGREGLUMÁL Mikil mildi þykir að engin skyldi slasast þegar ökumaður ók bíl sínum út af Grindavíkurvegi rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöldið. Bíllinn, sem er hvítur af gerðinni Porche 911 GT3RS er aðeins nokkurra daga gamall en talinn gjörónýtur. Er verðmæti bílsins áætlað tæpar 25 milljónir króna. Hraðakstur er talin orsök slyssins en bifreiðin fór við útafaksturinn í gegnum girðingu og stöðvaðist langt úti í hrauni. Ökumaðurinn var einn í bílnum og reyndist ómeiddur. - ovd Hraðakstur á Grindavíkurvegi: Keyrði út af á glænýjum bíl SPURNING DAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.