Fréttablaðið - 13.01.2008, Side 22

Fréttablaðið - 13.01.2008, Side 22
VERSLUN SÆLKERANS ALLT ER GOTT Í HÓFI Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar matur kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Valgarður Gíslason Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Roald Eyvindarson, Rut Hermanns- dóttir Vera Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Stefán P. Jones spj@frettabladid.is SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: A Aðal-réttur Hvunndags ogtil hátíðabrigða Fugla- kjöt Græn- meti MATREIÐSLUBÓKIN 2 matur Það er gott að vera mjúkur. Heilmikið fallegt líka. Það er gott að borða góðan mat og njóta hvers bita. Leyfa honum að lúra í munni, gæla bragðlaukum og renna ljúflega ofan í maga þar sem framkallast ham- ingjurúss, notaleg saðning og eldsneyti til að anda, lifa og vera til. En hvað er að vera til? Er það hóglífi og afneitun? Svelti og átröskun? Keppni í naumt skornu holdafari og minnstu fatanúmerunum? Varla. Þess vegna ættum við alltaf að ganga til borðs með vatn í munni og bros á vör; hvort sem haldin eru heilög jól með hlaðborði fitandi syndafæðis eða grennandi gúrkutíð til að minnka fituforðann sem matarnautnin klæddi okkur svo fallega í. Fita á sér marga óvildarmenn. Og samt er fita svo falleg. Hún ber vitni um samveru í eldhúsinu, mat- reiðslu af ást og natni, gleðilegar nautnastundir við matborðið, leyniferðalög í nammiskápinn og munúðar- vímur í munni. Biblían boðar hófsemi, og græðgi er örugglega dauðasynd, en ég trúi því tæplega að skaparinn hafi óskað manninum þess leiðindalífs að neita sér um allt hið ómótstæðilega sem hann skóp. Því allt er gott í hófi. Hvort sem það er gulrót eða Godiva-moli. Nú er ekki verið að upphefja sligandi og hættulega offitu, heldur heilbrigða skynsemi. Góð heilsa verður aldrei í kílóum talin eingöngu. Andlegt heilbrigði vegur jafn þungt á vogarskálum heilbrigðs lífs og því þurfum við að borða fjölbreytt til njóta, lifa og leika. Grænmeti og ávextir eru dásamleg gjöf náttúrunnar, en það er súkkulaði líka, sem og rjómi, sykur og smjör. Leyfum okkur að vera til þessa stuttu stund sem lífið tekur að líða. Veljum hollan kost og reynum að hemja græðg- ina, en sukkum líka annað slagið því það er svo hrikalega gott, eins og allir þekkja en sumir kjósa að fela og afneita. Lifum heil og heilbrigt, með opnum huga og opinni gátt fyrir ólíkum tækifærum í eldhúsi lífsins. HINDBERJASKYRTERTA Fyrir 10 manns BOTN 150 g hafrakex 80 g smjör 4 msk. kókosmjöl Bræðið smjörið. Blandið saman í matarvinnsluvél: kexinu, kókosmjölinu og brædda smjörinu. Setjið í smelluform og þrýstið vel niður og upp á hliðar formsins. Kælið. FYLLING: 2 stk. egg 2 msk. sykur 8 matarlímsblöð 500 g KEA jarðarberjaskyr 4 msk. hindberjasulta 1/4 l þeyttur rjómi Þetta er mín eigin uppskrift. Auðvitað eru til margar útgáfur af skyrtertum en ég nota egg því þá verð- ur tertan léttari og ég þeyti þetta vel upp. Ég var lengi að þessu fyrst en geri þetta blindandi núna,“ segir snilldar- kokkurinn Ingvar Helgi Guðmundsson á Salatbar Eika. Hann lætur okkur í té upp- skrift að hindberjaskyrtertu sem hann segir mjög vinsæla hjá sér. „Hún er fersk og ég geri hana oft fyrir afmæli, skírnarveislur og alls konar tilefni. Ber eiga mjög vel við skyrið en það er hægt að nota hvað sem er, til dæmis rabarbara. Skyr tekur svo vel undir allt bragð. Ég var einhvern tímann með skyrtertu í matreiðslukeppni og þýskur dómari sagði að þetta ættu Íslendingar að markaðssetja erlendis. Það er alveg rétt. Við erum að flytja inn tiramisu frá Ítalíu og alls konar tertur frá Bandaríkjunum. Þegar búið er að frysta svona skyrtertu getur hún farið um allan heim og borið hróður íslensks land- búnaðar og matreiðslu um víða veröld.“ Nammi namm! Verslunin Maður lifandi sem er til húsa í Borgartúni í Reykjavík og Hæðarsmára í Kópavogi býður upp á fjölbreytt úrval af heilsuvörum. Þar er hægt að kaupa matvöru, fæðubótarefni, snyrtivörur, hreinlætisvörur og líkamsræktarvörur. Snyrtivörurnar eru vottaðar og án aukaefna og líkamsræktarvörur eins og jógadýnur og æfingaboltar fást í úrvali. Þá fást bækur, geisladiskar og annað fræðslu- efni sem tengist góðri heilsu. Rík áhersla er lögð á lífrænt ræktað hráefni og boðið er upp á mjólkurlausar, sykurskertar, glútenlausar og gerlausar vörur. Bæði í Borgartúni og Hæðarsmára er hægt að fá hollan tilbúinn mat til að borða á staðnum, taka með heim eða taka með í vinnuna. Réttirnir eru ýmist heitir eða kaldir. Eins er boðið upp á salatbar, súpu og brauð, heilsute og nýpressaða ávaxta- og grænmetissafa. Maður lifandi stendur fyrir fjölda námskeiða sem eru til þess fallin að auka þekkingu fólks á mikilvægi hollrar fæðu. Þá eru ráðgjafar á staðnum sem taka á móti fólki til meðferðar. Þetta eru hómópatar og nálastungusérfræðingur. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, verslunarstjóri í Hæðarsmára, segir að rík áhersla sé lögð á að aðstoða viðskiptavini við val á vörum og að veita góða ráðgjöf. Maður lifandi Opið hús – Menning og matur frá Íslandi nútímans, nefnist áhugaverð matreiðslubók sem kom út haustið 2005. Hún er eftir Snæfríði Ingadóttur blaðamann og Þorvald Örn Krist- mundsson ljósmyndara og fjallar meðal annars um þá matarmenningu sem nýir Íslendingar víðs vegar að úr veröld- inni hafa fært með sér inn í landið. Í bókinni er tekið hús á fólki frá þrettán lönd- um og öllum heimsálf- um og rætt við það um aðstæður í heimalandi þess. Forvitnast er um hvað bar það hingað til lands og hvernig því gekk að laga sig að íslensku samfélagi. Ekki síst er ljósi brugðið á þær matarvenjur sem hver og einn hefur tekið með sér. Birtar eru fjölbreyttar uppskriftir að einföldum og spennandi réttum sem allir geta tileinkað sér. Ber með sér framandi blæ Ingvar Helgi með hindberja- skyrtertu sem hann gerir oft fyrir afmæli og aðrar veislur. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn, þangað til að það verður mjúkt. Þeytið saman egg og sykur í mat- vinnsluvél. Bætið skyrinu út í og síðan hindberjasultunni. Bræðið matarlímið varlega yfir hita, (helst vatnsbaði) en það má ekki sjóða. Hrærið það varlega saman við skyrið og að síðustu þeytta rjómann. Setið í smelluform og kælið í minnst fjóra tíma áður en að skyrtertan er borin fram. Skerið meðfram tertunni með heitum hníf eða spaða og losið smelluformið. Bræðið rifsberjahlaup varlega, raðið ferskum hindberjum á skyrtertuna og penslið yfir með bráðnu rifsberjahlaupi. Í stað hindberja er hægt að nota jarðarber, skógarber eða bláber. SKYR TEKUR VEL UNDIR ALLT BRAGÐ Hvunn- dags Ávextir Skelfiskur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.